Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Blaðsíða 37
Á vefnum www.kjosturett.is hefur
verið safnað saman upplýsingum
um alla framboðslista og helstu
stefnumál þeirra auk þess sem þar
hefur verið tekin saman tölfræði
tengd kosningum til Alþingis.
Að vefnum standa þeir Ásgeir
Vísir grafískur hönnuður, Kristján Ingi forritari og
Ragnar Þór vefsmiður. Ætlunin er að gera vefinn að
hlutlausri upplýsingaveitu um kosningarnar frekar en
að vera beinlínis fréttasíða, að því er kemur fram á vef-
síðunni.
Á vefnum er hægt að velja að nálgast upplýsingar
eftir framboðslistum og kynna sér hvern og einn. Þá er
boðið upp á þann möguleika að velja málefni, t.d. heil-
brigðismál, og skoða afstöðu allra framboðslista til
þess málaflokks.
Þegar þetta er ritað eru upplýsingar um stefnumál
frá öllum flokkum inni á www.kjosturett.is nema frá
framboði Sturlu Jónssonar og Landsbyggðarflokknum.
Upplýsingar
um öll framboð
WWW.KJOSTURETT.IS
21.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
KOSNINGAVEFIRNIR
Stjórnmálaflokkar
nýta vefinn illa
FLESTIR STJÓRNMÁLAFLOKKAR VANNÝTA VEFINN SEM TÆKIFÆRI TIL AÐ LAÐA
TIL SÍN KJÓSENDUR AÐ MATI EINS REYNDASTA VEFSTJÓRA LANDSINS
Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com
en líður fyrir að vefurinn sé ekki hannaður með
farsímanotendur í huga, og ekki sé hægt að nálg-
ast upplýsingar um hvernig er hægt að styrkja
flokkinn á greinargóðan hátt. VG er með skal-
anlegan og efnismikinn vef, en á forsíðu fá fréttir
af starfi flokksins of mikið vægi á kostnað upplýs-
inga um stefnumál, að mati Sigurjóns. Vefur Sjálf-
stæðisflokks er að sama skapi efnismikill og vel
skipulagður, en Sigurjón nefnir að hann sé stofn-
analegur og lítt spennandi, og ekki sé tillit tekið
til farsímanotenda.
Þeir sem standa sig illa
Verstu einkunnina fá hins vegar Hægri grænir,
Lýðræðisvaktin og Samfylkingin. Vefur Hægri
grænna fær þá umsögn að hann sé viðvanings-
legur, skipulag ruglingslegt og erfitt sé að átta
sig á aðalatriðum. Lýðræðisvaktin heldur úti „tæt-
ingslegum“ vef að mati Sigurjóns. Skipulag efnis
er ábótavant, leiðarkerfið ruglingslegt og virkni
lítil. Samfylkingin virðist hins vegar misskilja vef-
inn að mati Sigurjóns. Þar á bæ telur Sigurjón að
reynt hafi verið að færa kosningabækling í vef-
útgáfu og megnið af efni vefsins séu tilvísanir í
pdf útgáfur af prentefni. Sigurjón segir vefinn
virka eins og ein stór auglýsing, sem bitni mjög á
trúverðugleika hans sem upplýsingaveitu. Enn-
fremur segir hann það vekja athygli að á for-
síðu vefsins séu sjö myndir af formanni
flokksins. Við talningu blaðamanns reyndust
þær níu.
Greiningu Sigurjóns má skoða nánar á vef
hans, www.funksjon.is
E
inn reyndasti vefstjóri landsins, Sigurjón
Ólafsson, hefur á vefsíðu sinni, Funk-
sjon.net, tekið út vefi þeirra stjórn-
málaflokka sem bjóða fram til alþingiskosn-
inga í ár, með tilliti til efnis, skipulags, aðgengis
og notkun samfélagsmiðla.
Niðurstaða Sigurjóns er að flestir flokkar þurfi
að taka til í þessum málum, og vannýti þau tæki-
færi sem netið býður þeim upp á til að laða til
sín kjósendur. Að mati Sigurjóns er það Björt
framtíð sem stendur sig best í vefmálum, halda
úti virkum og vel hönnuðum vef sem innihaldi
greinargóðar upplýsingar um framboðið og skalast
fyrir farsímanotendur. Sigurjón nefnir þó að það
sé óþarfi að skipta vefnum upp í einn aðalvef og
tvo undirvefi, líkt og Björt framtíð gerir.
Aðrir sem standa sig vel
Að mati Sigurjóns standa Framsóknarflokkur,
Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur sig einnig vel.
Framsókn er með vel skipulagðan og virkan vef,
Smáralind | Sími 512 1330
Laugavegi 182 | Sími 512 1300
Vor
gleði
iPadmini
&
16GBWi-Fi
Verð: 59.990.-
Macally BSTAND taska
fylgir með að verðmæti:
7.990.-
Frábærir afslættir á
ýmsumvörumerkjum
10-50%afsláttur
Sölutorgs rýmingarsala
Nýjar ognotaðar vörur á frábæruverði
í verslunokkar á LaugavegiFyrir ekki svo mörgum ár-
um vörðu leigubílastöðvar
miklum fjármunum í að
auglýsa símanúmerin sín.
Hrynjandin skipti máli þeg-
ar líma átti númerið inn í
vitund neytenda til að auka
líkur á að hringt yrði í við-
komandi stöð frekar en þá
næstu.
Nú er öldin önnur og
eigendur snjallsíma
með Android kerfi geta
hlaðið niður smáforriti
sem hefur að geyma
hnappa sem hægt er að ýta
á til að hringja beint í hvaða leigubílastöð sem er hér á
landi. Engin ástæða virðist því lengur til þess að muna
símanúmer stöðvanna, þótt þau séu mörg hver greypt í
minni. Smáforritið er aðgengilegt í vefverslun Google.
LEIGUBÍLAAPP
Fimm átta átta fimm
fimm tveir tveir