Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Síða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Síða 13
mikið dálæti á Matthíasi Johann- essen sem er stórkostlegt skáld og má með sanni kallast þjóð- skáld. Matthías leið fyrir það að hann var ritstjóri á Morgun- blaðinu. Hann varð að sitja undir allskonar árásum og kjafta- skvaldri. Hann lagði mikla áherslu á að skrifa Morgunblaðið á vönduðu máli en það var reynt að gera lítið úr honum. Þeir sem það gerðu urðu ekkert betri kommúnistar eða sósíalistar þótt þeir reyndu að leggja stein í götu hans.“ Ertu pólitískur? „Mín pólitík er þessi: Ég er borinn og barnfæddur komm- únisti, gjallandi krati, framúrskar- andi afturhaldssamur íhaldsmaður og óforbetranlegur framsókn- armaður. Segi menn svo að ég sé ekki pólitískt viðrini.“ Að spyrja efnið Snúum okkur að list þinni. Hve- nær vaknaði áhugi þinn á högg- myndagerð? „Sem krakki hafði ég af- skaplega gaman af að tálga út með hníf og þumalfingurnir voru alltaf skornir eftir þau átök. Ég fékk bein úr ýsuþunnildum og skar fugla úr þeim og gerði til- raunir með form. Þannig hófst mín höggmyndalist og það hefur ekkert hlé orðið á henni. Ég skaraði alltaf fram úr í hand- verki í skóla og það var sagt að allt léki í höndunum á mér. Ég segi þetta ekki til að monta mig heldur af því að svona var þetta. Ég man ekki eftir að ég hafi nokkurn tíma átti í erfiðleikum með að fá fram það sem ég ætl- aði mér í efni.“ Hvernig var skólaganga þín? „Ég fór í barnaskóla og gagn- fræðaskóla. Mig langaði mikið til að fara í menntaskóla en ég hafði eðlislæga andstyggð á stærðfræði og féll á henni á landsprófi. Maður átti víst ekki að geta orðið menntamaður nema læra stærðfræði, þá and- styggilegu grein, og ég er stoltur af að hafa fallið á henni. Það er kannski skrýtið að ég hafi and- Morgunblaðið/Kristinn 28.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Sjá sölustaði á istex.is LOPI 32 HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 – OPIÐ: VIRKA DAGA: 9:30-18, LAUGARDAGA: 11-14 MIKIÐ ÚRVAL AF UMGJÖRÐUM SJÓNMÆLINGAR– LINSUMÁTANIR TRAU ST OG G ÓÐ ÞJÓN USTA Í YFIR 16 ÁR SÓLGLER- AUGUN FÆRÐU HJÁ OKKUR MEÐ EÐA ÁN STYRKLEIKA SÓLGLERAUGU MEÐ 30% AFSLÆTTI

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.