Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Qupperneq 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Qupperneq 14
styggð á stærðfræði því stærð- fræði snýst um hlutföll og ég er því alltaf í bullandi stærðfræði í vinnu minni. Það stoppaði mig ekki af að hafa ekki komist í menntaskóla en torveldaði mér ýmislegt. Ef ég hefði fengið að fara í mennta- skóla þá hefði ég farið í mála- deild. Mínir menn voru menn orðsins og snilldarinnar. Ég var gagntekinn af ljóðinu og málinu, öllu því sem mamma hafði alltaf fyrir mér. Ég vildi í þá átt. Ef ég hefði haft möguleika til að læra tungumál eins og mig lang- aði til þá hefði ég farið út í heim og lært skúlptúr og músík. Ég hef alltaf haft gaman af tón- list og hef dálæti á mörgum tón- skáldum en Bach er alfa og omega.“ Erlingur fór í Kennaraskólann og lauk þar kennaraprófi í mynd- og handmennt árið 1953 og starf- aði eftir það sem kennari á Suð- urnesjum og í Reykjavík. Hann gerðist einnig nemandi og aðstoð- armaður Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara. „Ég var í aka- demíunni í Laugarnesi hjá Sig- urjóni Ólafssyni og það var engin smáakademía,“ segir hann. „Ég lifði það sem Sigurjón var að gera. Hann andaði listinni í mig. Hjá Ásmundi Sveinssyni, sem ég heimsótti stundum, kynntist ég svo gjörólíkum viðhorfum sem var ágætt. Báðir voru þessir menn snillingar. Eitthvað hef ég haft þegar ég kom til Sigurjóns og eitthvað hefur honum litist á því hann tók mig að sér. „Erlingur minn, þú verður bara að spyrja efnið,“ sagði Sigurjón oft við mig og ég lagði þau orð á minnið. Með- ferðin á stönginni gerir gæfu- muninn fyrir stangastökkvarann og hvað mig varðar hefur efnið verið eins og stöngin í stang- arstökkinu. Mér er alveg sama hvaða efni ég vinn með, ég ræð við þau öll. Í rauninni á ég alls ekkert uppáhaldsefni og vinn verk úr áli, stáli, tré, leir og steini. Þegar ég var mynd- og handmenntakennari hélt ég hrókaræður um það að tréð væri veigamesta undirstöðuefni allrar mynd- og handmenntakennslu, það væri svo lífrænt. Ég lagði svo mikið á mig til að ná sem mestum árangri við að steypa gifs til að geta kennt það al- mennilega. Sem kennari var ég gagntekinn af þeirri hugsjón að gerast púlshestur innan íslenska skólakerfisins og byggja upp hér á landi listiðnað sem yrði stökk- pallur hinnar stóru listar út í heim. Það vafðist ekki fyrir mér lítillætið. Sem betur fer tókst þetta ekki hjá mér.“ Upp úr 1980 fór Erlingur til Noregs í framhaldsnám. Hann ætlaði sér að snúa aftur heim en örlögin höguðu því þannig að hann settist þar að ásamt konu sinni og starfaði sem kennari við listadeild háskólans í Ósló en sneri sér síðan alfarið að list- sköpun. „Í Noregi stundaði ég nám og viðaði að mér endalaus- um bókum. Ég hef akademíska menntun í minni listgrein en það tók mig lengri tíma en ella af því ég varð að vinna fyrir öllu og fékk enga styrki og hafði ekki aðgang að sjóðum. Ég varð alltaf að bjarga mér öðruvísi. Ég var undir skakkri stjörnu. Ann- ars vil ég ekki sjá styrki. Öllu máli skiptir að maður geri vel það sem maður gerir og minn skúlptúr verður að standa fyrir sínu.“ Alltaf sami hesturinn Í Noregi vingaðist Erlingur við þekkta norska listamenn. Meðal vina hans var Nils Aas, einn þekktasti myndhöggvari Noregs. Verk Erlings eru afar fjöl- breytileg, þar er að finna myndir af samtímamönnum og bókmennt- irnar eru svo iðulega kveikja að skúlptúrum hans. Dýr eru svo áberandi í verkum hans, ekki síst hestar. „Þessir hestar mínir eru allt sami hesturinn, Krummi sem var svo mikill vinur minn,“ segir hann. „Ég var í sveit á Kinna- stöðum í Reyhólasveit frá því ég var níu ára þangað til ég var fjórtán ára. Ég hef verið um tíu ára þegar ég var einn morgun sendur til að sækja hestana. Ég hafði beisli um öxl og gat hlaup- ið þindarlaust en ég fann ekki hestana því þeir voru ekki á sama stað og venjulega. Loksins þegar ég var að örmagnast af þreytu sá ég hestaflokkinn í lægð. Ég varð feginn að sjá Krumma og gekk að honum en hann vék undan. Ég hafði alltaf getað náð honum því við vorum vinir. Þetta endurtók sig, ég gekk að honum en hann vék sér undan. Ég var með grátinn með kverkunum og orðinn mjög Erlingur Jónsson við verk sitt Gaggrýnandann sem gert er úr ösp. Um verkið segir hann: Í Biblíunni er talað um að menn sjái ekki bjálkann í eigin auga heldur flísina í auga náungans. Þessi gaggrýnandi gengur með mikinn bjálka í öðru auganu og notar hitt alopið í leit að hugs- anlegum flísum í augum annarra. Morgunblaðið/Einar Falur Þessi hestur Erlings Jónssonar er við Gljúfrastein en Halldór Laxness fékk hann að gjöf á sínum tíma. Góð vinátta var milli þeirra Erlings. Morgunblaðið/Kristinn Vigdís Finnbogadóttir og barnabarn hennar, Aþena Vigdís, við brjóstmynd af Vigdísi sem afhjúpuð var í Háskóla Íslands í tilefni af 75 ára afmæli hennar. Morgunblaðið/Þorkell * „Þegar ég vartíu ára las égformála Halldórs Laxness að mynda- bók um Kjarval. Þar lagði Laxness áherslu á að það að sjá hlutina eins og þeir eru er að sjá þá eins og þeir eru ekki. Þetta skildi ég. Þegar ég var búinn að lesa þennan for- mála varð Laxness stóri bróðir minn,“ Svipmynd 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.4. 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.