Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Side 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.4. 2013 G anga Sveins fyrir liðlega tveimur öldum hófst við eyðibýlið Kvísker og komst hann á suðausturhnjúk fjallsins. Egill Einarsson, Magnús Björnsson og Skarphéðinn P. Óskarsson létu gamlan draum rætast fyrir nokkrum árum og gengu þessa sömu leið, en hana munu fáir hafa farið. Sveinn gekk ekki alla leið á hæsta tind jök- ulsins heldur á Sveinsgnýp (stundum nefnd Sveinsgnípa), sem er í 1.927 m hæð. Þre- menningarnir bættu reyndar um betur og fóru alla leið á Hvannadalshnjúk (þá enn formlega álitinn 2.119 m en nú 2.109,6 m). „Egill fékk hugmyndina og hafði talað um hana lengi. Við höfðum lesið okkur til um Svein Pálsson og ferðir hans, og fleiri frum- kvöðla, svo þetta blundaði í okkur. Eftir að hafa talað við Kvískerjabræður og kannað hugsanlega leið var rökrétt framhald að ganga leiðina. Og þetta var alveg stórkostleg ferð,“ segir Skarphéðinn Pétur Óskarsson við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Sveinn landlæknir lýsir upphafi ferðar svo: „Hinn 11. ágústmánaðar vorum við á fótum löngu fyrir sólarupprás í því skyni að ganga á hið mikla fjall Öræfajökul, sem Eggert Ólafs- son telur jafnvel hæsta fjall landsins. Veður var alveg kyrrt og ekki ský á lofti. Ég festi miða á tjaldið með tilkynningu um ferðalag okkar, ef við skyldum verða til á jöklinum.“ Skarphéðinn segir að leiðina frá Kvískerj- um á jökulinn langa en auðvelda. „Mjög greiðfært er eftir snjóbreiðunni að Sveins- gnýp og einstakt útsýni á þeirri leið.“ Þeir hófu gönguna við mynni Hellisgils um kl. 6 að morgni 4. júní og gengu eftir gilinu nokkurn spöl. „Betra er að stefna strax beint upp úr gilinu. Á hnausunum þar fyrir ofan er mjög greiðfær leið alla leið á jökul. Í gilinu er hins vegar afar fallegur gróður er naut sín vel í morgunsólinni. Þegar upp á hnausana er komið blasa við einstakar hraunmyndanir. Eins og áður er getið er leiðin löng eftir heið- inni fyrir ofan gilið en alls ekki brött og ekk- ert klifur. Stefnan er tekin á Sveinshöfða og farið vinstra megin við hann. Á þeirri leið er Sveinsvarða.“ Áður en komið er á jökulinn sjálfan er gengið niður í móti stuttan spöl. Eftir það tekur við jafnhallandi snjóbreiða milli Hellu- tinds og Rótarfjallshnjúks. „Snjórinn var mjúkur en ekki djúpur og þægilegur til göngu. Við notuðum skíði með skinnum undir til göngunnar. Sá ferðamáti er mun auðveld- ari á jökli og öruggari. Hins vegar þarf að bera búnaðinn langa leið í byrjun ferðar. Ef skyggni er gott er best að taka stefnuna á Sveinsgnípu en þó örlítið hægra megin við hana til þess að forðast sprungusvæði. Gengið var í línu og þurftum við að fara yfir nokkrar litlar sprungur á stuttum kafla.“ Þegar á jökulinn kom skall á þoka og skyggnið því lítið. „Fljótlega gengum við þó upp úr þokunni. Við blasti fögur sjón, Hnapp- arnir á vinstri hönd og austurskriðjöklarnir á þá hægri og Breiðamerkurjökull þeirra mest áberandi. Þessu útsýni verður ekki lýst með orðum og tæpast með myndum.“ Þegar að Sveinsgnýp kom blasti við hin mikla askja Öræfajökuls og hinn stórfenglegi Hvannadalshnjúkur. „Veður var einstaklega fallegt, logn, sól og hiti. Eftir myndatökur var stefnan tekin á Hvannadalshnjúk. Skíðafæri var frábært. Við beittum skautatækninni og fórum þessa 4-5 km leið á 30 mínútum eða svo. Þegar að hnjúknum kom var ákveðið að skilja hluta af farangri eftir, en GPS-tæki, broddar, ísexi og öryggislína tekin með.“ Þremenningarnir voru komnir á topp Hvannadalshnjúks um fjögurleytið. „Þeir sem standa á hæsta tindi landsins í góðu skyggni eru ekki sviknir af útsýninu. Þar má m.a. sjá hæsta fjall utan jökla, Snæfell og fleiri tign- arleg fjöll í austri og norðri.“ Af jökli fóru þeir sömu leið til baka, lentu fljótlega í þoku eftir að komið var niður af brún og fylgdu eigin slóð mestalla leið. „Hægt var að renna sér á skíðum með skinnum nema á brattasta hlutanum og við vorum komnir til baka á miðnætti. Alls er gangan um 30 km báðar leiðir og tók um 18 tíma. Teknir voru GPS-punktar á nokkrum stöðum á leiðinni svo hægt væri að endurtaka leikinn síðar.“ FÓRU ÓVENJULEGA LEIÐ Á ÖRÆFAJÖKUL Í spor Sveins landlæknis SVEINN PÁLSSON LANDLÆKNIR OG NÁTTÚRUFRÆÐINGUR GEKK VIÐ ÞRIÐJA MANN Á ÖRÆFAJÖKUL 11. ÁGÚST 1794, FYRSTUR SVO VITAÐ SÉ. EKKI VAR FARIN SÚ LEIÐ SEM NÚ ER HEFÐBUNDIN EN FYRIR SKÖMMU GEKK HÓPUR MANNA Í FÓTSPOR SVEINS OG HANS MANNA. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is * „Þeir sem standa áhæsta tindi landsinsí góðu skyggni eru ekki sviknir af útsýninu.“ Loftmyndir ehf Í spor Sveins landlæknis . Öræfajökull Hvannadalshnjúkur Hellutindur Kvíarjökull Svínafellsjökull Rótarfjallshnjúkur Byrjunarreitur KvískerHvannardalshryggur Hringvegur Sveinsgnýpur Hefðbundin gönguleið Komnir alla leið! Undir norðuausturhlíðum Hvannadalshnjúks. Magnús, til vinstri, og Egill sitjandi. Ferðalög og flakk

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.