Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.4. 2013
Græjur og tækni
stíflunum í holræsakerfi borgarinnar á
hverju ári. Gert er ráð fyrir að um 30 tonn
af fitu verði brennd daglega, og uppfyllir
það um helming af eldsneytisþörf orkuvers-
ins. Restinni af eldsneytisþörfinni verður
fullnægt með steikingarfeiti frá veit-
ingastöðum og annarri grænmetisolíu sem
fellur til við matargerð á veitingastöðum
borgarinnar. Þessi fitubrennsla mun sjá um
39.000 heimilum fyrir orku, en fram-
leiðslugeta orkuversins er um 130 gígavatt-
stundir á ári.
Stærsta vindtúrbína heims
í smíðum í Danmörku
Siemens vinnur nú að uppsetningu stærstu
vindtúrbínu sem reist hefur verið á til-
raunasvæði sínu út af Østerild í Danmörku.
Túrbínan er ætluð til notkunar úti í hafi og
hefur fengið nafnið B75. Nafnið er dregið af
lengd spaðanna, en hver spaði er 75 metrar
á lengd, sem er um 50 cm meira en hæð
Hallgrímskirkjuturns, og vega þeir um 25
tonn hver. Þrír spaðar eru á hverri túrbínu,
og þvermál hringsins sem þeir mynda við
snúning er hvorki meira né minna en 154
metrar. Flatarmál hringsins sem spaðarnir
ferðast um er 18.600 m2, sem eru um það bil
tveir og hálfur knattspyrnuvöllur. Við kjör-
N
ú þegar dregið hefur úr spenn-
unni í kringum snjallsímakapp-
hlaupið er hvað mest spenna í
tækniheiminum í kringum ýmis
konar nettengda hluti (e. Internet of things).
Fá tæknifyrirtæki hafa fengið jafn mikla at-
hygli undanfarið og fyrirtækið Nest sem
framleiðir nettengda hitastilla (Thermostat)
fyrir heimili. Nest er eins konar snjallstillir
(líkt snjallsími) sem lærir inn á notkun þína
til þess að stilla hitastigið á heimilinu miðað
við það sem hentar hverju sinni. Þannig
lækkar Nest kyndinguna yfir daginn þegar
enginn er heima, en eykur hana á kvöldin
þegar heimilisfólkið sýr heim. Hún er svo
lækkuð aftur yfir nóttina á meðan sofið er,
en hækkuð aftur fyrir morgunmjaltir. Þá
geturðu tengst hitastillinum í gegnum snjall-
síma og stjórnað hitastiginu hvaðan sem er.
Steikingarfeiti til raforkuframleiðslu
Orkuver í austurhluta Lundúna hefur nú
tekið upp á að nota feiti sem safnast hefur í
Thames-ána til raforkuframleiðslu. Mikið
magn af ýmiskonar feiti safnast í ána í gegn-
um holræsakerfi borgarinnar. Þessi fita safn-
ast saman í fitukekki í ánni, og árlega er um
einni milljón punda varið til þess að hreinsa
þá upp. Þá valda þessir fitukekkir um 40.000
aðstæður mun slík mylla framleiða um 6MW
af orku (tæplega 1% af framleiðslugetu
Kárahnjúkavirkjunar). Siemens hyggst reisa
300 slíkar myllur á næstu árum.
Verða bakteríur notaðar
til að framleiða dísilolíu?
Vísindamenn við Exeter-háskóla hafa ræktað
erfðabreytta útgáfu af ekólíbakteríunni sem
breytir sykrum í fitu sem er nær sambærileg
við lífdísilolíu. Vísindamenn við Brown-
háskóla hafa einnig náð árangri við að vinna
ensím úr streptabakteríu sem hægt er að
nota sem uppistöðu í lífdísil. Enn er ekki
hægt að framleiða þessa olíu í nægilegu
magni til almennrar notkunar, en uppgötv-
unin þykir jákvæð, þar sem hægt yrði að
nota slíka olíu á allar dísilvélar án breytinga,
en lífdísill framleiðir mun minna af gróð-
urhúsalofttegundum en jarðefnaeldsneyti við
bruna. Lífdísill hefur fram til þessa þótt
óhagstæður orkugjafi, þar sem hann hefur
að mestu verið framleiddur úr plöntum, og
krefst mikils landsvæðis og ræktunar en
gæti orðið hagstæðari kostur ef hægt er að
rækta hann úr bakteríum í miklu magni.
Shell mun fjármagna frekari rannsóknir í
þeirri von að hægt verði að nýta þessar
rannsóknir til að þróa hreinna eldsneyti og
draga þannig úr útblæstri gróðurhúsaloftteg-
unda.
Plöntur leysa tækni af hólmi
Loftgæði innandyra eru vanmetin verðmæti,
enda eyðum við flest bróðurpartinum af deg-
inum inni í lokuðum rýmum. Flest gerum við
okkur grein fyrir mikilvægi þess að lofta út
og þekkjum vel áhrif af súrefnisleysi, svo
sem syfju og slen, vellulegt loft og svo fram-
vegis. Færri vita að samkvæmt mælingum
finnast allt að 300 skaðlegar lofttegundir í
andrúmsloftinu á venjulegu heimili, og eiga
uppruna sinn í ýmsum efnum sem notuð eru
við framleiðslu raftækja, húsgagna og ýmiss
konar hreinsiefna og málningu. Framboð af
lofthreinsi- og rakatækjum hefur aukist stöð-
ugt, en það er einnig hægt að nýta sér held-
ur frumstæðari tækni í baráttunni fyrir góðu
lofti. Undir lok níunda áratugarins lagðist
Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) í
miklar rannsóknir á áhrifum ólíkra plantna á
loftgæði, til þess að komast að því hvers kon-
ar blóm væri best að taka með út í geim.
Niðurstaðan var sú að margar plöntur geta
haft jákvæð áhrif á loftgæði með því að
hreinsa andrúmsloftið og binda rokgjörn efni
og sumar skila betri árangri en loft-
hreinsitæki.
Eitt og annað um
græna tækni
Morgunblaðið/Kristinn
Í TILEFNI AF ÞVÍ AÐ DEGI JARÐAR (EARTH DAY) VAR FAGNAÐ Í SÍÐASTLIÐINNI VIKU ER VIÐ HÆFI AÐ
HORFA TIL ÞESS HVERNIG TÆKNI OG VÍSINDI AF ÝMSU TAGI FÁST VIÐ UMHVERFISVANDAMÁL.
Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com
Blóm eru heimilisprýði
en þau geta líka hjálpað
til við að hreinsa loftið.
Aloe vera
Það er auðvelt að rækta aloe vera-plöntur,
en þær eru þekktar fyrir græðandi eiginleika
sína. Færri vita að plantan hjálpar til við að
hreinsa formaldehýð og bensen úr andrúms-
loftinu. Formaldehýð er litlaus, lyktsterk
lofttegund sem getur valið ertingu í augum
og húð og er algengur ofnæmisvaldur. Það er
mikið notað í ýmis efni sem má finna í máln-
ingu, húsgögnum, teppum, efnavörum og
lími. Styrkur þess er jafnan mun meiri innan-
húss en utan. Bensen er að sama skapi lykt-
arlaus, rokgjarn lífrænn vökvi sem er bæði
ofnæmis- og krabbameinsvaldandi. Hann er
mikið notaður við framleiðslu á plasti og
asetoni og næloni.
Veðhlaupari
Jafnvel svæsnustu plöntuníðingum gengur
erfiðlega að ráða veðhlaupara af dögum,
enda plantan sérstaklega harðger. Hún
gagnast ennfremur vel í að hreinsa bensen
og formeldahýð, auk kolsýrings og xylene
sem er ertandi efni skylt bensen, og er mikið
notað í hreinsiefni, málningu, leðurvinnslu
og prentun.
Indíánafjöður (tannhvöss
tengdamamma)
Indíanafjöðrin er vinsæl pottaplanta hér á
landi, en hún er þeim eiginleikum gædd að
hreinsa formeldahýð og önnur eiturefni úr
lofti.
Friðarlilja
Samkvæmt mælingu NASA er friðarliljan
besta plantan þegar kemur að lofthreinsun,
en hún hreinsar bæði bensen, formeldahýð
og tríklóríð úr loftinu með miklum árangri.
Bergflétta
Víða má sjá bergfléttu vaxa utandyra, en
hún er einnig vinsæl stofuplanta hérlendis.
Bergflétta hefur þann ágæta kost að hreinsa
bæði formeldahýð og svífandi sauragnir sem
berast af salerni. Ekki amaleg aukaverkun
það.
NASA-SKÝRSLAN
Fimm bestu loft-
hreinsiplönturnar