Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Qupperneq 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Qupperneq 42
*Fjármál heimilannaNeytandi vikunnar segir vel hægt að spara í innkaupum til heimilisins með því bara að hugsa Björn Þorláksson blaðamaður, nemi og rithöfundur, býr á Akureyri ásamt þrem- ur börnum; Karítas, tvítugri heims- reisupíu, Starkaði, 5 ára og Sól, 2 ára. Hann segir að neyslukostnaður heimilis- ins hlaupi á mörgum tugum þúsunda á mánuði. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Ekki venjulega mjólk eins og svo margir myndu svara, því krílin yngstu eru með ofnæmi fyrir henni sem þýðir að áhersla á mjólkurneyslu annarra fjölskyldumeðlima er á undanhaldi. En það er nánast alltaf til appelsínusafi, rísmjólk, kjötálegg og af- gangar! Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlætisvörur á viku? Þetta er stór fjölskylda og lítrinn af rís- mjólk kostar frá 400 og upp í 700 krónur eftir búðum, þannig að það kostar sitt að vera með ofnæmi. Neyslan hleypur á mjög mörgum tugum þúsunda mán- aðarlega, við skárum reyndar allan mun- að við trog þegar við þurfum þess fyrst eftir hrunið og búum enn að því í inn- kaupum. Til gamans get ég nefnt að ég hætti að borga fyrir hársnyrtingu um skeið og rakaði sjálfur á mér skallann. Hvar er helst verslað? Til skiptis í Nettó og Bónus en það hef- ur dregið saman með Hagkaupum og hin- um. Svo kaupum við nammi á laug- ardögum og stundum einhverja vitleysu í nálægri Strax búð við Byggðaveginn, þar er frábært starfsfólk. Hvað freistar helst í matvörubúðinni? Maður hefur nú ekki efni á að velta fyr- ir sér endalausum freistingum. Nauð- þurftir kosta sitt. En við reynum að kaupa sem minnst inn af unnum matvörum þannig að gott kjöt, góður fiskur og góðir ávextir freista alltaf. Hvernig sparar þú í heimilishaldinu? Aðallega með því að hugsa. Hvað vantar helst á heimilið? Það vantar sárlega nýja þvottavél. Eyðir þú í sparnað? Já, við leggjum til hliðar 10.000 kall á mánuði og grípum svo í neyðarsjóðinn eftir þörfum. Skothelt sparnaðarráð Að kaupa ekki það ódýrasta alltaf held- ur velta fyrir sér næringu, endingu og hvort manni muni þykja vænt um efnis- legan hlut. Það getur reynst dýrt að spara um of! NEYTANDI VIKUNNAR BJÖRN ÞORLÁKSSON Vantar nýja þvottavél á heimilið Björn Þorláksson segist leggja fyrir í hverjum mánuði til að eiga fyrir óvæntum útgjöldum. Þannig sé hægt að mynda sjóð til að grípa í eftir þörfum. Skapti Hallgrímsson * ASÍ gefur neytendum kost á þvíað senda inn ábendingar um hækkað eða lækkað vöruverð á síðunni Vertu á verði. Þar má meðal annars finna eftirtaldar ábendingar: * Katrín bendir á verðhækkun íBónus á Ísafirði. Blaðlaukur hefur hækkað um 150% á 7 vikna tímabili. Úr 298 kr þann 2. mars í 639 kr. þann 21. apríl. * Daníel bendir á mikla verð-hækkun í Bauhaus. Þar var Bonde- steinn á 59 kr stykkið þann 8. júní 2012 en kostaði 103 kr. þann 13. apríl sem gerir tæplega 75% hækk- un. * Kolbrún segir frá talsverðrihækkun í Söstrene Grene, Smára- lind, á lakkrís. Poki af Panda lakkrís kostaði 335 kr þann 5. apríl en viku seinna hafði verðið hækkað í 375 krónur eða um 40 krónur pokinn. * Oddur bendir á að rúnnstykkikosti 50 krónur alla daga í Bernhöft- sbakaríi. Annars staðar er verðið á þeim á bilinu 100-125 krónur. púkinn Aura- Hækkar og lækkar Allir viðskiptabankar hafa nú tekið upp svokölluð hraðbankagjöld þannig að þeir sem ekki eru við- skiptavinir bankans greiða tiltekið gjald fyrir út- tekt úr hraðbanka. Misjafnt er hversu há þóknunin er sem við- skiptavinur greiðir, en gjaldið er frá 95 krónum upp í 150 krónum. Hæst er gjaldið hjá Landsbankanum. Þeir sem ekki eru viðskiptavinir Landsbankans greiða 150 krónur fyrir úttekt úr hraðbönkum bankans. Ar- ion banki rukkar aðra en viðskiptavini um 110 krónur fyrir hverja úttekt en hjá Íslandsbanka greiða þeir sem ekki eru viðskiptavinir 95 krónur fyrir að taka út reiðufé úr hraðbanka. Margs konar aukagjöld Bankarnir innheimta gjöld af ýmsum toga. Hér ertu tilgreind nokkur atriði af handahófi af heimasíðum bankanna. Landabankinn innheimtir 95 krónur fyrir þá þjónustu að staða og færslur á reikningi sé lesin upp í síma af starfsmanni. Arion banki innheimtir 990 krónur fyrir taln- ingu á mynt ef fjárhæð er lægri en 30.000 krón- ur.Ekki er innheimt gjald fyrir talningu úr spari- baukum barna né fyrir viðskiptavini Arion banka.Íslandsbanki rukkar 125 krónur fyrir inn- legg á reikninga í öðrum bönkum en í Íslands- banka. Þegar sýslað er með peningana sína er því ástæða til að kynna sér verðskrár vel áður en hafist er handa við úttektir, talningu eða milli- færslur. ÁSTÆÐA ER TIL AÐ KYNNA SÉR VERÐSKRÁ BANKANNA Hraðbankaúttektir að- eins fríar í eigin banka AÐ TAKA PENINGA ÚT ÚR HRAÐBANKA ANNARS BANKA EN EIGIN VIÐSKIPTABANKA KOSTAR FRÁ 95 KRÓNUM UPP Í 150 KRÓNUR FYRIR HVERJA ÚTTEKT Morgunblaðið/ÞÖK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.