Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Side 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Side 59
28.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 LÁRÉTT 1. Húsnæði heilabilaðra er gert úr blöðum. (11) 6. Buna föstu vatni á breiðu. (7) 8. Larsen við dómhús ruglast í bók. (12) 11. Áköf löngun í íþróttafélag er hluti af starfi ljósmyndara. (10) 12. Hik fær frí frá hendingu. (7) 13. Orð sem byrja á íslenskum staf var það sem kom frá lausmál- ugum. (7) 14. Hljóð eldsins kemur aftur í sveig. (5) 16. Ótæpilega þeysi án lífeyrisþega. (7) 18. Drottinn, slæmt mál hjá óslitnum. (10) 22. Fuglar í Kjósinni fara á kjörstað. (9) 24. Læs luku aftur við krumpna. (6) 26. Sprunga hoppaði að hluta af Kröflu. (9) 27. Pína píla og Skallagrímur eignast afkomanda sem er trúmaður. (10) 28. Fýsnir litnings gefa okkur gott útsýni. (7) 30. Pota í sting af nytjum. (8) 31. Blað er með innyfli úr smávaxna fólkinu. (10) 32. Geit fær að rasa fyrir framan fimmtíu við það sem er gert á fjöllum. (9) LÓÐRÉTT 1. Með sársauka út af tali um hlut sem er aðeins til skrauts. (7) 2. Auðlæs og ör getur ruglast við tölu. (8) 3. Gengur slæm einfaldlega til kosninga með efni. (6) 4. Sístuðar hinsta með rugli sínu. (8) 5. Hefur smærra til að skamma. (6) 7. Ana með Disney fisk að blómi. (7) 9. Karl, sem kemur í humátt á eftir, heyrir þann sem sagður óljóst. (8) 10. Halló með hálfan afla af skordýrum. (7) 14. Klíka Sláturfélagsins hristist saman í tónlist. (7) 15. Drep hefðarmann sem segir enskur að lokum með teiknitæk- ið. (10) 17. Mölvaði labb á umferðarmannvirki. (9) 19. Lýsing á á sem er trú? (9) 20. Gildi stormsveita við umfang. (10) 21. Meiningu bæta við þegar kremur enskan konung. (11) 22. Naumur hluti blóms. (7) 23. Sá sem er hljómsveitar hefur ekki það sem er mikilvægt í kristinni trú. (9) 25. Rafmagnsstyrkur á höfði okkur er líka stundum til skrauts. (9) 26. Læknaði fyrir peninga (6) 29. Sjáið eftir út af hluta fótar sem er á hreyfingu. (6) Íslensku keppendurnir sem tókuþátt í Norðurlandamóti stúlknasem fram fór í Svíþjóð um síð- ustu helgi stóðu sig vel. Nansý Dav- íðsdóttir varð Norðurlandameistari í aldursflokki C sem var skipaður keppendum 12 ára og yngri og Jó- hann Björg Jóhannsdóttir hlaut silfr- ið í A-flokki, 17 – 20 ára en hún hefði unnið sinn flokk með sigri í loka- umferðinni en varð að láta sér lynda jafntefli í skákinni við Hrund Hauks- dóttir. Jóhanna og Hrund hafa báðar unnið þetta mót og einnig Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir. Nansý hlaut silfurverðlaun á opna Norð- urlandamótinu sem fram fór á Bif- röst í febrúar sl. og hefur átt sæti í hinni sigursælu sveit Rimaskóla und- anfarin misseri. Engum blöðum er um það að fletta að skákstyrk og al- mennri þátttöku stúlkna hér á landi hefur stóraukist undanfarin ár. Aðrir keppendur Íslands voru Sóley Lind Pálsdóttir og Svandís Rós Ríkharðs- dóttir en fararstjóri og liðsstjóri hópsins var Davíð Ólafsson sem er landsliðsþjálfari kvenna. Styrkur Nansýar liggur ekki síst í góðum skilningi á stöðuuppbyggingu og vinnubrögð hennar eru öguð; hún rasar ekki um ráð fram, hefur gott taktískt auga og grípur tækifærin þegar þau gefast eins og sést í eft- irfarandi skák sem tefld var í 4. um- ferð: NM stúlkna 2013: Nansý Davíðsdóttir – Regina Forsa (Noregur) Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Rc3 b5 6. a3 Bb7 7. Be2 Be7 8. O-O d6 9. f4 Rd7 10. Kh1 Rgf6 11. Bf3 Dc7 12. f5 e5 13. Rb3 O-O 14. De1 Hac8 15. Dg3 Kh8 16. Bg5 Hce8 17. Had1 Dc4 Svartur hefur gott tafl eftir t.d. 17. .. Rb6. 18. Ra5! Dc7 19. Rxb7 Dxb7 20. Rd5 Rxd5 21. Hxd5 Bxg5 22. Dxg5 Dc6 23. Hd2 g6 Og hér gat svartur haldið vel í horfinu með 23. …. Rf6. 24. Hfd1 Rc5 25. Df6+ Kg8 26. Hxd6 Db7 27. Dh4 Hc8 28. fxg6 fxg6 – Sjá stöðumynd – 29. b4! Ra4 30. Hd7 – hótar drottningunni og 31. Dxh7 mát. Svartur gafst upp. Hannes efstur á Skákþingi Norðlendinga – Stefán Norðurlandsmeistari Hannes Hlífar Stefánsson brá sér norður í land og tefldi sem „gestur“ á Skákþingi Norðlendinga sem fram fór á Akureyri. Tefldar voru at- skákir og kappskákir en mikill stiga- munur var með Hannesi og öðrum keppendum og kom því ekki á óvart að hann vann auðveldan sigur á mótinu í hópi. Sigurinn var þó ekki auðveldari en svo, að hann tapaði kappskák sinni í lokaumferðinni fyrir Stefáni Bergssyni sem fyrir vikið varð Norðurlandsmeistari og skaut aftur fyrir sig helstu keppinautum sínum meðal Norðlendinga. Loka- staða efstu manna: 1. Hannes Hlífar Stefánsson 6 v. (af 7) 2. Þorvarður Ólafsson 5 ½ v. 3. – 4. Sverrir Örn Björnsson og Stefán Bergsson 5 v. Keppendur voru 20. Friðrik teflir á minning- armóti um Jón Ingimarsson Friðrik Ólafssoni er meðal þátttak- enda á minningarmóti um Jón Ingi- marsson verkalýðsfrömuð og skák- meistara sem fram fer um helgina í Alþýðuhúsinu við Skipagötu. Skák- félag Akureyrar og verkalýðsfélagið Eining-Iðja eru mótshaldarar en tefldar verða 10 mínútna skákir. Jón fæddist 8. febrúar 1913 og var mik- ilvirkur í félagsmálum skákarinnar nyrðra og einnig innan SÍ þar sem hann var gerður að heiðursfélaga. Keppendur verða 44 talsins og sonur Jóns, Ingimar, er skráður til leiks. Friðrik og Ingimar tefldu báðir á Skákþingi Íslands árið 1957 sem fram fór á Akureyri. Helgi Ólafsson helol@simnet.is SKÁK Nansý Norðurlandameistari – Jóhanna fékk silfurverðlaun Verðlaun eru veitt fyrir krossgátu vikunnar. Senda skal þátttökuseðil í um- slagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádeg- ismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 28. apríl rennur út á hádegi 3. maí. Vinningshafi krossgát- unnar 21. apríl er Ragn- hildur Haraldsdóttir, Vest- urbergi 78, Reykjavík. Hún hlýtur í verðlaun bókina Nei eftir Ara Jósefsson. Forlagið gefur bókina út. KROSSGÁTUVERÐLAUN Nafn Heimilisfang Póstfang

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.