Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Side 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Side 64
SUNNUDAGUR 28. APRÍL 2013 „Þeir eru einfaldlega bestir, það er ekki flókið,“ segir Helga Dóra Jóhannesdóttir sem hefur sett á laggirnar aðdáenda- klúbb Skálmaldar, Börn Loka, ásamt öðrum þar sem öllu er tjaldað til. Árgjaldið verður fimm þúsund krónur og inni í því er sérhannaður bolur, árituð mynd, gítarnögl ásamt fjölmörgu öðru. Glæsilegur meðlimapakki og ekki oft sem innlendir aðdáendaklúbbar eru svona veglegir. „Við munum líka sinna krökkunum því Skálmöld er vinsæl meðal barna og unglinga. En svo á þetta eftir að þróast með tímanum. Stjórnin stjórnar ekki öllu – þó við séum smá frek- ar,“ segir hún og hlær. Helga Dóra hefur verið aðdáandi Skál- maldar lengi en það gerðist hins vegar óvart. „ Ég fór á tón- leika með vinkonu minni sem vildi ekki fara ein en mér fannst söngurinn pínu fráhrindandi. Eftir tónleikana var hins vegar ekki aftur snúið. Gleðin þeirra smitar út frá sér og þeir eiga þetta alveg skilið.“ Klúbburinn fer af stað 1. maí og hægt er að skrá sig á fanclub@skalmold.is. 50 fyrstu fá gítarnögl merkta bandinu. AÐDÁENDAKLÚBBUR SKÁLMALDAR Lokabörn opnar í maí Snæbjörn Ragnarsson forsprakki Skálmaldar. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson „Það vekur óneitanlega athygli þegar ég fer út að ganga með Perlu þar sem ég er 190 cm og 100 kíló. Fólki finnst þetta ekki alveg passa og horfir vel og lengi á eftir okkur,“ segir Ásgeir Jónsson, hand- boltamaður á Akureyri, en hann á hundinn Perlu sem er að verða sjö ára gömul og af tegundinni chihuahua. „Perla er mikill gleðigjafi og geðgóður hundur. Við fjölskyldan tókum hana að okkur þegar hún var eins og hálfs árs. Ég hef bara held ég aldrei hitt hund af þessari tegund sem er jafn blíður. Hún geltir nánast aldrei og er einstaklega hlýðin. Fer ólarlaus út og hlýðir alltaf kalli sem er ekki sjálfsagt með þessa hunda.“ Ásgeir og unnusta hans Yrja eiga dótturina Viktoríu sem er að verða þriggja ára og segir hann að Perla hafi verið pínu öfundsjúk þegar sú stutta kom heim í fyrsta skiptið. „Perla og Viktoría eru miklar vinkonur og er Viktoría sennilega eina barnið sem hún sækir í. Hún varð reyndar vel afbrýðisöm þegar Viktoría kom fyrst heim og það tók hana tíma að jafna sig á því að vera ekki lengur eina prinsessan á heimilinu.“ GÆLUDÝRIÐ MITT Lítill gleðigjafi Perla er grjótharður göngugarpur og hefur til dæmis gengið oftar á Esjuna en eigandinn. Hér eru Ásgeir, Viktoría dóttir hans og Perla. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Samúel Örn er Samúel Örn. Alnafni hans er Sam the Eagle úr Prúðuleikurunum. Heiðar Örn er ekki Samúel Örn en heitir Örn eins og hinir. Opel | Ármúli 17 | 108 Reykjavík | 525 8000 *Verðdæmimiðast við bíla sem til eru á lager. Aukabúnaður bíla ámynd getur verið frábrugðinn þeim sem eru á tilboði. **Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri er samkvæmt stöðlum frá framleiðanda. ***Akuabúnaður ámynd, álfelgur. 5,1 l 5,5 l 4,5 l 2.890.000 kr. 3.690.000 kr. Komdu í heimsókn í nýjan sýningarsal okkar að Ármúla 17 5.190.000 kr. /100 km /100 km /100 km Opel Corsa 1.2 bensín*** Opel Astra 1.4 bensín Opel Zafira Tourer 2.0L dísil Einnig fáanlegur ssk. Einnig fáanlegur ssk. Einnig fáanlegur ssk. Verð frá*: Verð frá*: Verð frá*: ** E N N E M M / S ÍA / N M 5 6 9 6 4 KYNNTU ÞÉR NÝJAN SPARNEYTINN OPEL Sölumenn okkar eru í tilboðsstuði! ** **

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.