Morgunblaðið - 18.05.2013, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2013
Samkennd
- að styrkja sig innan frá
Námskeiðið er fyrir þá sem vilja efla þann styrk sem býr innra
með okkur öllum. Á námskeiðinu er tvinnað saman gjörhygli og
samkennd, byggt er á þekkingu á því hvernig hugurinn hefur þróast
og hvernig hann starfar. Þetta er ný meðferðarleið sem þegar hefur
verið sýnt fram á að geti hjálpað okkur við að fást við streitu,
sjálfsgagnrýni og erfiðar tilfinningar eins og sektarkennd, skömm,
reiði, kvíða og depurð.
Innifalið: Ljúffengur og hollur matur, skipulögð dagskrá, hugleiðsla
og jóga, aðgangur að sundlaugum, baðhúsi og líkamsrækt. Einnig
nudd og val um ýmsar meðferðir.
Verð á mann 119.900 kr.
Námskeiðið verður haldið dagana 18.-25. júní.
Compassionate mind training
Nánari upplýsingar í síma 483 0300 og á vefsíðunni www.hnlfi.is
- berum ábyrgð á eigin heilsu
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Landfyllingar í Gömlu höfninni í Reykjavík
og Sundahöfn ná orðið yfir 160 hektara
svæði og eru litlu minni en það land sem
Reykjavíkurhöfn hefur fengið til umráða í
gegnum tíðina. Í þessar fyllingar hafa farið
um 20 milljónir rúmmetra af efni. Nú sér
fyrir endann á þróun hafnarlandsins og fyll-
ingar komnar í útmörk heimilda gildandi
skipulags og hafa Faxaflóahafnir tilkynnt að
efnismóttöku á Kleppssvæði verði hætt og
svæðinu lokað næstkomandi þriðjudag.
Lokun efnismóttöku markar endalok 100
ára sögu. Hafnargerð hófst í Reykjavík 1913
með því að hafin var grjótvinnsla í Skóla-
vörðuholti og síðar Öskjuhlíð og keyptar
járnbrautir til að flytja grjót og fyllingarefni
í Gömlu höfnina. Því verki lauk 1917 en alla
tíð síðan hefur verið unnið að landfyllingum
og þróun hafnarsvæðisins. Til dæmis var
mikið unnið við höfnina á vegum Breta og
Bandaríkjamanna á stríðsárunum.
Bætt við borgina
„Hafnargerð og hafnarmannvirki hafa
fylgt landþróuninni,“ segir Jón Þorvaldsson,
aðstoðarhafnarstjóri Faxaflóahafna, og vek-
ur um leið athygli á því að Reykjavíkurhöfn
hafi unnið þetta verk fyrir eigið fé frá upp-
hafi. Eina undantekingin sé 15% styrkur frá
ríkinu við uppgjör fyrstu hafnargerðarinnar.
Á meðfylgjandi teikningum er sýnt upp-
runalegt land hafnarinnar og landfyllingar
til ársins 2008. Á þessum 100 árum hafa
rúmir 176 hektarar af landi borgarinnar
gengið til hafnarinnar og á árinu 2008 höfðu
bæst við alls 155 ha. með landfyllingum. Jón
segir að aðeins hafi bæst við síðan þannig að
landfyllingar eru nú um 160 ha.
Á kortinu eru einnig sýndar hugsanlegar
landfyllingar í framtíðinni, samkvæmt skipu-
lagi. Flestar þeirra eru háðar öðrum fram-
kvæmdum sem ekki verður ráðist í á allra
næstu árum.
Meðalþykkt landfyllinga er áætluð 10-12
metrar og má því áætla að um 20 milljónir
rúmmetra efnis hafi verið notaðar til að
stækka borgina. En hvaðan hefur þetta efni
komið? Jón segir að mest hafi komið vegna
framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu og við
dýpkun hafnarinnar en einnig vegna spreng-
inga og efnisflutninga á landi hafnarinnar
sjálfrar.
Lengi hefur allt efni sem fallið hefur til
vegna dýpkunar í höfninni verði notað til
fyllinga. Frá 1980 hefur það skilað 4 millj-
ónum rúmmetra. Einnig hefur verið keypt
efni frá dýpkunarfyrirtækjum í sérstökum
tilvikum. Jón segir að það sé umhverfismál
að setja nothæft efni sem til fellur við dýpk-
un í fyllingar og sóun að dæla því út á haf.
Áætlað er að tekið hafi verið við 100 til
200 þúsund rúmmetrum efnis á ári frá verk-
tökum og borgarbúum vegna gatnagerðar
og húsbygginga í borginni. Aðeins hefur
verið tekið við hreinu og nothæfu fylling-
arefni og ekki gróðurmold. Þetta gæti hafa
skilað að minnsta kosti 5 milljónum rúm-
metra efnis.
Jón segir að viss kostnaður fylgi því að
taka við efni af verktökum en þeir og hús-
byggjendur hafi um leið sparað sér fjár-
muni við flutninga langar leiðir. Aukinn
akstur með efni úr grunnum leiðir til aukins
kostnaðar við húsbyggingar og gatnagerð.
Nefna má sem dæmi að byggingarkostn-
aður nýs Landspítala mun hækka verulega
ef flytja þarf efni úr grunninum langar leið-
ir.
Forsenda þróunar hafnarinnar
„Við höfum þurft að stunda efnisbúskap
til að nýta efnið sem til fellur og stýra því á
rétta staði. Landmótun á vegum hafn-
arinnar hefur sett sterkan svip á ásýnd
Reykjavíkur og hefur verið forsenda þróun-
ar á hafnarsvæðinu og atvinnuuppbygg-
ingar,“ segir Jón.
Hann segir að nú sjái fyrir endann á þró-
un hafnarlands í Reykjavík enda fyllingar
komnar í útmörk þeirra heimilda sem sam-
þykkt skipulagsáform leyfa.
Borgin stækkuð um 160 ha.
20 milljónir rúmmetra efnis hafa farið í landfyllingar á hafnarsvæði Reykjavíkurhafnar
Heimildir skipulags til fyllinga að verða fullnýttar og Faxaflóahafnir hætta að taka við efni
Landfyllingar í Reykjavíkurhöfn
Heimild: FaxaflóahafnirStrandlína 1900 Mörk hafnarsvæða Upprunalegt land Landfylling til 2008 Væntanleg landfylling
Loftmyndir ehf.
Reykjavíkurhöfn Sundahöfn
Loftmyndir ehf.
Morgunblaðið/Golli
Landfylling Örfirisey er dæmi um landfyllingu. Hún var upprunalega lítil eyja en hefur verið
stækkuð og tengd við land með miklum landfyllingum. Birgðastöð olíufélaganna tekur pláss.
Verktakar keppast við að nýta síðustu
dagana sem efnismóttakan á Klepps-
svæði er opin til að spara sér kostnað við
akstur langar leiðir. Jón Þorvaldsson
viðurkennir að starfsmenn Faxaflóa-
hafna hafi orðið varir við óánægju með
að höfnin skuli ekki lengur geta tekið
við.
Vekur Jón athygli á því að það verk-
lag við efnisflutninga og móttöku fyll-
ingarefnis sem hér hefur viðgengist sé
víða þekkt og sé og hafi um langan aldur
verið stundað við þróun lands og upp-
byggingu borgarsvæða. Hins vegar sé
rými Faxaflóahafna til þróunar í Gömlu
höfninni og Sundahöfn þrotið og ekki
lengur hægt að bjóða upp á þessa þjón-
ustu. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Keppast við að losa
sig við efni fyrir lokun
Ekki lengur svigrúm til að taka við