Morgunblaðið - 18.05.2013, Síða 29
29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2013
Fjör í hænsnakofa Þau Guðbjörg Bjartey og Elvar Þór sem eiga heima á Bjarteyjarsandi léku sér
um daginn með páskaungunum sem eru orðnir stórir og stæðilegir þó ekki séu þeir enn fullorðnir.
Kristinn
Dagvöru-
markaðurinn á Íslandi
gegnir mikilvægu hlut-
verki í samfélaginu og
býr við það að vera
reglulega umfjöllunar-
efni á opinberum vett-
vangi. Tilefni þess að
opinber umræða verður
um dagvörumarkaðinn
er oftast tengd reglu-
legum verðkönnunum
ASÍ, þróun á gengi íslensku krón-
unnar og tengslum þess við verðlag á
dagvöru eða haftastefnu stjórnvalda
sem verslunin býr við.
Virkur samkeppnismarkaður
Óhætt er að fullyrða að fáir ef
nokkrir markaðir á Íslandi búi við
eins virka samkeppni og dagvöru-
markaðurinn. Fyrirtæki á dag-
vörumarkaði heyja stöðugt baráttu
um hylli neytenda og er birtingar-
mynd þeirrar baráttu einkum það
mikla magn auglýsinga sem daglega
birtist okkur í fjölmiðlum. Óumdeilt
er að enginn einn markaður á Íslandi
býr við viðlíka eftirlit af hálfu sam-
keppnisyfirvalda og dagvörumark-
aðurinn, en skýrsla Samkeppniseft-
irlitsins sem ber heitið „Verðþróun
og samkeppni á matvörumarkaði“
frá því í janúar 2012,
sýnir vel hversu mikla
áherslu samkeppnisyf-
irvöld leggja á þennan
markað. Í þeirri
skýrslu er t.a.m. stað-
fest að skattkerf-
isbreytingarnar í mars
2007 (lækkun vsk. á
matvæli úr 14% í 7% og
afnám vörugjalda) skil-
aði sér að fullu til neyt-
enda.
Eðli markaðarins
Sú mikla samkeppni sem fer fram
frá degi til dags á matvörumarkaði
leiðir það af sér að markaðurinn er
síkvikur og vöruverð breytast ört.
Stór hluti fyrirtækja á þessum mark-
aði er fyrst og fremst að keppa í
verðum, á meðan önnur eru einnig að
keppa með því að bjóða meira vöru-
úrval, lengri opnunartíma eða að
veita meiri þjónustu. Eitt fyrirtæki
getur boðið lægsta verðið í dag, en
annað á morgun og svo framvegis.
Þannig er gangurinn á þessum mark-
aði og þannig eiga hlutirnir að ganga
fyrir sig þar sem samkeppnin er virk.
Villandi verðkannanir
Þær verðkannanir sem Alþýðu-
samband Íslands gerir reglulega eru
ekki endilega til þess fallnar að gefa
neytendum rétta mynd af mark-
aðnum. ASÍ velur hlutfallslega fáar
vörur í körfu sína og því er veruleg
tölfræðileg skekkja í niðurstöðunum,
án þess að ASÍ geri neina grein fyrir
þeirri ónákvæmni sem er innbyggð í
kannanir þeirra.
Eins og mörg dæmi eru um getur
það verið tilviljunum háð hvernig
einstök fyrirtæki á dagvörumarkaði
raðast í slíkum könnunum. Fram-
kvæmd kannana ASÍ hefur í gegn
um tíðina sætt mikilli gagnrýni fyrir
það hversu óvandaðar þær eru. Fjöl-
mörg dæmi eru um að bornar eru
saman með öllu ósambærilegar
vörur, dæmi eru um að mismunandi
stærð er tekin í mismunandi versl-
unum og einnig eru dæmi um reikni-
skekkjur. Það heyrir til algerra und-
antekninga ef ASÍ tekur tillit til
ábendinga eða kvartana um óvönduð
vinnubrögð við gerð verðkannanna.
ASÍ leiðréttir ekki mistök sín. Þetta
hefur leitt til þess að það ríkir lítið
traust milli ASÍ og aðila á dag-
vörumarkaði um framkvæmd verð-
kannana. Hinar ósmekklegu ásak-
anir sem oft fylgja með fréttum ASÍ
um verðkannanir, hafa orðið til þess
að rýra þetta traust enn frekar.
Krónan og gengisáhrifin
Enginn einn þáttur hefur eins af-
gerandi áhrif á þróun verðlags í land-
inu og gengi gjaldmiðilsins. Umræða
um það hversu hratt styrking á gengi
krónunnar skilar sér í verðlagi kem-
ur alltaf upp með reglubundnum
hætti. Það liggur fyrir að styrking á
gengi krónunnar leiðir til vöruverðs-
lækkunar og því til staðfestingar
liggur fyrir rannsókn sem unnin hef-
ur verið af Rannsóknarsetri versl-
unarinnar við Háskólann á Bifröst.
Hið eilífa umræðuefni er hins vegar
hversu hratt styrking krónunnar
skilar sér í lækkuðu vöruverði. Stað-
reyndin er sú að aldrei verður hægt
að gefa eina algilda formúlu um það
hversu hratt eða hægt það gerist. Við
þær aðstæður sem nú ríkja á mark-
aði koma m.a. til áhrif „sykurskatts-
ins“ sem kom til framkvæmda þann
1. mars sl. og hefur veruleg áhrif til
hækkunar á öllum sykruðum vörum.
Þá hafa miklar hækkanir á heims-
markaðsverði á hráefni til mat-
vöruframleiðslu átt sér stað að und-
anförnu svo og hækkanir frá
erlendum birgjum. Ekki má heldur
gleyma því að laun á almennum
vinnumarkaði hækkuðu um 3,25%
þann 1. febrúar sl. Allt eru þetta at-
riði sem með einum eða öðrum hætti
hafa áhrif á vöruverð til neytenda og
því mismunandi aðstæður hverju
sinni sem hafa áhrif á þróun verð-
lags.
Sífelldar ásakanir
Þeim sem reka verslanir á dag-
vörumarkaði finnst oft illa að sér
vegið í opinberri umræðu um verð-
lagsmál. Gera verður þá kröfu til
þeirra sem um þessi mál fjalla að það
sé gert á hlutlægan hátt, og allir
þættir málsins teknir inn í myndina.
Í umræðu undanfarna daga hafa for-
svarsmenn ASÍ ákveðið að nefna
ekki þau atriði sem hafa áhrif til
hækkunar á verðlagi s.s. (sykur-
skattur, launahækkanir og hækkanir
frá birgjum). Þeirri skoðun vex fylgi
meðal þeirra sem starfa á dag-
vörumarkaði að forysta ASÍ stundi
markvissan atvinnuróg gegn fyrir-
tækjum á þeim markaði. Með því
móti er forysta ASÍ ekki aðeins að
vega að starfsheiðri heillar atvinnu-
greinar, heldur einnig að vega að
starfsöryggi þeirra þúsunda félags-
manna ASÍ sem eru starfsmenn fyr-
irtækja á dagvörumarkaði. Þar leitar
mjög á hugann máltækið „Heggur sá
er hlífa skyldi“.
Eftir Andrés
Magnússon » Gera verður þá kröfu
til þeirra sem um
þessi mál fjalla að það sé
gert á hlutlægan hátt,
og allir þættir málsins
teknir inn í myndina.
Andrés Magnússon
Höfundur er framkvæmdastjóri
Samtaka verslunar og þjónustu.
Dagvörumarkaður er virkur samkeppnismarkaður
Ísland þarf á öllu sínu fólki að
halda til verka og vinnu. Til að
auka hér framleiðsluverðmæti
og bæta þjóðartekjur þarf at-
vinnulaust fólk að snúa sem
fyrst til starfa. Margir atvinnu-
lausir þjást og þrá vinnu og eru
að tapa eigum sínum og margar
fjölskyldur eru í upplausn. Eðli-
lega olli bankahrunið tortryggni
og reiði og krafa um uppgjör
heltók margan manninn. At-
vinnulífið og þeir sem þar eru
og áður voru í forsvari hafa og verið gerðir
tortryggilegir. Margt hæft og vel menntað
fólk hefur þurft að víkja af starfsvettvangi
vegna rannsóknar á bankahruninu. Búast
má við að einhver hluti þessara einstaklinga
vilji velja sér starfsvettvang í framtíðinni er-
lendis. En það gerir einnig margt mjög hæft
og vel menntað fólk verði ekki umskipti á
umræðu og uppbyggingu atvinnulífs.
Nú eru liðin tæp fimm ár frá banka-
hruninu og því kominn tími til að spyrja sig
þeirrar spurningar höfum við gengið of
langt í þessu svo kallaða uppgjöri, og tekur
það ekki alltof langan tíma? Er ekki kominn
tími til að horfa fram á veginn og takast á
við uppbyggileg og skapandi verkefni?
Menn eru missettir, sumir undir þungum
ákærum halda áfram sínu eins og dæmin
sanna, aðrir eru úr leik.
Við þurfum að skapa sátt um atvinnulífið.
Ekkert þjóðfélag dafnar án öflugs atvinnu-
lífs. Eftir síðari heimsstyrjöld var Þýska-
landi skipt upp í Austur-Þýskaland undir
stjórn kommúnista og Vestur-Þýskaland er
bjó við frjálst atvinnulíf og framsækna fram-
leiðslustefnu. Öll vitum við um örlög Austur-
Þýskalands þar sem eftirlit og njósnir um
borgarana voru settar í forgang. Alið á tor-
tryggni og óöryggi. Slíka þjóðfélagsmynd
tel ég að við viljum ekki hafa hér á landi.
Allir þurfa ákveðið aðhald, en opinberar
stofnanir eiga að vera í þjónustuhlutverki
við íbúana og atvinnulífið. Ríkisstofnanir eru
til fyrir fólkið en ekki öfugt. Stundum finnst
mér að alræðisvaldið og rannsóknarrétt-
urinn geri það að verkum að duglegt fólk
veigrar sér við að vera í forsvari fyrirtækja í
dag. Mér er sagt að hér sé svipuð löggjöf og
á Norðurlöndum en vinnuaðferðirnar séu
óvægnari hjá eftirlitsvaldinu.
Heilbrigðiskerfið haltrar
Þjóðarbúið þarfnast þess að verkin verði
látin tala, fólkið, heimilin og atvinnulífið
verði sett í forgang hjá nýjum stjórnvöldum.
Hinum þungu drápsklyfjum skulda verði að
hluta létt af heimilunum, sem
urðu fyrir forsendubresti við
bankahrunið 2008. Það er
sanngirnismál, peningunum
var bjargað í hruninu, vonandi
næst niðurstaða í þetta erfiða
skuldamál heimilanna.
Til að hjól atvinnulífsins fari
að snúast af fullum krafti þarf
að snúa ofan af ofurskatta-
stefnu er hér hefur verið lög-
fest. Slík skattastefna minnkar
tekjur ríkissjóðs og drepur
viljann til að vinna og eykur
svarta atvinnustarfsemi. Um heilbrigð-
iskerfið þarf að standa vörð, það hefur orðið
fyrir varanlegum skaða sem ógnar heilsu og
lífi sjúklinga. Sparnaðurinn og niðurskurð-
urinn hefur einfaldlega staðið alltof lengi.
Nú flýja læknar og hjúkrunarfólk, vilja ekki
vinna við þessar aðstæður. Ein besta heil-
brigðisþjónusta í heimi haltrar, hana verður
að styrkja þrátt fyrir óhjákvæmilegan nið-
urskurð í ríkisútgjöldum þegar á þessu ári.
Það verður að forgangsraða á erfiðum tím-
um, það má ekki víkja frá öflugri heilbrigð-
isþjónustu við alla landsmenn.
Við höfum fengið nóg af neikvæðni og
bölmóði í fjölmiðlum. Við þurfum ekki meira
af tortryggni og sundurlyndi, af þeim
skammti er nóg komið. Stundum þegar
maður opnar fyrir morgunútvarpið, nánast
á hvaða stöð sem er, snýst umræðan um
vandræði, niðurrif og rifrildi manna á milli.
Fólkið vaknar og fer í vont skap og fjöl-
skyldurnar innbyrðis taka að rífast út af
minnsta tilefni.
Framleiðum sem mest við getum í land-
inu og drögum úr eyðslu og sóun. Nýtum
menntun og krafta unga fólksins til að
skapa verðmæti og bæta lífskjör.
Íslendingar eiga að vera ein stór sam-
heldin fjölskylda. Ef við horfum nú fram og
lærum af reynslunni um leið og við leitum
sátta, þá mun okkur vel farnast.
Ég vænti þess að ný stjórnvöld gefi hér
nýjan tón og auki þjóðinni bjartsýni og trú á
lífið. Hugarfar skiptir máli og vilji er oft það
sem ræður úrslitum. „Grátur í nútíð er
framtíðarböl,“ sagði skáldið.
Eftir Guðna Ágústsson
» Allir þurfa ákveðið
aðhald, en opinberar
stofnanir eiga að vera
í þjónustuhlutverki við
íbúana og atvinnulífið.
Guðni Ágústsson
Höfundur er fyrrv. landbúnaðarráðherra.
Atvinnulífið rísi í batnandi
þjóðfélagi tækifæranna