Morgunblaðið - 20.06.2013, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013
-
Höfuðborg og Heimir Bergmann kynna: Kirkjustétt 2-6, Grafarholti.
Til sölu 264,3 m² verslunarrými við Kirkjustétt. Gæti hentað sem
sjoppa/félagsheimili. 2 inngangar. Einnig hægt að skipta upp í 2 bil.
Laust strax. Verð: Tilboð óskast.
Allar nánari upplýsingar veitir Heimir Bergmann
í síma 630-9000 eða heimir@hofudborg.is
Höfuðborg fasteignasala • Hlíðasmára 2, 6. hæð • 414-4488
Kirkjustétt • Verslunarrými
Heimir
Bergmann
Sölufulltrúi
630-9000
Kristján Ólafsson hdl.
Lögg. fasteignasali
414-4488
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
aslaug@mbl.is
Mörgum þykir leitt að nú sé ekki
hægt að setjast niður á veitingastað í
þjóðgarðinum á Þingvöllum og fá sér
góðan mat. Það varð að engu þegar
Valhöll brann árið 2009 og hefur síð-
an aðeins verið lítill veitingaskáli á
staðnum.
„Það er ekki hægt að hafa það
lengur svo að ekki sé möguleiki að fá
sér annan matarbita í þjóðgarðinum,
heldur en samlokur og súpu,“ segir
Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðs-
vörður á Þingvöllum.
Að sögn Ólafs mun það koma í ljós
seinnipart þessa árs hvar nýja Val-
höll mun rísa á Þingvöllum en þrír
staðir eru til skoðunar. Hugmyndin
er að á staðnum verði góður veit-
ingastaður og veislusalur.
„Fyrsti möguleikinn er gamli Val-
hallarreiturinn, síðan kemur til
greina að byggja á efri völlunum við
furulundinn fyrir neðan Öxarárfoss
og einnig er verið að skoða Hakið á
Almannagjárbarmi,“ segir Ólafur
Örn sem bætir við að nú þegar hefur
verkfræðileg úttekt verið gerð en
enn sé verið að bíða eftir að fá fleiri
sjónarhorn eins og fagurfræðileg og
söguleg. „Verkfræðilega úttektin
sýndi að hentugast væri að
byggja á Hakinu og nýta
þar útsýni og þau mann-
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Stjórn Sambands sveitarfélaga á
Suðurnesjum (SSS) ætlar að skrifa
undir samning við SBK um áætl-
unarferðir föstudaginn 28. júní
næstkomandi, þrátt fyrir að Sam-
keppniseftirlitið telji að alvarlegar
samkeppnishindranir felist í einka-
leyfi sem Vegagerðin veitti SSS til
að sinna áætlunarakstri á milli Flug-
stöðvar Leifs Eiríkssonar og Reykja-
víkur.
SSS bauð aksturinn út og voru til-
boðin opnuð í mars sl. SBK átti
lægsta tilboðið og bauð 38,5% hlut-
fallslega þóknun af fargjaldi. Í fund-
argerð stjórnar SSS frá 18. júní
kemur fram að lögmanni sambands-
ins verði falið að svara áliti Sam-
keppniseftirlitsins og að tilkynna um
undirskrift samningsins við SBK.
Berglind Kristinsdóttir, fram-
kvæmdastjóri SSS, sagði að álit
Samkeppniseftirlitsins hefði borist á
föstudaginn var. Stjórn SSS telji að
gera þurfi athugasemdir við ýmsar
rangfærslur í álitinu og muni taka
sér tíma til þess. Berglind sagði að
SSS ætti ekki annan kost en að
skrifa undir samninginn við SBK.
„Við erum með samning við Vega-
gerðina sem kveður á um skyldur
okkar um að sjá um þessa aksturs-
leið,“ sagði Berglind. Hún sagði að
þau gætu ekki annað en farið eftir
lögum um fólksflutninga. Búið væri
að bjóða út verkið og taka tilboði
SBK. „Það skiptir í sjálfu sér ekki
máli hvort við skrifum undir samn-
ing eða ekki. Með því að taka tilboð-
inu er kominn á samningur.“
Samkeppniseftirlitið segir að gera
megi ráð fyrir að heildartekjur SSS
af samningnum nemi a.m.k. hálfum
milljarði kr.
„Þetta stenst ekki,“ sagði Berg-
lind. Hún sagði að SSS þyrfti m.a. að
leigja aðstöðu í flugstöðinni í sam-
vinnu við Isavia og leggja til miða-
sölukerfi. „Tekjur af þessu mega
ekki fara í rekstur sveitarfélaganna,
það er bannað með lögum.“
Hanna Birna Kristjánsdóttir inn-
anríkisráðherra sagði að verið væri
að skoða málið lögfræðilega í ráðu-
neytinu. Hún kvaðst ekki geta tjáð
sig nánar um það að svo stöddu.
Ætla að ganga frá
flugrútusamningi
SSS kveðst vera bundið af samningi
við Vegagerðina og af lögum
Morgunblaðið/Kristinn
Flugrútan Sambönd sveitarfélaga á
Suðurnesjum semja við SBK.
Svavar Hall-
dórsson, fyrrver-
andi fréttamað-
ur, og
Ríkisútvarpið
hafa sameig-
inlega ákveðið að
una ekki dómi
Hæstaréttar í
máli Jóns Ás-
geirs Jóhann-
essonar gegn Svavari, sem féll í
nóvember síðastliðnum.
Niðurstaða Hæstaréttar hefur
verið kærð til Mannréttinda-
dómstóls Evrópu.
Formlegur málsaðili og kærandi
er Svavar Halldórsson og kærði er
íslenska ríkið.
Þetta kemur fram í fréttatilkynn-
ingu frá Bjarna Guðmundssyni,
framkvæmdastjóra RÚV.
Svavar og RÚV ætla
til Mannréttinda-
dómstólsins
Svavar Halldórsson
Heimir Snær Guðmundsson
heimirs@mbl.is
Samkvæmt frétt sem birtist á vef
China Daily í vikunni er kínverska ol-
íufyrirtækið Sinopec í „frumviðræð-
um“ við íslensk stjórnvöld um olíu-
rannsóknir í hafinu út af
norðausturhluta landsins.
Guðni A. Jóhannesson orkumála-
stjóri kannast ekki við viðræður af
þessu tagi. Segir hann að sínum tíma
hafi Sinopec verið meðal fjölmargra
fyrirtækja sem Orkustofnun kynnti
Drekasvæðið. Hinsvegar séu engar
viðræður við fyrirtækið í gangi, væru
þær í gangi væri aðeins um að ræða
kynningarviðræður, þar sem um-
sóknarfrestur sé
liðinn. Iðnaðar-
ráðuneytið vísaði
á Orkustofnun
þegar upplýsing-
ar var leitað um
málið.
„Við höfum tal-
að við fjölda
stórra fyrirtækja
á sviði rannsókna
og olíuvinnslu og
kynnt þeim Drekasvæðið, þar á meðal
er Sinopec í Kína,“ segir Kristján Jó-
hannsson, stjórnarformaður Iceland
Petroleum, sem er eitt fyrirtækja
sem hefur fengið rannsóknar- og
vinnsluleyfi á Drekasvæðinu. Krist-
ján leggur áherslu á að ekki séu form-
legar viðræður í gangi við Sinopec
eins og er.
Þess má geta að kínverska olíufé-
lagið CNOOC gekk nýlega inn í um-
sókn Eykon Energy um leitar- og
vinnsluleyfi olíu og gass á Dreka-
svæðinu. Umsóknin er nú hjá Orku-
stofnun. Heiðar Már Guðjónsson,
stjórnarformaður Eykon, segist ekk-
ert sjá því til fyrirstöðu að Orkustofn-
un samþykki aðkomu CNOOC. „Alls
ekki, því við erum að koma inn með
aðila sem er gríðarlega sterkur. Það
er enginn svona aðili á þessu svæði
sem getur rannsakað það í þaula og
síðan borað og unnið olíu. Og það eru
hagsmunir Íslands að svæðið sé rann-
sakað sem fyrst,“ segir Heiðar.
Orkumálastjóri segir niðurstöðu
varðandi umsókn Eykon geta legið
fyrir um áramótin.
„Frumviðræður“ í gangi
Orkumálastjóri veit ekki til þess að viðræður séu í gangi við kínverskt fyrirtæki
um Drekasvæðið Eykon á von á að aðkoma félagsins CNOOC verði samþykkt
Morgunblaðið/Kristinn
Olíuleit Ráðamenn og fleiri skáluðu
fyrir leyfum á Drekasvæðinu.
Guðni A.
Jóhannesson
Árið 2011 var slegið upp hugmyndasamkeppni um framtíð þjóðgarðsins á
Þingvöllum. Bárust um 100 tillögur og er nú verið að vinna að fjórum
þeirra og verða þrjár tilbúnar í lok sumars.
„Í fyrsta lagi er verið að kortleggja stíga og merkja þá, bæði í þinghelg-
inni og í hrauni og skógum. Þá erum við að undirbúa að setja upp
ljóðabekki við þjóðargrafreitinn ásamt því að setja upp áningar-
og nestisstað á Valhallarstígnum fyrir ofan bústaðina, svo fólk
geti sest þar niður og horft yfir vatnið,“ segir Ólafur Örn, en
þessar þrjár tillögur verða kláraðar í sumar. Ljóðabekkirnir
eru bekkir þar sem fólk getur sest niður og með nútímatækni
snjallsíma komið sér í samband við ljóðalestur, þar sem lesin
eru t.d. ljóð Jónasar Hallgrímssonar og Einars Benedikts-
sonar, sem þarna liggja grafnir.
Ljóðabekkir og áningarstaður
ÞRJÁR TILLÖGUR VERÐA AÐ VERULEIKA Í SUMAR
Ólafur Örn
Haraldsson
virki sem þegar eru þar, m.a. bíla-
stæði og rafmagn. Það væri meira
inngrip í náttúruna að fara t.d. á
gamla Valhallarstaðinn sem er botn-
langi og bíla- og rútuumferð þangað
myndi taka sinn toll í sjónrænu um-
hverfi staðarins.“
Þá ítrekar Ólafur að bíða verði eft-
ir að fá allar röksemdir áður en
ákvörðun um heppilegustu staðsetn-
inguna er tekin. Ekkert hefur verið
sagt um það hvenær mögulegt sé að
hefja byggingu Valhallar á ný en
vonast er eftir að það verði á næsta
ári.
Aðspurður hvort ekki sé fyrir-
hugað að byggja þar hótel líkt og var
segir Ólafur Örn það óvíst vegna
mikilla umhverfisáhrifa. „Einnig er
það dýrt í framkvæmd og ýmsir
flóknir rekstrarþættir sem koma
upp, það hefur ekki verið ákveðið
ennþá hvort það verði að veruleika
en það er einnig spurning hvort
Þingvellir eigi að vera í samkeppni
við önnur hótel í nærsveitum.“
Morgunblaðið/Ómar
Þingvellir Valhöll brann til grunna árið 2009 og hefur síðan þá ekki verið veitingastaður á Þingvöllum. Valhöll var
mjög vinsæll staður, bæði veitingastaður, veislusalur og hótel. Óvíst er hvort byggt verði hótel á Þingvöllum á ný.
Kemur í ljós í lok árs
hvar Valhöll mun rísa
Þrír staðir koma til greina fyrir nýja Valhöll á Þingvöllum