Morgunblaðið - 20.06.2013, Page 23
spurningar. Verður olían sem
finnst á Drekasvæðinu seld til aðila
sem lofa að nota hana ekki? Verður
olíunni pumpað upp á olíuborpalli
og síðan pumpað strax aftur niður
á öðrum stað? Sannarlega myndu
skapast tvöfalt fleiri störf ef það er
ætlunin! Eða verður ágóðinn af ol-
íusölunni mögulega settur í sjóð
sem hvetur til „grænnar starfsemi“
til að vega upp á móti notkun
hennar? „Olía gegn olíu“ gæti verið
slagorð hans.
Hvernig svo sem þeir félagar
ætla sér að efna stjórnarsáttmál-
ann er ég handviss um að lausnin
er snilldarleg. Þó að minn smái og
orkulausi heili sjái ekki í fljótu
bragði hvernig hægt er að efna lof-
orð sem brjóta í bága við mótsagn-
arlögmálið veit ég líka að ég er lítið
annað en leikmaður. Raunverulegar
ákvarðanir um framtíð náttúru
landsins ættu að sjálfsögðu að vera
teknar af þeim sem þekkja hana
best; lögfræðingi og hagfræðingi.
Og það sem þessi innblásna stefna
hefur í för með sér er auðvitað ekki
fyrir okkur að meta. Hún verður
óumflýjanlega dæmd af komandi
kynslóðum, börnunum okkar og
barnabörnum.
»Ný tegund umhverf-
isverndar hefur litið
dagsins ljós með rík-
isstjórn Sjálfstæðis-
flokks og Framsókn-
arflokks.
Höfundur er smiður.
UMRÆÐAN 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013
GLUGGAR OG GLERLAUSNIR
idex.is - sími: 412 1700
- merkt framleiðsla
• tré- eða ál/trégluggar
og hurðir
• hámarks gæði og ending
• límtré úr kjarnaviði af norður
skandinavískri furu
• betri ending
— minna viðhald
• lægri kostnaður þegar fram
líða stundir
• Idex álgluggar eru íslensk
framleiðsla
• hágæða álprófílakerfi
frá Schüco
• Schüco tryggir lausnir
og gæði
• Þekking og þjónusta
• Áralöng reynsla
Fjölbreytilegt útlit hentar mismunandi tegundum bygginga
Byggðu til framtíðar
með gluggum frá Idex
Act Heildverslun | Dalvegi 16b - 201 Kópavogur | 577 2150 | avon@avon.is
Bylting frá Remington:
Fyrstir hártækjaframleiðenda
með Lithium rafhlöður í hártækjum
– hleðsla allt að 4 x lengri.
AQ7 – Remington Rotary
VATNSHELD herrarakvél
– 100% vatnsheld, má nota með
froðu og geli
BHT6250 – Wet-Tech
Body Hair Trimmer
– 100% vatnsheld
S6280
Stylist Perfect Waves
– Keramik húðaðar bylgju plötur.
-Hitnar á 30 sek
PG6060 – Lithium-Powered
Grooming Kit
– Lithium rafhlaða,
ending allt að 110 mín
MB4040 – Lithium
– Powered skeggsnirtir
– Lithium rafhlaða, notkun allt að 160 mín.
HC5780 Lithium-
Powered hárklippur
- – Lithium rafhlaða,
notkun allt að 150 mín.
Nýtt frá
Fornar sögur segja
frá því að þegar hall-
æri urðu í landinu þá
var gömlu og örvasa
fólki hrint fyrir björg
svo hinir gætu lifað
af sem yngri voru. Í
góðærishallæri nú-
tímans er gamla fólk-
ið rifið upp með rót-
um og flutt á ókunnuga staði til að
spara ríkissjóði nokkrar krónur.
Slíkt hefur tíðkast á Þingeyri í
Dýrafirði og átti að gerast í sumar.
En almenningur reis upp og sagði
hingað og ekki lengra. En það eru
engir peningar til sögðu ráðamenn
og er það skiljanlegt út af fyrir sig.
Á næsta bæ, Hrafnseyri við
Arnarfjörð, er rekið Safn Jóns Sig-
urðssonar í þrjá mánuði á ári. Aðra
mánuði ársins er yfirleitt enginn
maður á staðnum. Eyðibýli. Þar á
enginn heima. Til að sjá um að
þetta gangi nú vel fyrir sig er
starfsmaður á háum launum allan
ársins hring. Auk þess er greiddur
bifreiðastyrkur, dagpeningar og
símakostnaður í slíkum upphæðum
að við höfum ekki þrek til að nefna
þær. Þess er skylt að geta, að við-
komandi sér um svokallaðan Sum-
arháskóla Hrafnseyrar sem stend-
ur yfir í tvo-þrjá daga á starfstíma
safnsins. Hefur hann starfað sleitu-
laust í 6 ár eins og það er orðað í
starfsskýrslu staðarhaldara. Ým-
islegt annað er svo á dagskrá eins
og utanlandsferðir, samstarfsnet
um allskonar sem og fleira. Vísum
við til opinberra gagna sem
menntamálaráðuneytið hefur góð-
fúslega látið í té. Almenningur hér
um slóðir horfir á þetta með undr-
un og hefur að gamanmálum. En
öllu gamni fylgir nokkur alvara.
Lítum á upphaf áðurnefndrar
starfsskýrslu fyrir árið 2012:
„Skömmu fyrir áramótin 2011/
2012 gerði mikið óveður og fann-
fergi á Vestfjörðum með þeim af-
leiðingum að rafmagn fór af
Hrafnseyri. Stuttu seinna gerði
töluvert frost og var þá ákveðið að
fá slysavarnarfélagið á Suðureyri
til að fara með staðarhaldara yfir
Hrafnseyrarheiðina á snjósleða til
að athuga hvort ekki væri hiti á
húsinu og slá Securitas-kerfið inn.
Sérstakur hitamælir var settur upp
haustið 2012 til þess að láta vita ef
hitastig fer niður fyrir ákveðið lág-
mark. Þær varúðarráðstafanir
duga hins vegar skammt einar og
sér á meðan hitamælirinn er
tengdur við öryggiskerfi Securitas,
sem dettur út þegar rafmagnið fer
af húsinu.“
Kunnugir sjá í hendi sér að hér
er eitthvað að. Og þeir sem skilja
þessa einstöku forgangsröðun í rík-
isfjármálum, sem hér er gerð að
umtalsefni, hljóta að vera fluggáf-
aðir. Við undirritaðir, sem þekkj-
um nokkuð til á svæðinu, höfum
hins vegar ekki gáfur til að skilja
svona vendingar. Lái okkur það
hver sem vill.
Jón Sigurðsson tók eitt sinn svo
til orða:
„Ég hef aldrei haft neitt á móti
Danmörku eða Dönum almennt og
enn síður ráðist á þá. Aftur á móti
hef ég af eigin rammleik reynt að
varpa ljósi á samband Íslands og
Danmerkur og stuðla að því að
taka megi enda sú óstjórn, sem
óneitanlega hefur viðgengist og
ríkir enn á Íslandi, og allir hafa
viðurkennt sem hafa tjáð sig um
íslensk málefni í mörg hundruð ár.
Að ég sé kominn í andstöðu við nú-
verandi stefnu danskra stjórnvalda
í íslenskum málum er rétt, en and-
staða mín hefir alltaf verið grund-
völluð á nákvæmum rannsóknum
og rökum.“
Við dirfumst að vekja athygli á
þessum hnitmiðaða texta. Við
heimfærum hann að hluta upp á ís-
lenska stjórnsýslu í dag. Dæmin
sýna að almenningur verður að
fylgjast með henni og gagnrýna
þegar svo veltist. Og að sjálfsögðu
hrósa henni ef það á við. Alþýða
manna þarf að fylgjast með fulltrú-
um sínum og láta sig málin varða,
sagði sá gamli stundum. En um-
ræðan verður að vera opin, hrein-
skilin og heiðarleg.
Nokkur orð um forgangs-
röðun: Jón Sigurðsson og
góðærishallæri nútímans
Eftir Hallgrím
Sveinsson og
Hrein Þórðarson
» Þeir sem skilja þessa
forgangsröðun í
ríkisfjármálum, hljóta
að vera fluggáfaðir. Við
höfum hins vegar ekki
gáfur til að skilja svona
vendingar.
Hallgrímur Sveinsson
Hallgrímur bjó í 40 ár á Hrafnseyri
en Hreinn er bóndi á næsta bæ, Auð-
kúlu.
Hreinn Þórðarson
Móttaka
aðsendra
greina
Morgunblaðið er vettvangur lif-
andi umræðu í landinu og birtir
aðsendar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk-
un og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morg-
unblaðsins og höfunda.
Morgunblaðið birtir ekki greinar
sem einnig eru sendar eru á aðra
miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt
er á lógóið birtist felligluggi þar
sem liðurinn "Senda inn grein" er
valinn.
Í fyrsta skipti sem inn-
sendikerfið er notað þarf notand-
inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít-
arlegar leiðbeiningar fylgja hverju
þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem
notanda í kerfið nóg að slá inn
kennitölu notanda og lykilorð til
að opna svæðið. Hægt er að
senda greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir
starfsfólk Morgunblaðsins alla
virka daga í síma 569-1100 frá kl.
8-18.
- með morgunkaffinu