Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Blaðsíða 14
fyrstu verkin. Strax þá fann ég að ég vildi segja sögur í gegnum tónlistina. Það var mín aðferð við að skilja lífið. Ég varð yfir mig heillaður af tónlist, hún varð eins og smyrsl á djúpt sár. Meðan aðrir unglingar hlustuðu á rokk og popp var ég að semja tónlist og hlusta á H-moll messu Bachs. Orð urðu mér innblástur og fyrsta skáldið sem töfraði mig var Davíð Stefánsson. Davíð og Nína Björk Árnadóttir standa mér enn í dag mjög nærri og ég óska þess heitast af öllu að ég muni einn daginn finna fleiri ljóðskáld sem standa þeim jafnfætis hvað varðar sannfærandi frá- sagnargáfu.“ Þú ólst upp í námunda við Skálholt, er það ekki rétt? „Ég ólst upp í Laugarási, þá í Bisk- upstungum, á unglingsárunum og umhverfi staðarins hafði mikil áhrif á mig. Hilmar Örn Agnarsson, þá organisti í Skálholti, varð áhrifavaldur í lífi mínu og ég á honum mikið að þakka. Sautján ára gamall varð ég kirkju- vörður í Skálholti, vann við það nokkur sum- ur og kynntist þá tónskáldum og flytjendum sem störfuðu á vegum Sumartónleika í Skál- holti. Strax þá lét ég mig dreyma um að verða staðartónskáld og sá draumur er loks- ins orðinn að veruleika.“ Ógleymanlegt augnablik Þú ert sprenglærður, lærðir bæði hér heima og í Finnlandi og Eistlandi. Hvernig var það nám? „Ég fór í Menntaskólann að Laugarvatni og þaðan í Tónlistarskóla Reykjavíkur, Listaháskólann og Söngskóla Reykjavíkur. Svo fór ég í framhaldsnám til Finnlands og Eistlands. Í Listaháskólanum var mér aðal- lega kennt að efast um sjálfan mig, sem var erfitt en nauðsynlegt til að þroskast. Það sama gerðist í akademíunni í Eistlandi, en þar gekk efinn of nærri mér og að lokum missti ég löngunina til þess að skrifa tónlist. Það fór svo með árunum, að ég fór frá því að vita hvað ég vildi gera en hafa ekki kunn- áttu, yfir í það að hafa kunnáttuna en var búinn að gleyma gleðinni og lönguninni við það að vilja segja frá í tónum. Mér leið eins og vofu en ég skildi ekki af hverju, því ég hafði fengið svo góðar einkunnir. Svo kom augnablikið þegar ég áttaði mig á þessari stöðu. Ég dvaldi með félögum í viku við Peipsi järv, sem er vatn við landamæri Rússlands og Eistlands. Við vorum þarna við vatnið ásamt fleira fólki, tunglið var fullt og varðeldur var kveiktur. Fólk talaði saman og kvöldið leið. Skyndilega stóð upp gömul rússnesk kona og fór að syngja hástöfum og dauðaþögn sló á hópinn. Ekkert nema snark- ið í eldinum og þessi ótrúlega seiðandi rödd. Það var greinilegt að hún hafði ekki lært H reiðar Ingi Þorsteinsson er staðartónskáld í Skálholti og tónleikar með trúarlegum tónverkum hans eru haldnir fyrir austan laugardaginn 13. og sunnudaginn 14. júlí kl. 15. Það er söng- hópurinn Hljómeyki sem flytur. Auk þess að vera tónskáld er Hreiðar Ingi kirkjuvörður í Hallgrímskirkju. „Þegar Sigurður Halldórsson, listrænn stjórnandi Sumartónleika í Skálholti, hafði svo samband síðastliðinn október og spurði mig hvort ég hefði áhuga á að vera staðar- tónskáld sumarið 2013, gat ég ekki annað en þegið boðið,“ segir Hreiðar Ingi. „Hvað gæti verið betra fyrir sálina en að láta tuttugu ára gamlan draum rætast? Það var skilyrði að textinn við verk mín á tónleikunum yrði á íslensku. Áður fyrr, þeg- ar erlendir kórstjórar pöntuðu kórverk hjá mér, þá settu þeir yfirleitt alltaf það skilyrði að verkið mætti ekki vera á íslensku. Það þótti mér alltaf miður, því íslenska tungan veitti mér hvað mestan innblástur. En nú skyldi allt saman vera sungið á íslensku! Jafnvel þekktar latneskar bænir skyldi ég finna á íslensku. Þegar betur var að gáð, kom í ljós að öll Guðbrandsbiblía, frá árinu 1584, hafði nýlega verið færð inn á Veraldar- vefinn og með því gat ég auðveldlega borið saman gamlar og nýjar þýðingar og sparað mér þannig mikla vinnu. Það kom mér á óvart hversu mikinn innblástur ég fann frek- ar í eldri þýðingunum og eftir nokkurra mánaða grúsk leituðu óhjákvæmilega tónar til hjartans, ryðgaða sköpunarhjólið fór hægt að snúast. Mitt í þessu ferli hafði Marta Guðrún Halldórsdóttir, stjórnandi sönghópsins Hljómeykis, samband og var mjög jákvæð fyrir því að hafa nær alla dagskrána á ís- lensku. Hún spurði hvort ég hefði ekki áhuga á að skrifa messutónverk á íslensku við þetta tækifæri. Það kom sér svo sann- arlega vel, því ég hafði einmitt látið mig dreyma um að skrifa messu á móðurmálinu, ekki eingöngu til skilnings orðanna, heldur vildi ég einnig velta fram þeirri spurningu hvers vegna við þyljum upp þessi blessuðu orð aftur og aftur í hverri sunnudagsmessu. Og til þess að auka vægi þeirra ákvað ég einnig að færa inn orð Jesú úr guðspjöll- unum fjórum sem ég taldi persónulega vera þess verð að hugleiða. Ég nefndi að lokum tónleikana Að Jesú æðsta ein móðir glæsta, því fyrri hluti dagsskrárinnar er helgaður Jesú og sá seinni Maríu mey.“ Segi sögur með tónlist Hvenær byrjaðir þú að semja tónlist? „Um fjórtán ára aldur fór ég að skrifa Finn að ég er í meðbyr HREIÐAR INGI ÞORSTEINSSON ER STAÐARTÓNSKÁLD Í SKÁLHOLTI OG KIRKJUVÖRÐUR Í HALLGRÍMSKIRKJU. Á TÍMABILI MISSTI HANN TRÚNA Á GUÐ EN SVO DREYMDI HANN MERKILEGAN DRAUM. Í VIÐTALI RÆÐIR HANN UM TÓNLIST, AKADEMÍU OG TRÚ. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.7. 2013 Svipmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.