Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Side 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Side 6
V ígamenn hvaðanæva hafa undanfarið streymt til Sýrlands. Flestir eru þeir bók- stafstrúarmenn og til- heyra harðlínuhópum, sem taka þátt í baráttunni gegn stjórn Bashirs al- Assads, forseta Sýrlands. Margir koma frá öðrum ríkjum í Mið- Austurlöndum, en aðrir koma víðar að. Talið er að allt frá 500 til rúm- lega 1.000 múslímar frá Evrópu taki þátt í baráttunni með uppreisn- armönnum. Gleyma að þeir snúa aftur Sérfræðingar segja að þróunin minni á atburðarásina í Afganistan á níunda áratug 20. aldar. Þá þyrpt- ust erlendir vígamenn til Afganist- ans til að berjast gegn hersetuliði Sovétmanna. Afleiðinga þess gætir enn, þremur áratugum síðar. Þátt- takendur í þeim átökum urðu lykil- menn í að skipuleggja og stunda hryðjuverkastarfsemi í fjölda landa. „Þessir einstaklingar snúa aftur með reynslu af að berjast í vopn- uðum átökum og þjálfun í að beita vopnum og sprengiefni,“ segir rit- höfundurinn og blaðamaðurinn Ha- zem al-Amin, höfundur bókar, sem nefnist Einmana salafistinn, í sam- tali við blaðið The Daily Star í Bei- rút. „Lönd sem ýta undir för bar- dagamanna til Sýrlands hafa tilhneigingu til að gleyma því að dag einn munu þeir snúa aftur og verða félagar í óvirkjuðum hryðjuverka- sellum.“ Talið er að vaxandi hlutur bók- stafstrúaðra vígamanna, svokallaðra jihadista, í baráttu uppreisnarmanna muni ekki aðeins draga dilk á eftir sér í Sýrlandi, heldur hafa áhrif víða um heim. Karim Emile Bitar er stjórnandi rannsókna við Stofnun alþjóða- samskipta og herfræði í Frakklandi. „Vestræn ríki á borð við Frakkland og Bretland velta fyrir sér hvað muni gerast þegar jihadistar snúa aftur til Evrópu eftir að hafa náð sér í herþjálfun. Staðan í Jórdaníu er sérstakt áhyggjuefni. Þar óttast margir að þessir vígamenn muni dag einn snúa aftur til heimalands síns og vilja taka upp barátt- una.“ Erlendu vígamenn- irnir koma margir til Sýrlands í gegnum Tyrkland. Við tyrk- nesku landamærin er tiltölulega rólegt og líf útlendinganna get- ur tekið á sig skrýtna mynd. Í Der Spiegel er lýs- ing á lífinu í sýrlenska landamæra- þorpinu Atimah. Hinir nýkomnu draga á eftir sér töskur á hjólum. Í einum graut heyrist norðurenskur hreimur, rússneska, aserbaídsjanska og arabískur hreimur Sáda. Þarna eru þúsund jihadistar á einum reit og margir hafa það svo gott að þeir fara ekki lengra. Veitingastaðir spretta upp í Atimah, skrifstofa með heitinu „Int- ernational Contacts“ sér um að bóka flug og skipta gjaldmiðlum, hvort sem það eru bresk pund, evr- ur, dollarar eða rial frá Sádi-Arabíu. Vígamenn í Counter-Strike Þrjú netkaffihús eru í þorpinu fyrir þá sem þurfa að hafa samband heim. Bókstafstrúarmennirnir þurfa ekki að hafa áhyggjur af að fara á mis við helstu tækninýjungar. Í græjubúðinni er hægt að fá nýjasta iPadinn og Samsung Galaxy-símann. Verslunareigandinn segir að einn viðskiptavinurinn hafi eytt þúsund dollurum hjá sér. Maturinn er ódýr og leigan lág, segir í greininni. Á kvöldin heyrast þó bardagahljóð, en þegar betur er að gáð er ástæðan sú að jihadistarnir eru í tölvu- leiknum Counter-Strike. „Í Atimah er hið heilaga stríð búningaupp- ákoma og öllum getur liðið eins og þeir taki þátt án þess að meiða sig,“ skrifar blaðamaður Der Spiegel. Í þorpinu eru nokkrar bókstafs- trúarfylkingar og þær eru mis- vinsælar. Tóbak á ekki upp á pall- borðið, en ein fylkinganna hefur aflað sér vinsælda með því að leyfa reykingar í laumi. Ekki ánetjast þó allir hinu „ljúfa lífi“ í Atimah og margir fara á víg- stöðvarnar til að berjast. Ekki ríkir þó alltaf traust á milli sýrlenskra uppreisnarmanna og erlendu víga- mannanna. „Við vonum að eftir fall Assads fari jihadistarnir aftur,“ seg- irt Hassan Hamada, yfirmaður úr sýrlenska flughernum, sem flúði yfir í hitt liðið og er nú í forustu upp- reisnarhersins. Sýrland skóli erlendra vígamanna ERLENDIR VÍGAMENN FLYKKJAST TIL SÝRLANDS TIL AÐ TAKA ÞÁTT Í UPPREISNINNI GEGN BASHIR AL-ASSAD. ÁHYGGJUR HAFA VAKNAÐ UM AÐ SÝRLAND VERÐI ÚTUNGUNARSTÖÐ HRYÐJUVERKAMANNA LÍKT OG AFGANISTAN FYRIR 30 ÁRUM. Sýrlenskur uppreisnarmaður í héraðinu Idlib mundar loftvarnabyssu og reynir að miða út flugvél frá stjórnarhernum. Landamærabærinn Atimah, þar sem erlendir jihadistar safnast saman, er í héraðinu. AFP HEIMURINN tu til bana rúm smenn Mo- hameds Morsis, s egypski herinn steypti af stóli forseta. Stuðnings- menn Bræðralag múslíma kröfðust þess í fjöl um að hann yrði sett embætti að nýju. Adly Man erh KANADA LAC-MEGANTIC st með olíufarmjórnlaus leS p urakk í bænfór út af sporinu og s s hafi50ttast er aðí Quebec í Kanada. Ó ð skipulagiað til þesslátið lífið. Málið gæti o ur á aðytt og aukið líkolíuflutninga verði bre smíðuð verði olíuleiðsla, sem kanadísk stjórn- völd hafa þ á bandarís ráðamenn verði lögð LÚXEM LÚXEMB af sér sem t Hann hefu því hefur verið ha landsins hafi hlerað s var 18 ár í embætti o evrumálum, meðal an hóps evrópskra fjár IS stökök á mi þeil aða varð nn Osa a bi La í Pa an æpkist í s 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.7. 2013 Evrópskir jihadistar – Nýjasta útflutningsvaran, sagði í fyr- irsögn greinar eftir Soeren Kern, fræðimann við Gate- stone-stofnunina í New York, í mars. Þar sagði hann að Sýr- land hefði tekið við af Afgan- istan, Pakistan og Sómalíu sem helsti áfangastaður herskárra íslamista, sem vilja ná sér í reynslu af vígvellinum án op- inbers eftirlits. Breska ríkis- útvarpið, BBC, segir að leyniþjón- ustur í Evrópu hafi áhyggjur af því að evrópskir múslím- ar, sem nú berjast í Sýrlandi muni snúa aftur og fremja hryðju- verk. Palestínumaðurinn Maher Sukkar frá Líbanon er einn þeirra erlendu vígamanna, sem haldið hafa til Sýrlands. ÁHYGGJUR Í EVRÓPU * Vestræn ríki á borð við Frakkland og Bretland velta fyrir sérhvað muni gerast þegar jihadistar snúa aftur til Evrópu eftirað hafa náð sér í herþjálfun. Karim Emile Bitar, stjórnandi rannsókna við Stofnun alþjóðasamskipta og herfræði í Frakklandi. Alþjóðamál KARL BLÖNDAL kbl@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.