Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Qupperneq 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Qupperneq 6
V ígamenn hvaðanæva hafa undanfarið streymt til Sýrlands. Flestir eru þeir bók- stafstrúarmenn og til- heyra harðlínuhópum, sem taka þátt í baráttunni gegn stjórn Bashirs al- Assads, forseta Sýrlands. Margir koma frá öðrum ríkjum í Mið- Austurlöndum, en aðrir koma víðar að. Talið er að allt frá 500 til rúm- lega 1.000 múslímar frá Evrópu taki þátt í baráttunni með uppreisn- armönnum. Gleyma að þeir snúa aftur Sérfræðingar segja að þróunin minni á atburðarásina í Afganistan á níunda áratug 20. aldar. Þá þyrpt- ust erlendir vígamenn til Afganist- ans til að berjast gegn hersetuliði Sovétmanna. Afleiðinga þess gætir enn, þremur áratugum síðar. Þátt- takendur í þeim átökum urðu lykil- menn í að skipuleggja og stunda hryðjuverkastarfsemi í fjölda landa. „Þessir einstaklingar snúa aftur með reynslu af að berjast í vopn- uðum átökum og þjálfun í að beita vopnum og sprengiefni,“ segir rit- höfundurinn og blaðamaðurinn Ha- zem al-Amin, höfundur bókar, sem nefnist Einmana salafistinn, í sam- tali við blaðið The Daily Star í Bei- rút. „Lönd sem ýta undir för bar- dagamanna til Sýrlands hafa tilhneigingu til að gleyma því að dag einn munu þeir snúa aftur og verða félagar í óvirkjuðum hryðjuverka- sellum.“ Talið er að vaxandi hlutur bók- stafstrúaðra vígamanna, svokallaðra jihadista, í baráttu uppreisnarmanna muni ekki aðeins draga dilk á eftir sér í Sýrlandi, heldur hafa áhrif víða um heim. Karim Emile Bitar er stjórnandi rannsókna við Stofnun alþjóða- samskipta og herfræði í Frakklandi. „Vestræn ríki á borð við Frakkland og Bretland velta fyrir sér hvað muni gerast þegar jihadistar snúa aftur til Evrópu eftir að hafa náð sér í herþjálfun. Staðan í Jórdaníu er sérstakt áhyggjuefni. Þar óttast margir að þessir vígamenn muni dag einn snúa aftur til heimalands síns og vilja taka upp barátt- una.“ Erlendu vígamenn- irnir koma margir til Sýrlands í gegnum Tyrkland. Við tyrk- nesku landamærin er tiltölulega rólegt og líf útlendinganna get- ur tekið á sig skrýtna mynd. Í Der Spiegel er lýs- ing á lífinu í sýrlenska landamæra- þorpinu Atimah. Hinir nýkomnu draga á eftir sér töskur á hjólum. Í einum graut heyrist norðurenskur hreimur, rússneska, aserbaídsjanska og arabískur hreimur Sáda. Þarna eru þúsund jihadistar á einum reit og margir hafa það svo gott að þeir fara ekki lengra. Veitingastaðir spretta upp í Atimah, skrifstofa með heitinu „Int- ernational Contacts“ sér um að bóka flug og skipta gjaldmiðlum, hvort sem það eru bresk pund, evr- ur, dollarar eða rial frá Sádi-Arabíu. Vígamenn í Counter-Strike Þrjú netkaffihús eru í þorpinu fyrir þá sem þurfa að hafa samband heim. Bókstafstrúarmennirnir þurfa ekki að hafa áhyggjur af að fara á mis við helstu tækninýjungar. Í græjubúðinni er hægt að fá nýjasta iPadinn og Samsung Galaxy-símann. Verslunareigandinn segir að einn viðskiptavinurinn hafi eytt þúsund dollurum hjá sér. Maturinn er ódýr og leigan lág, segir í greininni. Á kvöldin heyrast þó bardagahljóð, en þegar betur er að gáð er ástæðan sú að jihadistarnir eru í tölvu- leiknum Counter-Strike. „Í Atimah er hið heilaga stríð búningaupp- ákoma og öllum getur liðið eins og þeir taki þátt án þess að meiða sig,“ skrifar blaðamaður Der Spiegel. Í þorpinu eru nokkrar bókstafs- trúarfylkingar og þær eru mis- vinsælar. Tóbak á ekki upp á pall- borðið, en ein fylkinganna hefur aflað sér vinsælda með því að leyfa reykingar í laumi. Ekki ánetjast þó allir hinu „ljúfa lífi“ í Atimah og margir fara á víg- stöðvarnar til að berjast. Ekki ríkir þó alltaf traust á milli sýrlenskra uppreisnarmanna og erlendu víga- mannanna. „Við vonum að eftir fall Assads fari jihadistarnir aftur,“ seg- irt Hassan Hamada, yfirmaður úr sýrlenska flughernum, sem flúði yfir í hitt liðið og er nú í forustu upp- reisnarhersins. Sýrland skóli erlendra vígamanna ERLENDIR VÍGAMENN FLYKKJAST TIL SÝRLANDS TIL AÐ TAKA ÞÁTT Í UPPREISNINNI GEGN BASHIR AL-ASSAD. ÁHYGGJUR HAFA VAKNAÐ UM AÐ SÝRLAND VERÐI ÚTUNGUNARSTÖÐ HRYÐJUVERKAMANNA LÍKT OG AFGANISTAN FYRIR 30 ÁRUM. Sýrlenskur uppreisnarmaður í héraðinu Idlib mundar loftvarnabyssu og reynir að miða út flugvél frá stjórnarhernum. Landamærabærinn Atimah, þar sem erlendir jihadistar safnast saman, er í héraðinu. AFP HEIMURINN tu til bana rúm smenn Mo- hameds Morsis, s egypski herinn steypti af stóli forseta. Stuðnings- menn Bræðralag múslíma kröfðust þess í fjöl um að hann yrði sett embætti að nýju. Adly Man erh KANADA LAC-MEGANTIC st með olíufarmjórnlaus leS p urakk í bænfór út af sporinu og s s hafi50ttast er aðí Quebec í Kanada. Ó ð skipulagiað til þesslátið lífið. Málið gæti o ur á aðytt og aukið líkolíuflutninga verði bre smíðuð verði olíuleiðsla, sem kanadísk stjórn- völd hafa þ á bandarís ráðamenn verði lögð LÚXEM LÚXEMB af sér sem t Hann hefu því hefur verið ha landsins hafi hlerað s var 18 ár í embætti o evrumálum, meðal an hóps evrópskra fjár IS stökök á mi þeil aða varð nn Osa a bi La í Pa an æpkist í s 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.7. 2013 Evrópskir jihadistar – Nýjasta útflutningsvaran, sagði í fyr- irsögn greinar eftir Soeren Kern, fræðimann við Gate- stone-stofnunina í New York, í mars. Þar sagði hann að Sýr- land hefði tekið við af Afgan- istan, Pakistan og Sómalíu sem helsti áfangastaður herskárra íslamista, sem vilja ná sér í reynslu af vígvellinum án op- inbers eftirlits. Breska ríkis- útvarpið, BBC, segir að leyniþjón- ustur í Evrópu hafi áhyggjur af því að evrópskir múslím- ar, sem nú berjast í Sýrlandi muni snúa aftur og fremja hryðju- verk. Palestínumaðurinn Maher Sukkar frá Líbanon er einn þeirra erlendu vígamanna, sem haldið hafa til Sýrlands. ÁHYGGJUR Í EVRÓPU * Vestræn ríki á borð við Frakkland og Bretland velta fyrir sérhvað muni gerast þegar jihadistar snúa aftur til Evrópu eftirað hafa náð sér í herþjálfun. Karim Emile Bitar, stjórnandi rannsókna við Stofnun alþjóðasamskipta og herfræði í Frakklandi. Alþjóðamál KARL BLÖNDAL kbl@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.