Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Blaðsíða 38
Hver hafa verið bestu kaupin þín fatakyns? Bestu kaupin sem ég hef gert voru ferskjubleik ull- arslá frá Aftur. Hljómar ekki praktísk eign og heilmikil fjáfesting en hún var þess virði. Stundum þarf maður að veðja á (bleikan) hest. En þau verstu? Verstu kaupin mín eru Max Azria-kjóll sem ég keypti í NYC á sínum tíma. Góð ráðlegging: Ekki fara í djús-megrun og svo beint í verslunarferð til útlanda. Kjóllinn er alltof lítill. Ég kemst í hann ef ég fæ gubbupest, annars ekki. Hvað hefurðu helst í huga þegar þú velur föt? Þegar ég vel föt er útgangspunkturinn yfirleitt sá sami: Líður mér vel í þessu? Þetta er einföld spurning en svarið ekki alltaf skýrt. Kannski finnst mér þetta falleg, vönduð flík og allar tískudrottningarnar búnar að missa vatnið yfir þessu, en ef mér líður eins og grillaðri samloku í flíkinni þá eru endalokin óumflýjanleg. Hver er flottasta búð sem þú hefur komið í? Flottasta búðin sem ég hef farið í er ekki beint flott, en hún sló í gegn hjá mér og sambýlismanni mínum. Hún heitir Grandpa og er í Stokkhólmi. Skandinavísk fatamerki, skemmtileg gamaldags húsgögn og lágstemmd, vinaleg stemning sem er vandfundin á þessu annars ofursnobbaða Södermalm-svæði. Ef þú þyrftir aldrei að kíkja á verðmiðann, hvaða flík eða fylgi- hlut myndirðu kaupa? Ef ég mætti fá mér flík og verðmiðinn væri ekki hindrun myndi ég velja mér fallega, klassíska Chanel-dragt. Ég geng ekki í drögtum enn sem komið er, en mér finnst þær heillandi og afskaplega dömulegar. Það myndi vega ágætlega upp á móti skvettuskapnum í mér. Að auki finnst mér Karl Lagerfeld, yfirhönnuður Chanel, stórskemmtileg fígúra og það myndi toppa allt ef hann gæti aðstoðað mig við valið. Hann myndi ef- laust súpa hveljur og kalla mig hval í kexpakka, þegar hann sæi mig í Chanel-dragt, en það væri algjört aukaatriði. Hann er líka eldri maður sem gengur um með leðurgrifflur. Hver dæmir fyrir sig. Þetta yrði aldeilis góður dagur. Ef þú fengir aðgang að tímavél sem gæti flutt þig aftur til árs að eigin vali og þú fengir dag til að versla, hvaða ár myndirðu velja og hvert færirðu? Í tímavélinni yrði ég að hugsa mig vel um. Árin í kringum 1950 eru lokkandi því þá réðu kvenleg snið ríkjum og útlits- lega hentar það mér og fæðingarmjöðmunum mínum mjög vel. Hins vegar yrði feministinn ég fljótlega frústreruð á tíðarandanum. Þá yrði stefnan tekin á Grikk- land hið forna því þar virðast allir hafa gengið í hvítum lökum og sandölum. Fyrst ég set þægindin í fyrirrúm hvort eð er, þá kýs ég Grikkland 500 f. Kr., takk! Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Til eru þónokkrar konur sem hafa þróað með sér stíl sem ég heillast af. Ein þeirra er Natalie Massenet, stofnandi netverslunarveldisins Net- a-porter. Hún er mér mikil fyrirmynd enda tókst henni að sameina tvö áhuga- mál mín: tísku og viðskipti, með þrotlausri vinnu. Hún hefur sýnt að maður þarf ekki að vera eins og módel til að ná langt í tísku, og maður þarf heldur ekki að vera gangandi reiknivél til að gera það gott í viðskiptum. Í mínum augum er það flottur stíll. Á að fá sér eitthvað fallegt fyrir sumarið [og þá hvað]? Í sumar ætla ég ekki að missa mig í fatakaupum heldur verða stóru kaupin fallegt og klassískt reiðhjól. Það tók mig tæpan áratug að taka bílpróf og því verður fagnað með því að kaupa glæsilegt hjól. Sumarið mun því fara í hjólaferðir með ökuskírteinið í rassvasanum. Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur að fatakaupum? Ein klassísk margsönnuð kenning í lokin: Hlébarðamunstur á alltaf við og dettur aldrei úr tísku. Það er náttúrulögmál. Karl Lagerfeld er töffari. AFP Natalie Massenet er mikil fyr- irmynd Önnu Margrétar. HÚMORISTI OG SKVÍSA „Kemst í kjólinn ef ég fæ gubbupest“ ANNA MARGRÉT GUNNARSDÓTTIR ER 25 ÁRA VIÐSKIPTAFRÆÐINEMI OG PJATTRÓFUPENNI. HÚN HEFUR VAKIÐ ATHYGLI FYRIR HNYTTINN HÚMOR OG SETTLEGAN STÍL. Í SUMAR ÆTLAR HÚN AÐ VINNA FYRIR SJÁLFA SIG ENDA MEÐ MÖRG JÁRN Í ELDINUM. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Önnu Margréti finnst gaman að klæða sig upp. Það er ekki gott að líða eins og samloku þegar haldið er út á lífið. Hlébarðamynstrið dettur aldrei úr tísku að mati Önnu Margrétar. *Föt og fylgihlutir Arnari Má Jónssyni var boðið starf hjá virtu tískuhúsi daginn eftir útskriftarsýningu sína »40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.