Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Blaðsíða 59
14.7. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 LÁRÉTT 1. Guð kópa getur gert hagkvæm innkaup. (3,4) 10. Fuglar á stiku skipa aftur fyrir. (12) 11. Fjöll eru yndi í lauslæti. (9) 12. Spannstu að endingu ull með fasta. Svo var sagt. (11) 13. Óhamin úr samanburðarhópi fær mylsnu. (9) 14. Áfellist mat á skít. (8) 15. Lág lega er mikilvægur grunnur. (10) 18. Hó, framganga og söngvarnir um jódyninn. (10) 20. Fá baug. Allt í lagi með klafa. (7) 22. Kolast ál í málmblöndu. (8) 25. Sækjast eftir eiturlyfjatöflum frá Bandaríkjunum. Það er öruggt. (7) 26. Iðkar afbrot um tíma. (12) 29. Færa að gáttum með varfærni. (5) 30. Vafði nídd út af vansæmd. (6) 31. Kunningsskapur sex nátta. (7) 32. Ósk um öpp nær næstum að verða að skelfingu. (5) 33. Göldróttar missa desílítra til skaðvænlegra. (8) 34. Angrandi gný má einhvern veginn fá frá þeim sem vinnur við listir án þess að vera listamaður. (11) 35. Snótin fær netið. (5) 36. Leiðslan með slæma sjón er dýrið. (16) LÓÐRÉTT 2. Slæmi aðbúnaðurinn er býsn. (7) 3. Kraftur kollu er í leiðslum. (7) 4. Blanda saman skriffærum í sérstökum geymslu. (12) 5. „Ekki streit sort“ sagði og opnaði munninn. (8) 6. Fóru að naga einhvern veginn plöntu. (8) 7. Hafðir grömm í dyrum. (6) 8. Víð með kíló sýnir að vænlegast er líka ískyggilegast. (13) 9. Elding úr fyrningu. (8) 16. Dugur með riss hjá drambsömum. (9) 17. Sonurinn með teppin ruglar hárinu. (14) 19. Vegir plantna. (11) 20. Í ham sat með belti, áfengi og fituna. (11) 21. Þýskir peningar Inga fyrir tæki eru búfjárverkfæri. (12) 23. Að lögmál leiði til aðsvifs. (9) 24. Færi gauk að nunnu til að rugla þau og gera þau hagvön. (11) 27. Sérðu er ekki skepna lengur en er það samt. (9) 28. Áfengi eftir viðsnúning rafta á snúrunni. (9) 32. Leti með ofn fjallsnafa. (6) Þessa dagana eru fjölmargir ís- lenskir skákmenn að búa sig undir þátttöku á mótum erlendis. Stór hópur ungra skákmanna mun taka þátt í skákhátíðinni í Pardubice í Tékklandi sem hefst um miðjan þennan mánuð; meðal þátttakenda er einnig Íslandsmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson. Henrik Dani- elssen og Hilmir Freyr Heimisson eru skráðir til leiks á Politiken Cup sem hefst um svipað leyti, bræð- urnir Björn og Bragi Þorfinnssynir hyggja á þátttöku á sterku móti sem hefst í heimaborg Tal í Riga hinn 5. ágúst nk. Skákvertíðin er hinsvegar fyrir nokkru byrjuð hjá Guðmundi Kjart- anssyni sem í sumar hyggur á þátt- töku á sex mótum á Spáni, sem öll eru hluti spænsku mótaraðarinnar. Mót nr. 2 stendur yfir þessa dagana og fer það fram í smábænum Benas- que sem er í námunda við Pýrenea- fjöllin. Héðinn Steingrímsson er einnig meðal þátttakenda og tveir gamalkunnir stórmeistarar Norð- urlanda einnig, Ulf Andersson og Heikki Westernen. Eftir sjö umferð- ir af tíu hafa þeir báðir fimm vinn- inga og sitja með öðrum í 28.-61. sæti meðal 428 keppenda, Héðinn er taplaus en Guðmundur, sem yfirleitt gerir ekki mikið af jafnteflum, hefur unnið fimm skákir og tapað tveimur. Hjörvar Steinn Grétarsson sem útskrifaðist frá Verslunarskólanum í vor og ætlar að leggja áherslu á skákina næsta árið a.m.k. valdi að taka þátt í opna skoska meist- aramótinu sem hófst í byrjun júlí. Eftir fimm umferðir er hann með 3½ vinning og er með efstu mönnum þó að tap fyrir enska stórmeist- aranum Daniel Gormally í fimmtu umferð hafi sett svolítið strik i reikninginn hjá honum. Andstæð- ingur hans í fjórðu umferð var áreið- anlega vel lesinn í fræðunum og beitti Benkö-bragðinu sem þessa dagana virðist ekki bíta jafn vel og á árum áður. Leiðin sem Hjörvar valdi er ein fjölmargra og sigur hans var afar sannfærandi. Hjörvar Steinn Grétarsson – Da- wid Oswald Benkö-bragð 1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 b5 4. cxb5 a6 Þó að þessi leikur liggi beinast við hefur ýmislegt annað verið reynt, t.d. að gefa peðið til baka, með 5. b6. Um skeið var eitt helsta svar hvíts við bragði Benkös leiðin: 5. f3 axb5 6. e4. Þá má nefna mótbragðið 5. Rc3!? axb5 6. e4 b4 7. Rb5 sem byggist á gildrunni 7. … Rxe4 8. De2 þar sem ekki dugar að hörfa með riddarann, 8. … Rf6 er svarað með 9. Rd6 mát! 5. bxa6 g6 6. Rc3 Bxa6 7. e4 Bxf1 8. Kxf1 d6 9. Rf3 Bg7 10. g3 0-0 11. Kg2 Rbd7 12. a4 Ha6 13. Dc2 Da8 14. Hd1 Hrókurinn er stundum hafður á e2 í þessu afbrigði en hér hefur hann það hlutverk að spyrna á móti fram- rás e-peðsins. Áður hefur verið leik- ið 14. Ha3 eða 14. Rb5. 14. … Db7 15. Hb1 Góður reitur fyrir hrókinn. Hvítur bíður átekta en heldur opnu fyrir framrás b-peðsins. 15. … e6 16. Bf4 exd5 17. exd5 Gott var einnig 17. Rxd5. ) Rh5 18. Be3 He8 19. b4! cxb4 20. Rb5 Hc8? Ráðleysislegt. Best var 20. … Rhf6! t.d. 21. Dc7 Da8 22. Rxd6 Hf8 og svartur á enn von. 21. De2 Rhf6 22. Hxb4 Rhf6 - sjá stöðumynd - 23. Rxd6 Rxe3+ 24. Dxe3 Dxb4 25. Rxc8 Dxa4 Tapar strax. Reyna mátti 25. … He6 en eftir 26. Da7 er fátt um fína drætti, t.d. 26. … Rf8 27. Rg5 Hf6 28. Re7+ Kh8 29. Rd5 og vinnur. 26. De8+ Rf8 27. Re7+ Kh8 28. Dxf7 Da2 29. Hd5! - og nú er engin vörn við hótun- inni 30. Dg8 mát. Svartur gafst upp. Helgi Ólafsson helol@simnet.is SKÁK Íslendingar tefla á spænsku mótaröðinni Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseð- ilinn með nafni og heim- ilisfangi ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Kross- gáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 14. júlí rennur út miðvikudag- inn 17. júlí. Vinningshafi krossgát- unnar 7. júlí sl. er Cecil Haraldsson, Múlavegi 7, 710 Seyðisfirði. Hann hlýtur í verðlaun bókina Dimmuvík eftir Jón Atla Jónasson. JPV gefur út. KROSSGÁTUVERÐLAUN Nafn Heimilisfang Póstfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.