Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Side 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Side 19
þ.e. Kreml, Rauða torginu og dómkirkju St. Basils. Til marks um breytta tíma voru rokktónleikar á torginu daginn sem greinarhöfundur var þar á ferð. Sungu ung- lingasveitir þar bandaríska slagara á sviði skammt frá grafhýsi Leníns, sem einhvern tímann hefði þótt saga til næsta bæjar. Tilvalið er að mæla með því að heimsækja torgið einnig þegar halla tekur en mikill fjöldi vill vera þar á daginn. Þar er hins vegar opið alla nóttina og alltaf ein- hverjir á ferli. Er ekki síður tilkomumikið að virða þess- ar byggingar fyrir sér upplýstar á þeim tíma. Hægt væri að hafa mörg orð um söguna á þessum slóðum en fjölmargar greinar og bækur gera þeim betri skil. Ekki var hins vegar síður áhugavert að heimsækja lítt kunnari slóðir í Moskvuborg. Minna þekkt en líka áhugaverð Á meðal síðari tíma kennileita sem vert er að skoða má nefna dómkirkju Krists frelsara, sem var reist á tíunda áratugnum og stendur steinsnar frá Kreml við bakka Moskvuárinnar. Dómkirkjan stendur á lóð samnefndrar kirkju, sem Stalín lét jafna við jörðu, og komst í fréttir á síðasta ári fyrir tónleika rokksveitarinnar Pussy Riot. Hugðist Stalín reisa þar eitt stórhýsið til, sem tákn um mikilfengleik kommúnismans á sínum tíma, en náði ekki fyrir andlátið. Alls reisti hann sjö slík stórhýsi víða um borgina, þ.á m. Moskvuháskóla. Stendur skólinn á hæð- inni Vorobevy gory, en óvíða er betra útsýni yfir borg- ina. Handan árinnar, gegnt kirkjunni, er komið í fyrrver- andi verksmiðjuhverfi sem á skömmum tíma hefur breyst í vinsælt svæði gallería, bara og skemmtistaða. Iðar þara allt af lífi frá morgni til kvölds og oft fram á nætur. Staðurinn Strelka nýtur þar mikilla vinsælda en hann er m.a. innréttaður í skandinavískum stíl að hluta og vinsæll hjá listaspírum, fjölmiðlafólki og hipsterum borgarinnar, sem eru ófáir. Á sama svæði liggur almenningsgarðurinn Gorky Park. Þar er m.a. að finna nútímagalleríið The Garage, sem Dasha Zhukova, unnusta Chelsea-eigandans Rom- ans Abrahmovich, rekur meðal annarra. Hafi fólk hug á minjagripum er Izmailovsky- markaðurinn rétt utan við miðbæinn einnig tilvalinn án- ingarstaður en þar má gera góð kaup svo sem á babúsk- um og öðrum rússneskum munum. Fjölbreytt úrval veitingastaða og bara Moskva verður seint talin ódýr heim að sækja. Verðlag- ið ætti þó ekki að skjóta Íslendingum skelk í bringu enda oftar en ekki sambærilegt við það sem maður á að venjast að heiman eða ódýrara. Úrval veitingastaða er fjölbreytt og úr nægu að velja. Matseðlar fást nánast undantekningarlaust í enskri út- gáfu, sem er vel fyrir ferðamenn. Óhikað má mæla með veitingastað skáldsins, Cafe Pushkin, sem nýtur mikilla vinsælda og virðingar. Vilji menn upplifa gömlu sovét-stemninguna kemur klúbb- urinn Petrovich sterkur inn. Hann lætur kannski lítið yf- ir sér að utan, enda í lítt merktum kjallara, en þegar inn er komið kveður við annan tón. Þar ríkir stórskemmtileg stemning, vodka er afgreitt í mjólkurglösum, með ljúf- fengum mat og lifandi tónlist. Sé fólk á höttunum eftir léttari matreiðslu, jafnvel í anda Miðjarðarhafsins, skal sérstaklega bent á Oldich – Dress & Drink, en það ein- staklega skemmtilegur staður með bakgarði. Er inn- gangurinn falinn baka til í vinsælli vintage-verslun, en það á að vera vísun í kanínuholuna frægu sem leiddi Lísu til Undralands. Sé það næturlíf og tilhugsunin um drykk í huggulegu umhverfi sem heillar koma fyrrnefndir Oldich og Strelka sterkir inn. Annar skemmtilegur staður í anda liðins tíma er Kvartira 44. Sá er til húsa í gamalli íbúð, í anda sovét-tímans, skammt frá Rauða torginu. Athygli vakti að hipsterar frá öðrum löndum voru þar áberandi og staðurinn um margt líkur íslenskum bar. Sé það hins vegar útsýni sem heillar má m.a. leggja leið sína á bar- inn á þaki Ritz-hótelsins við Tverskaya Ulitsa-versl- unargötuna í miðbænum. Þar sést vel yfir Rauða torgið, St. Basil-dómkirkjuna, Dúmuna og Kreml. Verið þó viðbúin að þurfa að greiða ríflega íslenskt verð fyrir hanastélið hér. Eitt er víst að Moskva hefur upp á fjölmargt að bjóða fyrir áhugasama, hvort sem hugurinn beinist að sögu, listum, mat, drykk eða næturlífi. Passið bara að hafa orðabókina eða a.m.k. kyrillíska stafrófið alltaf með ykk- ur – en það auðveldar ferðalagið til muna. 14.7. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 A81 Hönnuðir: Atli Jensen og Kristinn Guðmundsson Verð frá: 27.800,- Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Íslensk hönnun og framleiðsla Neðanjarðarlestakerfi Moskvuborgar er eitt hið fullkomnasta í heimi, þótt komið sé til ára sinna. Ekki einungis eru stöðvarnar fagurlega skreyttar og hver annarri glæsilegri, heldur er kerf- ið jafnframt eitt það skil- virkasta sem fyrirfinnst. Daglega flytur Metró- ið í Moskvu fleiri farþega en sambærileg kerfi í New York og Lundúnum til samans. Liggur í augum uppi að miklu skiptir að slíkt kerfi gangi hratt og skipulega fyrir sig og sem dæmi líða aldrei fleiri en 30 sekúndur á milli lesta á mesta annatíma. Fyrir ferðamanninn gildir hér eins og annars staðar í Moskvu að gott er að vera búinn að kynna sér letur heimamanna, enda allar merkingar á kyrillísku. Flestar ferðahandbækur innihalda kort sem sýna stöðv- arheitin bæði á upprunamálinu sem og ensku, auk þess sem oftar en ekki er hægt að nálgast slík kort á hótelum. Þarf bara að gefa sér lengri tíma til að komast í gegnum stöðvarnar, vilji maður enda á réttum stað, en er vel gerlegt. Skilvirk listaverk neðanjarðar Stalín lét reisa flestar bygginganna við breiðgötuna Tverskaya Ulitsa. Margar þeirra hýsa nú vestrænar verslunarkeðjur. Morgunblaðið/Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir Það er varla hægt að skrifa um Moskvu án þess að minnast á Bolshoi- leikhúsið og samnefndan ballettflokk. Eigi fólk leið um borgina er það eindregið hvatt til að ná sér í miða, enda einungis dansarar á heimsmælikvarða sem fá að starfa með flokknum. Ballettunnandi eður ei – ekki er annað hægt en að heillast af fim- legum tilburðum dansaranna, þar sem þeir líða um sviðið í gulli skreyttum salnum, við verk allra helstu tónsmíðameistaranna. Ljóst er að allir hafa þeir undirgengist stífa þjálfun frá barnsaldri, til að ná þarna á svið. Það verður ekki miklu hærra komist í ballettheiminum. Fregnir af ósætti og árásum innan veggja leikhússins, eins og und- anfarið hafa verið í fréttum, varpa ljósi á hvaða áhrif samkeppnin í þessum heimi getur haft. Það er hins vegar fljótt að gleymast á með- an fylgst er með fótaburði og tígulegum hreyfingum á sviðinu. Ballett á heimsmælikvarða í Bolshoi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.