Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Blaðsíða 63
14.7. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 63
... með ekta Síríus rjómasúkkulaðiÁRNASY
N
IR
Einn af stærstu leikmönnum tölvuleiksins
EVE Online missti geimskipið sitt um síðustu
helgi í ótrúlegri fléttu milli tveggja deilda.
Skipið var metið á hvorki meira né minna en
9.000 dollara, rúmlega 1,1 milljón króna. Leik-
maðurinn, sem kallar sig TSID í leiknum, var
búinn að eyða gríðarlegum tíma og fjármunum
í skipið sitt sem hann kallaði Revenant en
missti það á aðeins nokkrum mínútum. Skipið
var eitt sjaldgæfasta geimskip sem til er í leikn-
um, svokallað súperskip. Þau voru þrjú til en
nú eru þau aðeins tvö.
Árásin var skipulögð af andstæðingum liðs
Pandemic Legion sem kalla sig Verge of Coll-
apse en þeir höfðu fengið einn virtan leikmann
innan Pandemic Legion til að skipta um lið.
Héldu leikmenn í Pandemic Legion þegar hann
sendi neyðarkall að hann væri eðlilega í vand-
ræðum. Kom í ljós að enginn var í vandræðum
heldur var þetta dulbúið neyðarkall og flóðgátt-
ir af byssuhljóðum og sprengjum fóru af stað.
Verge of Collapse komu andstæðingum sín-
um í opna skjöldu og hófu stórskotahríð, skutu
andstæðinga sína í kaf. Eigandi Revenant og
aðrir í liði Pandemic Legion gátu lítið gert í
gerviheimsblóðbaðinu og fer bardaginn í sögu-
bækur EVE Online. Eru spilarar eðlilega ekki
á eitt sáttir um þær aðferðir sem þarna var
beitt en alls eyðilögðust 15 skip í bardaganum.
Svikarar eru aldrei vel liðnir.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem leikurinn
missir stórt skip. Fyrir átta mánuðum var sex
þúsund dollara skip eyðilagt. Stærsta og dýr-
asta skip leiksins er hinsvegar metið á 350 þús-
und dollara í deild sem kallar sig Project Entr-
opia.
Eitt sjaldgæfasta skipið sprengt
Rúmlega 500.000 áskrifendur eru að EVE On-
line og eiga flestir spilarar nokkur skip.
Poppstjarnan Rihanna skellti sér í
tívolíið í Kaupmannahöfn. Hún hélt
tónleika í borginni fyrr í vikunni og
lét loka tívolíinu fyrir sig og sitt
fylgdarlið eftir þá. Enginn fékk að
fara með henni í tækin. Hin 25 ára
Rihanna fór í öll þau tæki sem Ís-
lendingar þekkja svo vel, flugvélina,
rússibanann og rólurnar en tívolíið
er annar elsti skemmtigarður
heims.
Eftir að Rihanna hafði klárað sína
tónleika á Hróarskeldu hélt hún til
Póllands í áframhaldandi tónleika-
hald. Rihanna heldur svo aftur til
Norðurlandanna í lok júlí og kemur
fram í Bergen, Osló og Helsinki.
Rihanna og fylgdarlið skemmtu sér
vel í tívolíinu eins og sjá má.
AFP
TÍVOLÍINU LOKAÐ FYRIR
RIHÖNNU OG FÉLAGA
Nautahlaupið í Pamplona á Spáni
og gríðarleg hátíðarhöld því tengd
er hafið en hátíðarhöldin standa yf-
ir í níu daga.
Mikill gleðskapur fylgir hlaupinu
ár hvert en mesta spennan er að
vita hvort að þátttakendum takist
að hlaupa undan nautunum sem
rekin eru eftir götunum af æstum
mannfjöldanum. Hlaupið fer þannig
fram að nautum er sleppt út á göt-
ur borgarinnar Pamplona og elta
þau hóp fólks inn á leikvang þar
sem oft kemur til blóðugrar við-
ureignar.
AFP
HLAUPIÐ UNDAN
NAUTUM Í PAMPLONA
Hlaupið vekur jafnan mikla athygli –
jákvæða og neikvæða.