Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Blaðsíða 15
tónlist en það skipti ekki nokkru einasta máli. Hún hvíldi í kjarnanum og söng af inn- lifun og sannfæringu. Þessu augnabliki gleymi ég aldrei meðan ég lifi. Þarna gerði ég mér grein fyrir því hverju ég hafði tapað í akademíunni. Ég vissi um leið að ég yrði að halda áfram að gera það sem skiptir mig mestu, sem er löngunin og sannfæringin sem fylgir því við að segja góða sögu í öllum þeim fínlegu blæbrigðum sem tónlistin býr yfir.“ Hvernig er tónlist þín? „Þegar ég skrifa, þá syng ég nóturnar og ef ég get ekki sungið þær, þá er ég óánægð- ur með það sem ég er að gera. Þegar ég var eitt sinn að semja verk fyrir sinfóníuhljóm- sveit þá hafði ég meira að segja ljóð í huga en þegar verkið var fullsamið strokaði ég út ljóðið og eftir stóð hljómsveitarverkið. Þessi aðferð virkar fyrir mig. Ég blanda gjarnan saman endurreisnar- barokk og þjóðlagatónlist. Einnig hef ég kynnt mér slavneska tónlist undarfarin ár og er búinn að tileinka mér tónsmíðatækni, sem er skyld tónlist austurkirkjunnar. Mér þykir vænt um angurværa andann sem hvílir í ís- lenskum þjóðlögum og reyni nú að hlusta eftir honum með slavneskum heyrnar- tækjum. Ég er hrifinn af finnsku þjóðinni. Ýmis ís- lensk þjóðlög, eins og til dæmis Sofðu unga ástin mín, gætu allt eins verið finnsk þjóðlög og Finnar hafa mikið dálæti á angurværum íslenskum þjóðlögum. Ég hélt að Finnar og Eistar væru líkar þjóðir en þegar ég kom til Eistlands til að ljúka þar mastersprófi komst ég að því að svo var ekki. Mér reyndist erf- iðara að skilja eistnesku þjóðarsálina.“ Með erkiengli í draumi Þú ert staðartónskáld í Skálholti og kirkju- vörður í Hallgrímskirkju og hefur samið verk við trúarlega texta. Ertu trúaður? „Ég var áður einn af þeim Íslendingum sem segja: Já, já, ég er svo sem alveg trúað- ur. En svo breyttist það í Eistlandi. Kennari minn þar, er trúaður og við ræddum mikið um trú. Hann krafðist þess að ég yrði forvit- inn um lífið og tilveruna og spyrði sjálfan mig stórra spurninga. Og ég fór að spyrja sjálfan mig. Er ég trúaður? Finn ég fyrir Guði? Ég las bækur um trúleysi og sann- færðist um að trú á Guð væri bull og vit- leysa. En svo gerðist það að á tveimur árum fór ég smám saman að finna fyrir þunglyndi. Allt hélst í hendur, 20. aldar akademían var að sliga mig og trúleysið bættist þar við. Mér fór að líða æ verr. Ég hafði ætlað í doktorsnám í Eistlandi en það var minningin um gömlu konuna sem söng svo sannfærandi við vatnið sem varð til þess að ég ákvað að gera það ekki. Ég ákvað að fara heim til Ís- lands og finna kjarnann í sjálfum mér. Mér fannst ég ekki lengur vera í tengslum við sjálfið mitt. Ég kom heim til Íslands og tal- aði opinskátt um trúleysi mitt við aðra í von um að skilja mig betur. Allt þetta varð til þess að ég skrifaði ekki tónlist í að minnsta kosti eitt ár. En svo eina nóttina gerðist mjög und- arlegur atburður. Mig dreymdi að maður nokkur stæði við hliðina á mér, afar viðkunn- anlegur og fallegur. Í draumnum ferðuðumst við um heiminn og þegar við vorum staddir í skógi varð mér litið í augu hans. Þau opn- uðust og frá þeim streymdu ótrúlegir geislar í bláum lit. Ég vaknaði með tárin í augunum. Hver var þetta? spurði ég mig og það var eins og sjálfið hefði svarað: Mikael. Á netinu leitaði ég að upplýsingum um engla, vissi lít- ið um þá, og sá þá að nákvæmlega þessi blái litur átti við Mikael erkiengil. Eftir þennan undurlega draum fór mér smám saman að líða betur og núna finn ég að ég er í með- byr.“ Hreiðar Ingi í Hallgrímskirkju. Í baksýn má sjá mynd Kristínar Gunnlaugsdóttur af Mikael erkiengli. Hreiðar Inga dreymdi einmitt draum um Mikael. Morgunblaðið/Golli * Þessu augnabliki gleymi ég aldrei meðan ég lifi. Þarna gerði ég mér grein fyrir því hverju ég hafði tapað í akademíunni. Ég vissi um leið að ég yrði að halda áfram að gera það sem skiptir mig mestu, sem er löngunin og sann- færingin sem fylgir því við að segja góða sögu í öllum þeim fínlegu blæbrigðum sem tónlistin býr yfir. 14.7. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 GJÖRIÐ SVO VEL! Hafðu það hollt í hádeginu HAFÐU SAMBAN D OG FÁÐU TILBO Ð! HEITT & KALT | S: 533 3060 | heittogkalt@heittogkalt.is HEITT OG KALT býður starfsfólki fyrirtækja hollan og næringaríkan mat í hádegi. Matseðill fyrir hverja viku er birtur á: www.heittogkalt.is Sturla Birgisson er margverðlaunaður matreiðslumeistari og er í dómnefnd fyrir Bocuse d’Or sem er ein virtasta matreiðslukeppni heims.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.