Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.7. 2013 Franskur andi mun svífa yfir vötnum á stofu- tónleikum í Gljúfrasteini á sunnudag. Þá er 14. júlí, þjóðhátíðardagur Frakka, og munu Hlín Pétursdóttir söngkona og Gerrit Schuil píanóleikari meðal annars leika lög eftir Henri Duparc og Gabriel Fauré af því tilefni, auk laga við ljóð Halldórs Laxness. Tónleik- arnir hefjast klukkan 16. Gerrit Schuil hefur komið fram á tón- leikum víða um Evrópu, í Bandaríkjunum og Asíu. Hann hefur verið búsettur í Reykjavík frá 1992 og haldið hér fjölda tónleika. Hlín Pétursdóttir Behrens stundaði framhalds- nám við óperudeild tónlistarháskólans í Hamborg og hefur á ferli sínum sungið víða í tónleikahúsum. TÓNLEIKAR Á GLJÚFRASTEINI FRANSKUR ANDI Hlín Pétursdóttir kemur fram á tónleikunum ásamt Gerrit Schuil píanóleikara. Morgunblaðið/Golli Gamla skólahúsið í Ólafsdal er afar reisulegt og áhugavert að skoða. Sýningin er á efri hæðinni. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sýning sem fjallar um nám og störf kvenna í Ólafsdal við Gilsfjörð, þegar fyrsti búnaðar- skólinn var starfræktur þar, verður opnuð í gamla skólahúsinu á laugardag klukkan 14. Sýningin er á efri hæð skólahússins en skól- inn var starfræktur á árunum 1880 til 1907. Við opnunina mun Sigríður Hjördís Jör- undsdóttir spjalla um efni sýningarinnar við gesti en sýningin er samstarfsverkefni Ólafs- dalsfélagsins og Byggðasafns Dalamanna. Í gamla skólahúsinu verður þennan sama dag opnuð kynning á verkefni um matarhefðir við Breiðafjörð og á Ströndum. Kynningin kemur frá Þjóðfræðistofunni á Hólmavík. SÝNING Í ÓLAFSDAL NÁM KVENNA Þekkt er sú staðhæfing rit- höfundarins Samuels Johnsons að höfundur byrji aðeins að semja bók því lesandinn ljúki henni. Nema hann gefist upp á bókinni. Breska dagblaðið The Independent birtir nýja könnun á því hvaða bók- um lesendur gefist helst upp á. Efstar á listan- um eru hin vinsæla Fimmtíu gráir skuggar, eftir E.L. James, og Hlaupið í skarðið, ný raunsæisskáldsaga J.K. Rowling höfundar Harry Potter-bókanna. Lesendur bjuggust við meiri göldrum. Eat Pray Love var þriðja á listanum og þá Stúlkan sem lék sér að eld- inum eftir Stieg Larsson. Af klassískum bókmenntaverkum sögðust lesendur helst hafa gefist upp á Catch-22 eft- ir Joseph Heller og Hringadróttinssögu J.R. Tolkiens. LESENDUR MISSA ÁHUGANN UPPGJAFABÆKUR J.K. Rowling Tónlistarhátíðin „Englar og menn“ hefst íhinni þekktu áheitakirkju Strand-arkirkju í Selvogi á sunnudag og verður sjö næstu sunnudaga í kirkjunni. Markmiðið með hátíðinni er að bjóða upp á vandaða tón- listarviðburði á þessum sögufræga stað og auðga um leið tónlistarlíf á Suðurlandi. Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona er list- rænn stjórnandi hátíðarinnar og kemur nú að tónlistarflutningi í kirkjunni áttunda sumarið í röð. Eiginleg tónlistarhátíð í Strandarkirkju var fyrst haldin á síðasta ári, að hennar frum- kvæði, og stóð þá yfir tvær helgar. Að þessu sinni er messu og tón- leikum fléttað saman. Fjóra af sunnudögunum sjö verður guðsþjón- usta og þá verður tónlistin samofin athöfninni – í hin þrjú skiptin verða tónleikar eingöngu. Hátíðin hefst með guðsþjónustu 14. júlí kl. 14 þar sem prestur verður séra Anna Sigríður Pálsdóttir. Um tónlistarflutning sér Tríó- Suð, skipað þeim Margréti Stefánsdóttur sópransöngkonu, Jóhanni Stefánssyni trompetleikara og Hilmari Erni Agnarssyni organista. Sérlegur gestur tríósins verður Hjörleifur Valsson fiðluleikari. „Ég hef verið með tónleika í kirkjunni síðustu sjö ár. Kirkjan hef- ur alltaf verið full og gestum þótt vænt um þessar stundir,“ segir Björg. „Tónlistin lyftist í hæðir á þessum helga stað, það er sérstök stemning í þessari fallegu kirkju. Okkur langaði í kjölfarið að bjóða upp á meiri dagskrá, enda kemur fjöldi ferðamanna í Selvoginn alla daga yfir sumarið. Hugmyndin fékk hljómgrunn, þannig að okkur var gert kleift að hrinda hátíðinni af stokkunum, en hún er styrkt af Menningarráði Suðurlands, Tónlistarsjóði og Strandarkirkju.“ Meðal tónlistarmanna sem taka þátt í hátíðinni má nefna söngv- arana Önnu Sigríði Helgadóttur, Báru Grímsdóttur, Benedikt Krist- jánsson, Björgu og Hrólf Sæmundsson, organistana Aðalheiði Þor- steinsdóttur og Hannes Baldursson, Huldu Jónsdóttur fiðluleikara, gítarleikarann Chris Foster, harmonikkuleikarann Bjarna Frímann Bjarnason og Kór Þorlákskirkju, auk Elísabetar Waage hörpuleik- ara. Nánari upplýsingar eru á vefunum: kirkjan.is/strandarkirkja/. TÓNLISTARHÁTÍÐ Í STRANDARKIRKJU Englar og menn í áheitakirkju Tónlistarhátíð verður haldin næstu sunnudaga í Strandarkirkju. Morgunblaðið/Ómar „ÞAÐ ER SÉRSTÖK STEMNING Í ÞESSARI FALLEGU KIRKJU,“ SEGIR BJÖRG ÞÓRHALLSDÓTTIR SÖNGKONA. Björg Þórhallsdóttir Menning Þ að var kominn tími á að ég héldi einkasýningu,“ segir Hulda Há- kon myndlistarmaður en hún opnaði á dögunum sýningu í Vestmannaeyjum sem hefur verið afar vel sótt; fyrstu þrjá dagana munu nær þúsund gestir hafa skoðað verkin – þau sýna meðal annars makrílvöður, fugla og hóp fólks. „Sumir halda kannski að ég sé hætt að vinna í myndlistinni því ef undan er skilin sýning okkar Jóns Óskars í nýja listsalnum Tveimur hröfnum við Baldursgötu á dög- unum, þá hef ég ekki sýnt í Reykjavík frá árinu 2006. En ég hef unnið stöðugt, allan þennan tíma,“ segir Hulda. „Ég vinn mjög hægt og verkin mín hafa mörg farið beint til erlendra safnara, og hafa ekki verið á sýn- ingum áður. Svo veit ég auðvitað ekkert um það hvort þessi verk hér fara eitthvað.“ Sýningunni gaf Hulda ævintýralegt en jafnframt upplýsandi heiti: „Fuglar, haf, hús, fólk, skip sólskin og fiskur.“ En hvers vegna setur hún upp þessa stóru einkasýningu í Vestmannaeyjum? „Ég er með vinnustofu hérna og þetta er mjög þægilegt, ég þurfti nánast bara að fara með verkin í næsta hús að sýna þau. Ég hef vinnustofur bæði hér í Eyjum og í Reykjavík en stærri verkin vinn ég mikið hérna.“ Þegar spurt er hvernig standi á því að Hulda og Jón Óskar, eiginmaður hennar sem einnig er kunnur myndlistarmaður, séu með vinnustofu í Vestmannaeyjum, þá segir hún söguna þannig: „Fyrir langa löngu eign- uðumst við pening. Ekki mikinn en við fórum að leita okkur að vinnustofu að kaupa. Við vorum komin til Hveragerðis að leita og þá var veðrið svo gott og fallegt útsýni til Vest- mannaeyja. Við enduðum leitina því hér og fundum okkur þetta fallega hús. Það er mjög þægilegt að vera hér; samgöngur eru yfirleitt fínar, þetta er yndislegur staður og fólkið gott. Hér er allt af öllu.“ Sýnir með billjardborði Hulda segir að þau Jón Óskar reyni að eyða eins miklum tíma í Eyjum og þau geta. „Við erum að reka Gráa köttinn við Hverfisgötu í Reykjavík og það getur verið flókið að púsla tímanum saman en við erum sífellt meira hér úti. Við höfum verið að gera húsið hérna upp og það fer betur og betur um okkur.“ En hvernig kom til að hún setti upp þessa sýningu í Vestmannaeyjum, eftir að hafa ekki haldið einkasýningu í nokkur ár? „Mér var boðið að sýna hér. En aðdrag- andinn hefur verið langur, níu ár,“ segir Hulda og hlær. „Mér fannst bara alltaf að ég yrði að vera með almennilega sýningu hér og ætti að vinna verk sérstaklega fyrir hana.“ Á sýningunni eru fjórtán verk, af þeim hafa að- eins fjögur verið sýnd áður. „Ég bað um að fá að sýna í hráu húsnæði og þá var mér boðið þetta frábæra sýning- arrými sem er salur frímúrara í Eyjum. Þetta er gamalt netaverkstæði með hráum veggjum, góðu aðgengi og mjög fallegri birtu. Eina vandamálið, ef vandamál skal kalla því það er ekki stórvægilegt, er að ég sýni með billjardborði. Það er svo stórt að það er ekki hægt að taka það út úr salnum. En ég hef sýnt með loftinu á Kjarvalsstöðum og stiga í sýningarsal í Svíþjóð, þar sem hvorugt mátti hylja vegna sæmdarréttar arkitekta, og þess vegna fannst mér ekki mikið mál að hafa billjardborðið á sýningunni!“ Enga neikvæðni í verkin Hulda Hákon segist hafa verið mjög reið eft- ir efnahagshrunið, henni fannst sem fótunum hefði verið kippt undan því hvað það væri að vera Íslendingur. Að okkur hefði frá barn- æsku verið kennd einhver vitleysa og yf- irgangur, eins og að fólk eigi ryðjast fram og „aldrei að víkja“. „Og maður lærir ungur ljóð Egils Skallagrímssonar, þar sem því er hrós- að að fara í víking, höggva mann og annan. Mér hefur þótt erfitt að takast á við breytta afstöðu til hluta sem maður hugsaði annars aldrei út í,“ segir hún. „Á sýningu minni í 101 galleríi, árið 2006, sem ég kallaði EBITA, skoðaði ég nokkuð hamaganginn í samfélaginu á þeim tíma. En ég vildi ekki fara að dæla þessum ömurlega neikvæða heimi eftir hrun inn í verkin, vildi heldur horfa á björtu hliðarnar. Hér sýni ég til dæmis gyllt textaverk sem fjallar um haf, björg, himin, hetjur og sólskin. Mér finnst það vera Vestmannaeyjar. Það er smitandi dugnaður hérna og mikil náttúrufegurð.“ Meðal annarra verka eru þrjú sem sýna makríl, þennan furðufisk sem hefur gert sig heimakominn hér við land. Á einu verkinu er orðið Háfadjúp en á hinu orðið Háadýpi. Hulda segir um sömu fengsælu fiskimiðin að SÝNING HULDU HÁKON Í VESTMANNAEYJUM HEFUR VERIÐ AFAR VEL SÓTT Fuglar, haf, hús, fólk, skip sólskin og fiskur „ÞAÐ VAR FARIÐ AÐ TRUFLA MIG AÐ FÓLK SÉR EKKI VERKIN ÁÐUR EN ÞAU FARA TIL EIGENDA SINNA OG ÞVÍ ÁKVAÐ ÉG AÐ DRÍFA UPP ÞESSA SÝNINGU HÉR Í EYJUM,“ SEGIR HULDA HÁKON UM NÝJA SÝNINGU SÍNA. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Hulda með tíkinni Heiðu. „Það er smitandi dugnaður hérna og mikil náttúrufegurð.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.