Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.7. 2013 Einhvers konar vírusóþverri virðist hafa gengið um Fésbókina að und- anförnu sem margir hafa brennt sig á. Stuðmaðurinn og miðborg- arstjórinn Jakob Frímann Magn- ússon taldi ærna ástæðu til að vara vini sína við og skrifaði eftirfar- andi tilkynningu: „Varist vírus með þeldökkri ástarlífsmynd og opnið ekki – ekki einu sinni „comment“ til viðvörunar.“ Þegar þetta er ritað höfðu 13 deilt færslunni. Sirkuslistahátíðin Volcano hófst á fimmtudaginn sl. í Vatnsmýrinni. Sjónvarpskonan Margrét Erla Maack er á meðal þeirra sem koma þar fram, en hún fer fyrir sýning- unni Skinnsemi. Margrét hefur hugsanlega bjargað blygð- unarkennd fjögurra barna þar ef marka má skrif hennar á Facebbo- ok:. „Í kvöld kl. 23 þurfti ég að vísa fjórum börnum út úr sirkustjaldi því foreldrarnir höfðu keypt miða á dónasirkus. Börnin voru á aldr- inum 4-10 ára. Úbbsassí.“ Meistaraflokkur karla hjá KR sló norðurírska félagið Glentoran úr Evrópukeppni á miðvikudagskvöld. Í kjölfarið skrifaði Guðmundur Reynir Gunnarsson, leikmaður liðsins, á Facebook: „3-0 í Europa! Er ekki hægt að fá lið með hærri standard?“ Slíkt væri svo sem ekki í frásögur færandi nema vegna þess að í næstu umferð keppninnar mætir liðið einmitt Standard Liege frá Belgíu. Einar Bárð- arson, sem gjarn- an hefur verið nefndur umboðs- maður Íslands, skrifaði þessa skemmtilegu færslu: „Hér eru fjór- ar sjö ára á hljómsveita æfingu í bíl- skúrnum hjá mér. Syngja hér há- stöfum með Miley Cyrus – stefnir í Nylon II ef ég fer ekki stöðva þetta.“ Nú er bara að bíða og sjá. Er ekki alveg kominn tími á nýtt ís- lenskt stúlknaband? AF NETINU Clara Rankin kallar ekki allt ömmu sína. Hún er fædd árið 1917 og er því 96 ára en lætur aldurinn ekki stöðva sig. Hún er hingað komin til að ferðast um Ísland með hópi fólks frá Cleveland, Ohio í Bandaríkj- unum, ferð sem Náttúrugripasafnið þar í borg skipulagði. Með í för er fuglafræð- ingur og vænta þau þess að sjá mikið af fuglum, en ferðinni er meðal annars heitið til Flateyjar. Einnig munu þau skoða ís- lenska myndlist og handverk. Rankin hefur ferðast víða um heim, frá fimmtán ára aldri og hefur heimsótt fjöldann allan af löndum. Hún er heilluð af eyjum, og hefur til að mynda farið til Galapagos-eyja. „Ég gat ekki staðist freistinguna, þegar ég heyrði af þessari ferð, ég elska eyjur,“ segir hún. Hún segir að henni líði mjög vel á Íslandi og fólkið sé vinalegt. „Ég hlýt að vera með norrænt blóð,“ segir hún og hlær. Þegar hún er spurð hvort hún hyggst ferðast meir á ævinni, svarar hún: „Hver veit!“ Clara hefur ferðast um heiminn í áttatíu ár. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ferða- langur á tíræðisaldri Vettvangur Ekki kann ég svarið en hef það á tilfinningunniað það kunni að vera erfiðara að svara þess-ari spurningu fyrirsagnarinnar en virðist við fyrstu sýn. Ég sé ekki betur en það gangi í einhvers konar tískusveiflum hvernig fólk vill svara spurn- ingunni. Það hljómar vel í eyrum að vilja stytta nám. Það þykir sýna vilja til að nýta tímann vel, drífa alla út á vinnumarkað sem allra fyrst þannig að unga fólkið geti í snarhasti farið að búa til verð- mæti eða ef sá hæfileiki er ekki fyrir hendi að braska og hafa það gott, græða á daginn og grilla á kvöldin, eins og einhvern tímann var sagt. Er þetta kannski málið? Eða hvað? Mín kynslóð, óháð hvar hún stendur í pólitík, virðist á einu máli um hve gott það hafi verið að hafa fengið tækifæri til að vinna á sumrin með skólanámi, það hafi gefið innsýn í vídd- ir tilverunnar og margbreytileika atvinnulífsins og þjóðlífsins. Þetta var löngu fyrir daga grillsins. Og á þessum tíma áttu vesalings braskararnir ekki sjö dagana sæla. Úthrópaðir. Mér er það í fersku minni, þótt nokkuð sé um liðið, að koma til náms við Edinborgarháskóla og heyra af félögum mínum í öðrum háskólum vítt og breitt um heiminn. Nánast alls staðar vegnaði landanum vel. En hvers vegna? Var það vegna þess að við höfðum setið svo lengi á skólabekk? Vegna þess að skólarnir okkar hefðu verið betri? Vissulega voru þeir ágætir, en nei, það var vegna þess að við vorum eldri en unga og óreynda fólkið sem var að koma inn í bresku há- skólana á þessum tíma. Við vorum þroskaðri! Og það var árafjöldinn og lífsreynslan sem aldurinn hafði fært okkur, sem þarna skipti sköpum. Ef þetta er rétt þá þarf að staldra við áður en hrapað er að ákvörðunum um lengd á námi upprennandi kynslóða með tilheyrandi styttingu á sumarhléum og enn pakkaðri námskrá. Með öðrum orðum, spyrja þarf hvort rétt sé að ræða um lengd náms einvörðungu með hliðsjón af magni fræðslu sem megi innbyrða á sem skemmstum tíma og sparnaði við að stytta nám eða hvort horfa þurfi til þroska og lífsreynslu sem árin færa í gjöfulu umhverfi menntastofnana. Bestu ár ævi minnar voru námsár mín. Ég mun ævinlega standa í þakkarskuld við samfélag mitt sem gerði mér kleift að stunda nám á þrítugsaldri. Þá var ég að ganga í gegnum mót- unarár lífs míns. Það var ekki lítils virði að fá að vera í örvandi umhverfi á slíku tímakeiði í lífinu. Ekki ætla ég að bera þetta saman við grillstund að lokinni góðri gróðalotu. Auðvitað hefur margt breyst í samfélaginu frá því mín kynslóð var að alast upp. Það er ekki lengur auðhlaupið að því að skapa ungu fólki sumarstarf í samfélagi sem er bú- ið að einangra sig frá árstíðunum og hætt að vera tarna-atvinnulíf hinna löngu sumarnátta; og afi og amma á sveitabænum fyrir löngu komin á Grund og Eir, þrotabú bankanna jafnvel komin með ráðn- ingarvaldið á Brú, Bolastöðum og í Maríuhvammi. Engin ömmubörn og unglingar á þeim bæjum. Margt er breytt. En varla við sjálf að upplaginu til. Þurfum við ekki að hugsa þessi mál saman. Ég held að við séum flest á svipuðum nótum. Látum ekki hina póltísku lausnagerðarmenn eina um hituna. Þeir horfa á kostnaðinn í dag og á morgun. En þetta er ekki spurning um stundarsparnað heldur eitthvað miklu meira. Þetta snýst um hjartsláttinn í samfélaginu. Á að stytta nám eða lengja? * „Þurfum við ekki aðhugsa þessi mál saman.Ég held að við séum flest á svipuðum nótum.“ ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Act alone, elsta leiklistarhátíð landsins, verður haldin tíunda árið í röð á Suðureyri dagana 8.-11. ágúst. Fjölbreytt dagskrá verður í boði fyrir gesti og verður dagskráin sérlega einleikin og einstök í ár að sögn Ársæls Níelssonar, yfirsviðsstjóra Act alone. „Hátíðin var upphaflega hugsuð sem leiklist- arhátíð þar sem áhersla er lögð á einleiki. Smátt og smátt höfum við hins vegar víkkað sjóndeild- arhringinn og nú er þetta orðin fjölbreytt hátíð fyrir alla þá sem eru einyrkjar í sinni list. Við höf- um undanfarin ár verið með danssýningar, tón- leika og myndlistarsýningar og það hefur tekist mjög vel,“ segir Ársæll, en meðal þeirra sem munu koma fram á hátíðinni í ár eru Mugison, Víkingur Kristjánsson úr Vesturporti og Bjart- mar Guðlaugsson. Í fyrsta skipti í sögu hátíðarinnar var efnt til handritakeppni undir yfirskriftinni „íslenski sjó- maðurinn“. Óskað var eftir einleik sem fjallaði um íslenska sjómenn, en sá höfundur sem þykir eiga besta einleikinn að mati dómnefndar Act alone mun hljóta 250.000 krónur í verðlaun. „Við aug- lýstum eftir handritum fyrir keppnina en eina skilyrðið var að verkið þyrfti að fjalla um íslenska sjómanninn. Það kom okkur skemmtilega á óvart hversu mikill áhugi var fyrir keppninni og það verður spennandi að sjá hver hlýtur fyrstu verð- laun,“ segir Ársæll. Efndu til handritakeppni Leiklist Fjölbreytt dagskrá verður í boði fyrir gesti en hátíðin leggur áherslu á einyrkja í sinni list.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.