Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Page 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Page 48
Viðtal 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.7. 2013 skynjaði strax alvarleika málsins,“ segir Hallgrímur. „Ég hélt meðvitund allan tímann og var rólegur að ég tel, þótt ég hafi strax áttað sig á því að ekki var allt með felldu. Öndun var erfið og brjóstkassinn greinilega ekki í lagi. Strákarnir sáu að fæturnir voru mölbrotnir, Kjartan skellti mér í læsta hliðarlegu og vék ekki frá mér í þá tvo tíma sem við biðum eftir aðstoð björgunarsveitarmanna. Við- brögð hans hjálpuðu mér gríðarlega mikið; hann spjallaði við mig, gaf mér vatnssopa og lét mig vita hvað tímanum leið. Sagði mér að ég yrði að vera rólegur. Vissulega var ég skelkaður en gerði það líka fyrir hann að halda ró minni.“ Björgunarsveitarmenn komu mjög fljótlega á staðinn á sleðum en ekki var talið ráðlegt að flytja Hallgrím niður af fjallinu nema í snjóbíl og töluverðan tíma tók að aka honum upp eftir. Tveimur tímum eftir slysið var komið með Hallgrím á Sjúkrahúsið á Akureyri (FSA) og um sex- leytið – þegar fjórar klukkustundir voru liðnar frá slysinu – var hann kominn í bráðaaðgerð á Landspítalanum í Fossvogi. „Allt gekk eins og smurð vél frá því ég var sóttur á fjallið og þar til ég var kominn í viðgerð í Reykjavík. Það leið ekki sekúnda sem menn vissu ekki hvað þeir ætluðu að gera við mig. Einbeiting allra var til fyrirmyndar.“ Fyrirgefðu! Þegar komið var af fjalli og inn á FSA var Hallgrímur strax settur í heilaskanna. „Þegar hálfur líkaminn var kominn inn var stoppað og mér bakkað út því strax sást hve tjónið á ósæðinni var mikið. Um leið og mér er drösl- að út úr maskínunni heyri ég lækni panta flugvél og ég var drifinn út á völl. Konan mín þurfti að sinna litlu dótt- ur okkar og komst ekki með en mágkona mín, sem er læknir, fór með mér. Ég gleymi aldrei þeim 38 mínútum sem við vorum á flugi. Þegar ég horfðist í augu við mág- konu mína sá ég á svipnum á henni að ekki var allt eins og það átti að vera. Ég var ekki á leið til Reykjavíkur til þess að láta gera við beinbrot heldur af einhverri mun al- varlegri ástæðu en fékk ekkert að vita fyrr en í Reykjavík hvað það var. Var ekki talinn mega við því ójafnvægi.“ Margt fór í gegnum huga Hallgríms, m.a. að hann hefði betur sleppt sleðaferðinni. Líklega eru það eðlileg við- brögð. Fyrst og fremst segist hann þó hafa haft áhyggjur af sínum nánustu. „Skítt með að einhver bein hefðu brotn- að; það var erfitt að skilja við Þóru við sjúkrabílinn á flugvellinum því hún var greinilega í uppnámi. Það er erf- itt að horfa upp á sína nánustu þjást, að ég tali nú ekki um ef maður á einhvern hlut í þeirri þjáningu. Og mér þótti það vissulega líka merki um alvarleika málsins að mágkona mín væri send með.“ Hann segir engan eiga að leika sér að eldinum. „Mér fannst að ég hefði verið í einhverjum asna strákaskap að leika mér þegar ég átti að vera heima að skipta um bleyj- ur eða skúra. Skammaðist mín fyrir sjálfselsku.“ Svo áttaði Hallgrímur sig á því að ekki væri ástæða til að hugsa á þennan veg. „Það var mjög erfitt að hitta konuna mína þegar hún kom til mín á sjúkrahúsið og eins pabba gamla. Það fyrsta sem kom upp úr mér í langan tíma, annað en tæknileg yf- irferð á ástandi mínu við björgunarsveitarfólk, er að ég segi við Þóru: Fyrirgefðu! Mér fannst ég hafa gert eitt- hvað af mér.“ Hann lá á gjörgæsludeild í tæpa viku og segir það hafa verið gríðarlega erfiða daga. „Konan mín kom fljúgandi og var hjá mér í einn dag á meðan ég var á gjörgæslu, ætt- ingjar fóru svo að tínast til mín og gömlu vinirnir frá því ég bjó í Reykjavík, og þá skynjaði ég hvers lags guðs mildi það var að ég gæti sagt hæ, þó ekki væri meira. Á myndum frá þessum tíma sést að ég er eins og liðið lík; búinn að fara í margar skurðaðgerðir á höndum, fótum og brjóstholi. Nú sér maður sjálfan sig í allt öðru ljósi en áð- ur og er þakklátur fyrir að hafa komist niður af fjallinu með hjartslátt.“ Dýrmætar myndir á veggjunum Það er hættulegt að keyra eftir Miklubrautinni, segir Hall- grímur, hættulegt að klífa fjöll og fara á hestbak. „Það þýðir samt ekki að hætta að lifa lífinu. Slys verða en þau kenna manni að meta það sem skiptir máli. Ég man að mér þótti ægilega vænt um fína snjósleðann minn um árið, stífbónaðan uppi á kerru. Svo fór maður og lék sér á hon- um. Í dag skiptir svona efnislegt drasl engu helv… máli. Það er allt annað sem fær mann til að gleðjast og vera hamingjusamur.“ Dagarnir á sjúkrahúsinu voru Hallgrími erfiðir sem fyrr segir en hann var staðráðinn í að komast heim sem fyrst. Eitt togaði sérstaklega í hann: „Stuttu fyrir slysið kom inn í líf okkar Þóru lítil stelpa, Iðunn Vilborg. Þóra kom með myndir af henni sem voru hengdar upp á sjúkrastofu- vegginn andspænis rúminu mínu og ég horfði í augun á veggnum í nærri einn og hálfan mánuð; fyrst í viku í Reykjavík, sem var erfiðasti tíminn því mér leið mjög illa, Hallgrímur er einn eigenda og yfirmatreiðslumaður á veit- ingastaðnum 1862 Nordic Bistro í Hofi. Allsendis óvíst er hve- nær hann kemur aftur til starfa og hvers hann verður megnugur. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson „Allir, sem halda á litlu barni í fanginu, vita að það þarf ekkert meira í lífinu! Ég fer á fætur og ég mun standa uppréttur og halda á henni einhvern tíma,“ segir Hallgrímur Sigurðarson. Gleðin var við völd þegar blaðamaður Morgunblaðsins heimsótti fjölskylduna nýverið. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 13 20 54 SUMAR- MARKAÐUR ELLINGSEN ALLT AÐ AFSLÁTTUR 70%

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.