Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.7. 2013 V indar breytinga blása nú um Santiago Berna- béu. Franski snillingurinn Zinidine Zidane leið- ir byltinguna bak við tjöldin en hann er í þjálf- araliði Carlo Angelotti. Þekkir hvern krók og kima á Bernabéu og hefur fylgst með spænska boltanum lengi. Þeir Angelotti eru miklir vinir síðan þeir voru saman hjá Juventus og hafa haldið því sambandi síð- an. En 30 árum eftir að hinir fimm fræknu frá Madrid stigu á völlinn (Butragueño, Míchel, Martín Vázquez, Sanchís og Pardeza sem allir voru uppaldir) eru loksins komnir erf- ingjar. Isco, Carvajal, Jesé, Morata og Illara heita kapp- arnir. Allir voru þeir í sigurliði U-21 árs liði Spánar og allir eru þeir búnir að sanna sig sem ekki aðeins efnilegir leik- menn heldur góðir. Þeir eru ekki allir uppaldir eins og Bör- sungar heldur keyptir. Alvaro Morata, Jese Rodriguez og Nacho voru að banka á dyrnar hjá aðalliðinu á síðasta tíma- bili og þykja mikil efni. Þeirra hlutverk verður stærra næsta tímabil. Það er því ljóst að einhverjir af ofurstjörn- unum verða að fara. Á HM-tímabili vill enginn vera fastur á bekknum. Zidanes vs Pavones Jose Mourinho var við stjórnvölinn í þrjú ár og eins og hjá Chelsea og Inter nennti hann ekki að bíða eftir ungum leik- mönnum. Gaf þeim aldrei tækifæri og seldi þá bestu burt, það er eins og hann trúi ekki á unglingastarf. Það er kannski eini gallinn hans sem stjóri. Það hefur farið tölu- vert í taugarnar á Madrídingum hve vel hefur tekist til hjá Börsungum með sitt unglingastarf. Sex til átta Börsungar eru venjulega í spænska landsliðinu á meðan Real Madrid á einn til þrjá. Casillas er yfirleitt eini uppaldi. Til er hugtak í Madrid sem heitir Zidanes and Pavones. Þar er átt við „hinir aðkeyptu“ gegn „hinum uppöldu“. Vitnað er í téðan Zidane og Fransisco Pavon sem var að keppa um sömu stöðu. Sá var uppalinn og þótti bara nokk- uð góður. En fékk eðlilega ekki tækifæri og hvarf á braut. Sá sem Madridingar syrgja hvað mest þessa dagana er Ju- an Mata, leikmaður Chelsea. Hann er uppalinn Madridingur en fékk aldrei tækifæri. Sá sína sæng upp reidda með Val- encia þar sem hann sló í gegn og er í guðatölu hjá Chelsea. Reyndar segja leigubílasögurnar að Mourinho vilji losna við hann frá Chelsa vegna tengsla hans við Madrid. Aðrir Pa- vonar sem hafa þurft að fara vegna skorts á tækifærum eru meðal annara Samúel Etóo, Roberto Soldado og Borja Valero. Einn gamall fær þó væntanlega sitt hlutverk á ný. Iker Casillas verður markvörður númer eitt. Ef Ancelotti ætlar að vinna stuðningsmenn á sitt band verður hann að hafa Casillas í búrinu. „Fótboltinn er nú samt bara þannig að ef einhver verðskuldar að vera í byrjunarliðinu er hann það,“ sagði Ancelotti. Það vill nefnilega oft gleymast að Diego Lopez (sá er leysti Casillas af hólmi) átti frábært tímabil í fyrra. Hann bjargaði oft á tíðum og heilt yfir var hann frá- bær. En hann er samt óvinsælasti leikmaður Real Madrid. Af því hann tók stöðu Casillas. Hann er samt uppalinn hjá félaginu og ætti því að vera tekið vel. En staða Casillas innan félagsins er nánast eins og Jesús er hjá kristnum. Haldið til Englands Þeir sem eru líklegastir til að fara frá Real er Alvaro Arbe- loa, Kaka, Xabi Alonso og Gonzalo Higuaín. Arbeloa var yf- irleitt fyrsta val Mourinho þrátt fyrir að vera veikasti hlekkur í varnarkeðjunni. Hann er ekki góður að verjast og ekki góður að sækja. En hann hlýddi Mourinho og það var nóg til að vera valinn í liðið. Nú er Daniel Carvajal kominn aftur til Real frá Bayern Leverkausen þar sem hann var frábær. Guttinn er uppalin Madrídingur eins og Arbeloa og var keyptur á 6,5 milljónir punda. Það er lítið fé því Carvajal var frábær á EM U-21 fyrr í sumar. Hann hlýtur að hafa verið keyptur til að spila – ekki til að hanga á bekknum. Xabi Alonso hefur verið orðaður við endurkomu til Englands eins og Higuaín sem mun að öllum líkindum klæðast Arsenal treyjunni næsta tímabil. Einn knattspyrnumaður sem spilaði 30 leiki á síðasta tímabili en fékk lítið sem ekkert hrós var króatinn Luka Modric. Enda var hann að spila sem djúpur miðjumaður og í samkeppni við Xabi Alonso. Ancelotti sagði þegar hann tók við að hann sæi ekki alveg Króatann sem varnarsinn- aðan miðjumann. Hann þyrfti sitt pláss – þyrfti sitt frelsi til að spila best. Þá er hann kominn í samkeppni við Isco, Özil, jafnvel Callejón og einn Brassa að nafni Kaka sem í smástund var dýrasti knattspyrnumaður heims. Þangað til Ronaldo var keyptur. Hendum inn Alonso, Khedira og jafn- vel Angel Di María og spilatími Modric á mikilvægu HM ári gæti verið takmarkaður. Kaka spilaði undir stjórn Ancelotti hjá AC Milan og var valinn besti leikmaður heims undir hans stjórn. Hvað verð- ur um hann? Kaka er aldrei með vesen og lætur trúna hjálpa sér á erfiðum tímum. Hann er með samning í tvö ár í viðbót og segist vilja berjast um sæti sitt í liðinu. Bras- ilísku liðin Sao Paulo og Corinthians vilja fá hann í sitt lið og þá er Bandarísk lið jafnvel sögð vera í myndinni. Pressan mikil Mourinho er ekki elskaður af stuðningsmönnum Madridar þrátt fyrir að hafa sett stigamet og unnið bikara. Síðasta tímabil var það lélegt í þeirra huga. (Þeir lentu í samt bara í öðru sæti í deildinni, komust í bikarúrslit og duttu út í undanúrslitum Meistaradeildarinnnar. Það er þokkalegasta pressa í Madrid.) Ímynd félagsins er í molum eftir elda sem Mourinho hafði kveikt. Real Madrid hefur þannig misst toppsætið yfir verðmætasta íþróttavörumerkið til Manchest- er United og vont umtal hefur minnkað tekjurnar. En nú á að snúa þessu öllu við. Vinirnir Ancelotti og Zid- ane eru þegar farnir að láta til sín taka og hver veit nema hvítklæddir Madrídingar komist loks á topp Evrópu með ferska fætur og landi tíunda Evrópubikarnum – eitthvað sem allt snýst um hjá félaginu og hefur gert alveg frá því sá níundi kom í hús 2002. Ítalinn Carlo Ancelotti með Zinedine Zidane þegar þeir tóku við. Ancelotti sagðist hafa breytt um þjálfarataktík vegna Zidane. Áður fyrr spilaði hann hina þekktu lok lok og læs taktík Ítala (Cattenaccio eða varnarbolta) en breytti yfir í 4-1-3-2 vegna hæfileika Zidane. „Það var ekki hægt annað en að spila sóknarleik með Zidane,“ sagði Ítalinn sem hefur haldið sig við þá stefnu. AFP Út með gamla inn með hið nýja REAL MADRID ER BYRJAÐ Á SUMAR- HREINGERNINGUNNI. HEILSTEYPTUM ATVINNUMÖNNUM Á BESTA ALDRI, SEM JOSE MOURINHO KEYPTI, SKAL HENT ÚT OG FERKSKIR UNGIR FÆTUR FENGNIR INN. FIMM NÝIR HAFA ÞEGAR KOMIÐ, ALLT SPÁNVERJAR – SEM ER NÝLUNDA Á ÞEIM BÆNUM. AFP * 30 árumeftir aðhinir fimm fræknu frá Madrid stigu á völlinn eru loksins komn- ir erfingjar. Isco, Carva- jal, Jesé, Mor- ata og Illara.Butragueño, Míchel, Martín Vázquez, Sanchís og Pardeza stilla sér upp fyrir einn leik með Real Madrid. „Þó margir haldi að það sé öðruvísi þá er stefna Real Madrid sú, og hefur alltaf verið, að skila mönnum upp í aðalliðið.“ Zinedine Zidane Boltinn BENEDIKT BÓAS benedikt@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.