Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Blaðsíða 46
Viðtal 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.7. 2013 Ó sköpin dundu yfir á páskadag, 31. mars, þegar Hallgrímur Sigurðarson skrapp í stutta og óvænta ferð með vini sínum. Að- eins viku áður hafði ólýsanleg gleði ríkt í fjölskyldunni þegar inn í líf Hallgríms og Þóru kom nokkurra vikna stúlka sem er nú fósturdóttir þeirra hjóna, en skammt er öfganna á milli; stuttur draumur um vélsleðaferð í dásamlegu veðri varð að mar- tröð. Halli ætlaði að ganga inn á heimilið á ný tveimur klukkustundum eftir að hann skaust upp á Vaðlaheiði en kom ekki fyrr en að hálfum öðrum mánuði liðnum og var þá ekið inn til sín í hjólastól. Vinur Hallgríms kom í heimsókn á páskadagsmorgun. Þeir tengjast fjölskylduböndum og síðdegis var boð í fjöl- skyldunni á döfinni. „Hann á tvo sleða og spyr hvort við eigum ekki að skreppa í tvo tíma upp á Vaðlaheiði. Jú, auðvitað gerum við það, segi ég og við fórum,“ segir Hall- grímur í upphafi samtals við Sunnudagsblað Morgunblaðs- ins. Halli keypti sér fyrsta vélsleðann um fermingu. „Ég eignaðist þá aura, fór á bílasölu og fann sleða sem mig langaði í, hringdi í pabba út á sjó og sagðist ætla að kaupa sleðann.“ Nei, Hallgrímur. Það gerir þú ekki. Þú bíður að minnsta kost þangað til ég kem í land, sagði faðir hans, og skyldi engan undra. Strákur keypti sleðann hins vegar þegar í stað! „Ég hef verið með annan fótinn eða báða á sleða síðan þá. Átti síðast tvo, einn fyrir mig og annan fyrir konuna, en seldi báða á síðasta ári, aðallega vegna anna í vinnunni og áhuginn var líka aðeins að dvína.“ Hann setti ásamt fleirum á stofn veitingastaðinn 1862 Nordic Bistro í Hofi þegar menningarhúsið var tekið í notkun, fyrir rúmum tveimur árum, og segir lítið annað hafa komist að síðan. Oft farið ógætilega – en ekki í þetta skipti Vinirnir tveir keyrðu austur Bíldsárskarð og yfir í Fnjóskadal í rjómablíðu, snæddu páskanestið fyrir austan og óku síðan aftur heim á leið. „Á leiðinni til baka, vestanmegin í skarðinu, sé ég í glitta í svartan díl eins og svo oft. Veðrið var dásamlegt, hlýtt og glampandi sól. Því fylgir smá blinda og þegar ég kom að þessum svarta díl reyndist það var gloppa, um það bil tvisvar sinnum tvær bíllengdir að stærð. Hálfgerð sundlaug.“ Varmalækur hafði brætt þykkt snjóalag niður á mosa- gróna klöpp eða berg og sleðinn fór þar ofan í; Hall- grímur keyrði beint á þverhníptan kantinn. „Ég viðurkenni að hafa oft verið eins og bölvaður bjáni á vélsleða, keyrt allt of hratt og komið mér í hættulegar aðstæður sem enginn ætti að setja sig í,“ segir hann. Bætir svo við: „En þegar slysið varð dóluðum við okkur á 50-60 kíló- metra hraða. Það hefði hugsanlega bjargað málinu hefði ég verið sjálfum mér líkari og verið á enn meiri hraða; þá hefði ég sennilega flogið yfir. Það er að minnsta kosti mat reynslubolta í sleðaheiminum og björgunarsveitarmanna sem komu á staðinn, að ég hefði farið of hægt. Slysið var því ekki glæframennsku að kenna.“ Lendingin var mjög harkaleg. Hallgrímur tókst á loft, eftir að hann ók á kantinn, flaug eina 17 metra og sleðinn á eftir. „Félagar mínir voru rétt fyrir aftan mig og náðu að sveigja framhjá gloppunni. Gömlu förin sem við keyrð- um austur voru ekki nema tvo eða þrjá metra frá en við höfðum ekki orðið varir við neitt þá. Ég er örugglega bú- inn að keyra þarna 100 sinnum en aldrei séð svona gloppu.“ Gegndi eiginkonunni Hallgrímur varð fyrir gríðarlegum áverkum þegar hann skall á stýri sleðans við áreksturinn „Það högg skaðaði ósæðina rétt fyrir ofan hjartað og öll vinstri hliðin virðist hafa farið mjög illa. Nokkur rifbein brotnuðu, hnéliðurinn vinstra megin molnaði, lærleggurinn og efsti hluti sköfl- ungsins. Auk þess fór vinstri úlnliður illa og ég var mar- inn og aumur um allan líkamann. Var í stuttu máli sagt mjög illa farinn.“ Hann segir það mjög líklega hafa orðið sér til lífs, óbeint, að eiginkonan er sjúkraþjálfari. „Síðan ég kynntist henni hef ég aldrei fengið að fara á þessa græju nema vera í öllum hugsanlegum öryggisbúnaði. Þennan dag var 10 stiga hiti og glampandi sól og ég sá suma félaga mína sleðast á heiðinni nánast á hlýrabolnum. Það er gríðarlega freistandi að henda af sér öllum þessum þunga búnaði við svona aðstæður og njóta þess að fá vindinn í fangið; að vera glæfralegur, en sem áður hafði ég vit á því að fara í hálskragann, brynju sem sem er sérstaklega styrkt yfir hryggjarliði, nýrnabelti, sérstakar hnéspelkur, besta hjálm- inn, úlnliðsteygjubönd; ég var með allan hugsanlegan ör- yggisbúnað. Ef svo hefði ekki verið, hefði ég örugglega skilið við þarna í brekkunni.“ Kjartan Kolbeinsson, vinur Hallgríms, var á sleða fáein- um metrum aftan við hann þegar slysið varð, um tvöleytið. „Kjartan hefur starfað í slökkviliðinu árum saman og Augun á veggnum kölluðu á hann HALLGRÍMUR SIGURÐARSON MATREIÐSLUMEISTARI Á AKUREYRI STÓRSLASAÐIST Í VÉLSLEÐASLYSI FYRIR ÞREMUR OG HÁLFUM MÁNUÐI. HANN STÓÐ „FORMLEGA“ UPP Í FYRSTA SKIPTI EFTIR SLYSIÐ FYRIR FÁEINUM DÖGUM, ÞEGAR MORGUNBLAÐIÐ HEIMSÓTTI ÞAU ÞÓRU HLYNSDÓTTUR, LITLU DÓTTURINA IÐUNNI VILBORGU OG HUNDINN TUMA. ÞAÐ VAR STÓR DAGUR OG TUMI HORFÐI Í FORUNDRAN Á HÚSBÓNDA SINN UPPRÉTTAN. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Hallgrímur þegar félagarnir áðu um það bil kortéri fyrir slysið. Það var Hallgrími afar dýrmætt að fá litlu dótturina, Iðunni Vilborgu, í heimsókn á FSA. Hann hafði lengi horft á hana á ljósmynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.