Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.7. 2013 Ferðalög og flakk Þ egar stigið var út á torgið fyrir utan Len- ingratskiy-lestarstöðina, varð strax ljóst að í Moskvu kveður við töluvert annan tón en í borginni með síkin norðar. Ys og þys og mann- mergð á þönum, enda þrjár stórar lestarstöðvar, auk einnar neðanjarðar, á þessum eina og sama punkti. Ekki var skilti eða staf á ensku að sjá og því handhægt að fólk væri aðeins farið stauta sig fram úr kyrillíska letrinu (og með góða handbók meðferðis). Heimamenn virðast þó, illu heilli, ekki hafa verið alveg jafn mikið fyrir nýyrðasmíðar og við hér á Íslandi. Kom sér oft vel að hægt var að stauta sig fram úr þónokkrum orðum sem höfðu að mestu verið tekin óbreytt upp úr öðrum tungum, ef frá er talinn rithátturinn. Alþjóðavæðing og eðalvagnar Borgin átti annars eftir að heilla blaðamann og eig- inmann upp úr skónum. Enda er hún allt í senn, stór- brotin og -merkileg, með margbrotna fortíð og nútíð, auk þess sem fang hennar virðist að mörgu leyti opið fyrir því sem koma skal. Stórmerkilegt er að virða Moskvu fyrir sér í dag þeg- ar haft er í huga hversu skammt er í raun frá því Sov- étríkin liðu undir lok. Allir þekkja söguna, í borginni sló hjarta komm- únismans, allt þar til það brast árið 1991 og Sovétríkin liðuðust í sundur. Við tók erfiður tími á meðan Rúss- land kom sér aftur á fæturna á heimssviðinu. Undanfar- inn áratug eða svo virðist alþjóðavæðingin hins vegar hafa tekið stórstökk inn í borgina. Fjölmargar vestræn- ar verslunar- og veitingahúsakeðjur hafa skotið þar rót- um, floti evrópskra eðalvagna ekur um göturnar, tekk- húsgögn og hvers kyns hönnun nýtur mikilla vinsælda, rétt eins og tíska þeirra stallsystra Zöru, Chanel og Prada auk fleiri til, í bland við búðir með vintage-fatnað. Spjaldtölvur og snjallsímar sáust líka hvarvetna á lofti enda „heitir reitir“ algengir og að því er virtist flestir tengdir. Breyttir tímar á Rauða torginu Í Moskvu liggur leið ferðamanna líklega undantekning- arlaust að frægustu kennileitum borgarinnar í fyrstu, BABÚSKUR OG HIPSTERAR Í BLAND Mögnuð Moskva MEÐ BEINU FLUGI Á MILLI ÍSLANDS OG RÚSSLANDS AUÐVELDAST ÍSLENDINGUM FERÐALÖG Í AUSTURVEG TIL MUNA. MOSKVA ER TIL DÆMIS Í EINUNGIS UM FIMM KLUKKUSTUNDA FJARLÆGÐ FRÁ SANKTI PÉTURSBORG MEÐ HRAÐLEST. HEIMSÓKN ÞANGAÐ ER SVO SANN- ARLEGA ÞESS VIRÐI ENDA MARGT AÐ SJÁ, BÆÐI GAMALT OG NÝTT. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Rauða torgið er alltaf opið og St. Basil-dómkirkjan ekki síðri á kvöldin. Útsýnið af þakverönd Strelka. Dómkirkja frelsarans Krists þar handan árinnar. Horft yfir Moskvuborg frá útsýnisstaðnum Vorobevy gory við Moskvuháskóla. Greina má nokkur af stórhýsum Stalíns, „systrunum sjö.“ Vildi hann reisa það áttunda, með risastyttu af Lenín, en lést áður. Klassísk hönnun frá 1960 Hægt að velja um lit og áferð að eigin vali Íslensk hönnun og framleiðsla r. 24.300 E 60- Verð frá k Greinarhöfundur ásamt eiginmanni við St. Basils í björtu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.