Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Page 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Page 28
*Matur og drykkir Eyjapeyinn Einar ætlaði aldrei að verða kokkur enda matvandur sem barn »30 É g er mjög mikið í hálfgerðum spuna í eldhúsinu, enda stöðugt að fá nýjar hugmyndir,“ segir Lólý í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Hún segist alla tíð hafa haft mikinn áhuga á mat og matreiðslu og var síbakandi strax sem barn. Foreldrar hennar eru einnig lunknir áhugakokkar, sem varð ekki til að draga úr áhuga dótturinnar. „Mér finnst bæði rosalega gott og gaman að vera í eldhúsinu og líður eiginlega best þar. Það er einhver slökun í því að elda,“ bætir hún við. Einfaldur en bragðmikill matur Lólý segist ekki aðhyllast neina eina stefnu í matargerð umfram aðra. „Ég legg hins vegar mikið upp úr því að elda ekki of flókinn mat, hef ein- faldleikann að leiðarljósi en vil hafa matinn bragðmikinn,“ segir hún. Það þýði ekki endilega að maturinn þurfi að vera sterkur. Ferskleikinn er einnig lykilatriði og leggur hún mikið upp úr því að elda einungis úr góðu hráefni. Ný vefsíða senn í loftið Virka daga starfar Lólý í heildverslun en hún er með BSc. gráðu í al- þjóðamarkaðsfræði, Um skeið hefur hún einnig haldið úti matarblogginu eldum.is, þar sem hún hefur miðlað spennandi og skemmtilegum upp- skriftum í samstarfi við heildverslunina Nathan & Olsen. Samstarfið hefur gengið vel og segist Lólý afar stolt af síðunni. Breytingar eru hins vegar í farvatninu en von er á vefsíðunni loly.is, í loftið innan tíðar. „Mig langaði til að taka þetta aðeins lengra en það er svo gaman að geta deilt hlutunum með öðrum, það er svona það sem ég að hugsa,“ seg- ir matgæðingurinn. Heimatökin eru líka hæg, en eiginmaður hennar, Jón Örn Þorsteinsson, er grafískur hönnuður, og mun setja upp síðuna í sum- arfríinu. Er von á loly.is í loftið um miðjan ágúst. Megináherslan verður sem fyrr á mat og matargerð á nýju vefsíðunni, auk þess sem ýmislegt annað mun slæðast þar með. „Mér dettur svo margt í hug, bæði hvað varðar lífsstíl, góð ráð og annað, og mun læða því inn líka,“ segir Lólý létt í bragði. Auk þess að vinna að nýju vefsíðunni í sumarfríinu, stefna hjónin á að ferðast aðeins um landið þar sem m.a. stendur til að þræða eitthvað af þeim fjölmörgu bændamörkuðum sem víða er að finna. Matur verður því óneitanlega einkennandi fyrir sumarið hjá matgæðingnum, sem er óneitanlega við hæfi. Lólý gefur hér uppskrift af sumarlegum grillspjótum þar sem grillaðar appelsínur og engifer koma meðal annars við sögu. Morgunblaðið/Ómar MATGÆÐINGUR FRÁ UNGA ALDRI Spuni og slök- un í eldhúsinu MATGÆÐINGURINN ÓLÍNA S. ÞORVALDSDÓTTIR, EÐA LÓLÝ, ER MÖRGUM KUNN FYRIR UPPSKRIFTASÍÐUNA ELDUM.IS. ÞAR HEFUR HENNAR HELSTA ÁHUGAMÁL, MATSELDIN, FENGIÐ AÐ BLÓMSTRA. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Ólínu S. Þorvaldsdóttur, Lólý, líður hvergi betur en í eldhúsinu. Hún leggur mikið upp úr einföldum en jafnframt bragðmiklum réttum, úr fersku hráefni. Uppskriftin miðast við fjóra. 4 kjúklingabringur 1-2 rauðlaukar 1 stór appelsína 2 dl ólífuolía 2 tsk. cumin 1 tsk. cayenne pipar 2 tsk. engifer(ferskt rifið niður) salt og pipar eftir smekk Leggið 10 grillpinna í bleyti í 10-15 mínútur. Skerið kjúklingabringurnar í bita. Blandið saman í skál ólífu- Sósa 1 dós sýrður rjómi 2 msk. grísk jógúrt 2 hvítlauksrif (pressuð) 1 tsk. engifer 1 tsk. cumin salt og pipar eftir smekk safi úr hálfri sítrónu Best er að gera sósuna fyrst og láta hana standa inni í ísskáp á meðan verið er að grilla spjót- in. Gott er að hafa kartöflur með í hvaða formi sem er, til dæmis grillaðar eða úr ofni. olíu og kryddi og leggið kjúk- lingabitana í kryddlöginn. Skerið appelsínuna í 16 bita og rauð- laukinn í 20 bita. Takið þessu næst grillpinnana og raðið á þá, fyrst rauðlauk, síðan kjúklingi og þar á eftir appelsínu (ég set rauðlauk tvisvar sinnum, appels- ínuna tvisvar sinnum og 3 bita af kjúklingi á hvert spjót). Hitið útigrillið vel og raðið grillspjótunum á grillið. Það þarf að grilla spjótin í 15-20 mínútur eða þar til kjúklingurinn er vel grillaður í gegn. Passið upp á að snúa spjótunum reglulega. Kjúklingaspjót með appelsínu og rauðlauk

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.