Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.7. 2013 Ólafur Þór Jóhannesson framkvæmdastjóri ökkla- brotnaði fyrir nokkrum vik- um. Slysið átti sér stað á föstudegi en hann fékk ekki aðgerð fyrr en á sunnudegi. „Auðvitað fann maður fyrir því að það var gríðarlega mikið álag á spítalanum, sér- staklega á skurðstofunni,“ segir Ólafur. Aðspurður hvort hann hafi ekki orðið fyrir töluverðum óþæg- indum vegna þessa segir hann það lítið þýða og virt- ist tillitssamur í garð mann- eklunnar yfir sumartímann. „Nei, nei, í sjálfu sér ekki. Maður gat ekkert kvartað. Ég var alveg sáttur þó ég þurfti að bíða aðeins. Maður hefur ekki við neinn að sak- ast.“ H ápunktur sumarlok- unar á Landspít- alanum er við það að skella á, eða nú um miðjan júlí og fram í ágúst. Yfir þennan tíma er dregið verulega úr aðgerðum og annarri valkvæðri starfsemi og áherslan fyrst og fremst lögð á bráðaþjónustuna. Nokkrum deild- um verður lokað, aðrar sameinast öðrum og sjúklingar þurfa gjarnan að bíða frekar eftir þjónustu held- ur en á veturna. Starfsfólk leggur sig fram um að láta hlutina ganga en spítalinn stendur þó frammi fyrir ákveðnum vanda sem hefur verið viðvarandi undanfarið. Í þessum vanda felst að á spítalanum er fjöldi sjúklinga sem fær ekki inni á hjúkrunar- heimilum eftir að meðferð hefur verið lokið á spítalanum. „Á spít- alanum eru mjög margir sjúkling- ar með færni- og heilsumat. Þessir sjúklingar hafa lokið meðferð á spítalanum en eru að bíða eftir því að fá búsetu á hjúkrunarheimili. Við sáum fram á að þeim myndi ekki fækka hjá okkur í sumar svo að við gripum til þeirra aðgerða að hafa minni lokanir nú en í fyrra,“ segir Sigríður Gunn- arsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkr- unar á Landspítalanum. „Það er óhætt að segja að þetta sé heil- mikill vandi.“ Slæm nýting á fjármunum Nú eru yfir 50 slíkir sjúklingar á spítalanum og getur Sigríður stað- fest að þeir séu fleiri en í fyrra. Að sögn Sigríðar eru þetta aldr- aðir einstaklingar sem bíða eftir því að komast inn á hjúkr- unarheimili. Ákveðin stífla mynd- ast í kerfinu því erfitt er að taka við nýjum sjúklingum í endurhæf- ingu þegar þeir sem hafa lokið meðferð komast ekki að á hjúkr- unarheimilum og þurfa því að bíða á endurhæfingardeildinni. „Þegar þessi umræða fer af stað taka margir því gjarnan illa og taka því eins og við séum að segja að aldraðir séu fyrir okkur. Það er alls ekki málið. Spítalinn er hrein- lega ekki besti staðurinn fyrir þá að meðferð lokinni. Þetta er eril- samt umhverfi og við veitum þeim ekki þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda, ekki þann stuðning sem fengist á hjúkrunarheimilum,“ seg- ir Sigríður. „Þetta er ekki mismunun gagn- vart öldruðum. Við erum að reyna að vera í stakk búin til þess að taka á móti okkar sjúklingum, sem eru einmitt að lang- stærstum hluta aldraðir.“ Ennfremur segir Sigríð- ur að lega á sjúkrahúsi sé margfalt dýrari en hjúkrunarrými og þar að auki sé þetta því ekki skynsamleg nýting á fjármunum. Aðspurð hvort hún teldi það hagkvæmara úrræði að reisa enn fleiri hjúkrunarheimili en stendur nú þegar til svarar hún því ját- andi. „Já, það er mun betri nýting á fjármunum ef þetta yrði gert og það veitir að auki mun betri og viðeigandi þjónustu fyrir aldraða, sem gerir okkur einnig kleift að sinna öllum okkar sjúklingum bet- ur.“ Anna ekki eftirspurn Fækkun hefur orðið á lausum rýmum á hjúkrunarheimilum og er það fyrst og fremst vegna þess að verið er að breyta fjölbýlum í ein- býli til að skapa betri aðstöðu fyr- ir aldraða en einnig er það vegna þess að öldruðum fer fjölgandi. „Ef við skoðum tölur frá Hagstofu er hægt að sjá að það á eftir að fjölga í þessum hópi á næstu ár- um. Það stendur til að reisa fleiri hjúkrunarheimili á næstu árum en þau koma ekki til með að anna eftirspurn ef horft er til spár um fjölgun aldraðra.“ Í ár eru þó fleiri rúm en í fyrra, segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs á Landspítalanum. „Sumarstarfsemin er með hefð- bundnu sniði og við reynum að manna spítalann eins vel og unnt er yfir sumartímann svo að hægt sé að tryggja öryggi sjúklinga,“ segir Sigríður. Sjúklingar séu yf- irleitt jákvæðir gagnvart spít- alanum þrátt fyrir lokanir. Það er aldrei dauður tími á Landspítalanum og enn meira álag fylgir sumartímanum þar sem fyrst og fremst er lögð áhersla á bráðaþjónustu. Morgunblaðið/Árni Sæberg MIKIL MANNEKLA Ólafur Þór Jóhannesson Viðvarandi vandi sumarlokunar á Landspítalanum YFIR SUMARTÍMANN VERÐA MIKLAR SKIPULAGSBREYTINGAR Á LANDSPÍTALANUM ÞEGAR STARFSFÓLK SPÍTALANS HELDUR Í SUMARLEYFI. Í ÁR ER FÆRRI DEILDUM LOKAÐ EN Í FYRRA EN ÞRÁTT FYRIR ÞAÐ ÞRENGIR AÐ STARFSEMINNI. FÆRRI LAUS HJÚKRUNARRÝMI BITNA Á STARFSEMI SPÍTALANS EN NÚ BÍÐUR 51 EINSTAKLINGUR Á SPÍTALANUM EFTIR INNGÖNGU Á HJÚKRUNARHEIMILI ÞRÁTT FYRIR AÐ HAFA LOKIÐ MEÐFERÐ. Lokuð rúm á landspítalanum 2012 og 2013 140 120 100 80 60 40 20 0 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35Vika: 2012 2013 4 4 0 0 38 28 76 102 10299 110110 136 136 136 136 121 129 129 129 84 76 129 110 48 4 79 17 * „Það stendur til að reisa fleiri hjúkrunarheimili á næstuárum en þau koma ekki til með að anna eftirspurn ef horft er til spár um fjölgun aldraðra“ Sigríður Gunnarsdóttir Þjóðmál GUNNÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR gunnthorunn@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.