Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Blaðsíða 37
seinna gert samning við Rann- sóknar- og þróunarstofnun Stanford háskóla (SRI International) um af- not af algóritma sem hafði verið þróaður þar til að bæta niðurstöður. Það er þessi samningur sem flestir telja að Mayer hafi raunverulega verið að eltast við, enda er SRI Int- ernational mjög framarlega í rann- sóknum og þróun á sviði ýmis konar tölvubúnaðar og gervigreindar, en þar var meðal annars grunnurinn lagður af SIRI, sem er gervigreind- arlausn sem hefur vakið mikla at- hygli í iPhone. Summly varð þó fljótt hluti af nýrri ásýnd Yahoo! því tæknin sem forritið byggði á varð undistaðan í nýju snjallsímaforriti fyrir iPhone sem Yahoo! gaf út fyrir Bandaríkja- markað fyrir skömmu. Mayer hefur sagt að hún hafi mikla trú á að sér- sniðnir úrdrættir úr fréttum eigi eftir að verða ein af undirstöðunum í þjónustu fyrirtækisins. Til viðbótar hefur Mayer einnig fest kaup á þremur litlum tæknifyrirtækjum sem heita Alkie, Jybe og Stamped, en öll gerðu þau snjallsímaforrit sem nota meðmæli notenda og stað- setningarupplýsingar til að stinga upp á sérsniðnum niðurstöðum fyrir notendur. Þessi kaup eru öll í sam- ræmi við þá trú Mayer að framtíð Yahoo! liggi í að bjóða upp á upp- lýsingar sem eru sérsniðnar að ein- stökum notendum í farsímum. Kaupin á Tumblr vöktu áhuga Fátt hefur vakið jafn mikla athygli á Yahoo! undanfarið ár og kaupin á Tumblr. Kaupverðið var hátt, um $1,1 miljarður, eða um 140 millj- arðar íslenskra króna, og er ef til vill til marks um þann metnað sem Mayer hefur til þess að koma Yahoo! í fremstu röð á ný. Yahoo! missti nær algjörlega af lestinni í uppafi samfélagsmiðla- og snjall- símavæðingarinnar og rær nú öllum árum að því að brúa bilið. Tumblr er í eðli sínu bloggþjónusta, sem er þó svo keimlík samfélagsmiðlum á borð Twitter, að hún er iðulega talin til helstu samfélagsmiðla samtím- ans. Þessi blendingur hefur náð talsverðum vinsældum á meðal yngra fólks þar sem það býður upp á mikla möguleika til að nýta sköp- unargáfuna, og hefur samfélags- miðla-legt viðmót sem gefur not- endum kost á að fylgja öðrum notendum. Notendur Tumblr lýstu strax áhyggjum af því að Yahoo! hefði eignast fyrirtækið, og töldu þetta upphafið að endalokunum. Ein- hverjir mundu líklega eftir því þegar Yahoo! keypti á sínum tíma spenn- andi tæknifyrirtæki sem nefndist Geocities fyrir $3,6 milljarða árið 1999, en það var einn af undanförum bloggbyltingarinnar. Í höndum Yahoo! lét Geocities fljótt undan í samkeppninni og var að endingu lagt niður. (Alls keypti Yahoo! fyrirtæki fyrir rúmlega $6 milljarða á árunum 2002-20012, fæst þeirra urðu til að bæta þjónustuna). Mayer lofaði þó strax að ekki yrði farið í veigamiklar breytingar á Tumblr, heldur yrði það rekið sem sérstök eining innan Yahoo, og stofnandi og hugmynda- smiður Tumblr, ungur maður að nafni David Karp, myndi áfram stjórna þróun vörunnar, en Karp hefur sýnt að hann hefur góðan skilning á því hvað notendur vilja. Það voru fleiri risar í netheim- inum sem höfðu sýnt Tumblr áhuga, en fyrir Yahoo! var það nauðsynlegt að ná til yngri notenda og á sama tíma að gera sig málsmetandi í heimi samfélagsmiðla. Það á enn eft- ir að koma í ljós hvort þessi kaup koma til með að skila árangri eða enda á ruslahaugum sögunnar, líkt og Geocities, en eitt víst, nafn Yahoo! er aftur komið á milli tanna fólks í tæknigeiranum. Enn bætt við Nú nýverið tilkynnti Yahoo! að það hefði keypt fyrirtæki sem nefnist Qwiki, fyrir um $50 milljónir. Qwiki er símaforrit sem klippir saman ljós- myndir og myndbönd í stutt mynd- skeið. Þessi kaup sýna að Mayer er síður en svo að hægja á í vegferð sinni. Búast má við að sú Qwiki muni með einhverjum hætti renna saman við Flickr-myndaþjónustuna sem Yahoo! hefur átt síðan 2005. (Það er ágæt vísbending um skort á framsýni og stefnu hjá Yahoo! á undanförnum árum að því skyldi ekki hafa tekist að breyta Flickr í jafn eftirsótta þjónustu og In- stagram, áður en Instagram kom til, því það hafði alla möguleika á því). Áður hafði Mayer keypt tvö tæknifyrirtæki sem hafa framleitt lausnir fyrir snjallsímamyndavélar og nefnast Photoforge og KitCam, til að styðja við þróun Flickr. Vef- síðan var lengi vinsælasta myndas- íða heims, en Facebook hefur nú tekið við því kefli. Flickr hefur feng- ið talsverða andlitslyftingu frá því Mayer tók við. Nýlega var nýtt útlit kynnt, og allir notendur fengu um leið ókeypis eitt terabæti af plássi til að geyma ljósmyndir, en slíkt gagnamagn hefur enginn boðið ókeyps áður. Það má því búast við að Flickr reyni að sækja hart að In- stagram á komandi árum sem leið- andi myndaforrit fyrir farsímanot- endur. Mitt í öllum látunum er þó auð- velt að gleyma því að Yahoo! er eftir sem áður ekki alveg á vonarvöl statt. Þrátt fyrir að talsvert hafi verið látið með samdrátt fyrirtæks- ins á undanförnum árum má ekki gleyma því að fyrirtækið rekur ennþá fjórða mest sótta vefsvæði heims. Það eru einungis Facebook, Google og Youtube sem fá fleiri heimsóknir á mánuði heldur en Yahoo!, og það fær enn fleiri heim- sóknir en Amazon og Wikipedia svo eitthvað sé nefnt. Þá eru tekjur Yahoo! af auglýsingasölu rúmir $5 milljarðar á ári, og hagnaður síðasta árs var rúmlega $800 milljónir og lausafé rúmlega $5 milljarðar. Það er auðvitað pínulítið hlægilegt til að hugsa að fyrirtæki með slíkar veltu- tölur skuli álítið litli aðilinn og eigi í vök að verjast, en það sýnir kannski eftir hve miklu er að slægjast í sölu auglýsinga á netinu og hve risarnir, Facebook og Yahoo, bera höfuðið hátt yfir alla aðra. * Yahoo! misstinær algjörlegaaf lestinni í uppafi samfélagsmiðla- og snjallsímavæðing- arinnar og rær nú öllum árum að því að brúa bilið 14.7. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Verð frá: 189.990.- Smáralind | Sími 512 1330 Opið í dag frá 13.00 - 18.00 Ný MacBook Air Allt að 12klst Rafhlöðuending Fyrr í sumar var íslenska smá- forritið Nefna kynnt til leiks og hefur það notið töluverðra vin- sælda á meðal snjallsímaeigenda hérlendis. Með forritinu er ein- falt að fletta í gegnum öll íslensk mannanöfn og sjá þýðingu þeirra, sem ætti t.d. að gera til- vonandi foreldrum auðveldara en ella að finna nafn handa barni sínu. FINNDU RÉTTA NAFNIÐ Hvað á barnið að heita? Smáforritinu Pocket er lýst sem stafrænum buxnavasa og er hugs- að sem geymslustaður fyrir áhugavert les- og myndefni af net- inu. Hugmyndin er að notendur nýti það þegar þeir rekast á áhugavert efni á vefnum en hafa ekki tíma þá og þegar til að skoða það. Þá er um að gera að skella því í „vasann“ og grípa í það þeg- ar tími gefst til. STAFRÆNN BUXNAVASI Lestu þegar betur stendur á Smáforritið InstaWeather er til- valið fyrir þá Instagram-notendur sem hafa gaman af umræðum og vangaveltum um veðrið. Forritið gerir þér kleift að pósta e.k. skýrslu um veðrið á þeim stað sem myndin er tekin á án fyr- irhafnar. Með einum smelli getur þú montað þig við vini þína af blíð- unni sem þú ert staddur í hverju sinni. INSTAWEATHER Sól og blíða á Instagram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.