Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Blaðsíða 49
14.7. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 var mjög kvalinn, í gríðarmiklum umbúðum og lyfti vart haus frá kodda. Var algjörlega ósjálfbjarga en óskaði samt stanslaust eftir því að fá að fara heim því ég gæti ekki verið þarna lengur. Man sérstaklega eftir einni nóttinni þar sem ég reifst við blessaða hjúkrununarkonuna um að ég gæti ekki verið með súrefnisgrímu, mér liði illa og yrði að fara heim. Ég var út úr heiminum af sterkum verkja- lyfjum en þarf samt að gera mér ferð á Borgarspítalann, finna þá ágætu konu og biðjast afsökunar á hegðun minni.“ Umrædd nótt var sú erfiðasta, segir hann, og eftir hana lá leiðin upp á við. Augun á veggnum kölluðu á hann. „Allir, sem halda á litlu barni í fanginu, vita að það þarf ekkert meira í lífinu! Ég fer á fætur og ég mun standa uppréttur og halda á henni einhvern tíma.“ Hann er farinn að standa á fætur í stutta stund, en heldur enn ekki á Iðunni Vilborgu nema sitjandi. Hallgrímur lá í fimm vikur á FSA eftir að hann kom norður, fékk síðan að fara heim en er nú í strangri, dag- legri endurhæfingu á Kristnesi „hjá Ingvari vini mínum [Þóroddssyni] yfirlækni og hans fólki og finn ótrúlegan mun á mér á hverjum einasta degi. Svo er ég líka undir ströngu eftirliti sjúkraþjálfarans hér heima!“ Hallgrímur bendir á að enginn dvelji á gjörgæslu nema virkileg ástæða sé til og þar hafi hann sannarlega átt heima. „Mér leið illa þar en strax miklu betur eftir að ég kom á almenna deild, ekki síst andlega. Ég geri mér grein fyrir því að sárin gróa en það er ekki sjálfgefið að halda sönsum í svona ástandi. Maður verður ósjálfrátt þunglynd- ur, fúll út í sjálfan sig, reiður, sorgmæddur, fer jafnvel að hata einhvern. Það er allur skalinn. Allir sem verða fyrir slíku áfalli hljóta að ganga í gegnum þetta. Lífið verður erfiðara en spurningin er um persónulegt viðmót hvers og eins, hvernig tekist er á við hlutina.“ Hann er staðráðinn í því að ná settu marki. „Ég vinn líklega eldri töltkeppnina, en ég skal ganga á ný. Ég veit að það er undir mér komið en það skal takast.“ Stórkostlegt fólk Hallgrímur dáist að bæði björgunarsveitarfólkinu og starfs- mönnum sjúkrahúsanna eftir að hafa kynnst vinnubrögð- unum af eigin raun. „Félagar björgunarsveitanna eru ein- stakir. Þetta er fólk í áhugafélagi sem er í því alla daga að bjarga öðrum, vinnur oft við mjög erfiðar aðstæður en fagmennskan er á svo háu stigi að það er eiginlega ótrú- legt, miðað við að þetta er þverskurður af venjulega fólk- inu í landinu sem hér um ræðir. Menn kasta öllu frá sér ef kallið kemur; Magnús Arnarsson formaður Súlna – sem vill þannig til að starfar í Hofi eins og ég – var á skíðum í Hlíðarfjalli með fjölskyldunni þegar hann fékk hringingu og rauk af stað.“ Hallgrímur nefnir líka hve stórkostlega heilbrigðiskerfið hafi reynst honum. „Ég slasast á Vaðlaheiði, er kominn í aðgerð í Reykja- vík eftir nokkra klukkutíma, aftur til Akureyrar eftir viku og heim til mín hjólastól einum og hálfum mánuði seinna. Þetta er ekki sjálfgefið hvar sem er og ég held við Íslend- ingar mættum staldra við annað slagið og knúsa það sem fólk sem barist hefur við að halda gæðum á sjúkrastofn- unum í gegnum það bál sem hér hefur logað síðustu ár, vegna erfiðs efnahagsástands. Maður verður stundum var við kergju og fýlu út í heilbrigðiskerfið en aldrei skynjaði ég – ekki eina sekúndu – að starfsfólkið reyndi að spila eitthvað inn á það að fjármálaráðherra hefði ekki bætt við svo og svo mörgum krónum á fjárlög. Þetta fólk og fé- lagar í björgunarsveitunum eru hetjur dagsins. Fjöldi fólks liggur á sjúkrahúsum hér á landi og fólk týnist nánast daglega; ég gat ekki annað en hugsað um það á sjúkra- húsinu hvað Íslendingar eru í raun heppnir. Það var að því leyti mannbætandi lífsreynsla að liggja á sjúkrahúsi og átta sig á því hve sjálfhverfur maður hefur verið í gegnum árin, upptekinn af sjálfum mér, fyrirtækinu og fjölskyld- unni. Heimurinn var ekki mikið stærri en það fyrir slysið.“ Eftir reynsluna hefur Hallgrímur sterka skoðun á skipu- lagsmálum í miðborg Reykjavíkur, ef svo má að orði kom- ast. Eins og fleiri sem hafa þurft að flytja í skyndi utan af landi og á sjúkrahús. „Ég get vonandi látið til mín taka í flugvallarmálinu. Það brennur á mér nú eftir að ég kynntist því sjálfur hve fjarlægð sjúkrahúss frá flugvelli er mikið atriði; hver sek- únda getur skipt máli og ég hefði ekki viljað lenda á Hólmsheiði eða í Keflavík og eiga leiðina þaðan eftir á sjúkrahús.“ Fas læknanna á bráðamótttökunni var þannig, segir Hallgrímur, að hann áttaði sig á því að tíminn var naum- ur; þetta var eins og í læknaþáttunum í sjónvarpinu; þeir biðu með hanskana upp í loft og ég var deyfður á leið á skurðarborðið, segir hann. „Þetta er svo mikilvægt að landsbyggðarfólk þarf að spyrna verulega við fótum. Það væri glapræði að flytja flugvöllinn upp á Hólmsheiði, nema að flytja sjúkrahúsið þangað líka. Á strjálbýlu landi eins og okkar verður þetta tvennt að fylgjast að.“ Það sem skiptir máli ... Skammt var stórra högga á milli hjá fjölskyldunni, eins og fram hefur komið. Rúmri viku fyrir slysið voru hjónin á bleiku skýi, eins og Hallgrímur orðar það, eftir að þau fengu Iðunni Vilborgu. „Þegar ég lá á sjúkrahúsi gafst mikill tími til að hugsa um hvað skiptir raunverulega máli,“ segir hann og bætir við að mörgum sé hollt að hægja á – þar á meðal sér – þótt hann hefði kosið að það bæri að með öðrum hætti. „Ég hef verið á öðru hundr- aðinu í mörg ár, unnið óhemju mikið, verið allt of lítið heima. Þetta var auðvitað full-harkaleg aðgerð, en ég þurfti á vakningu að halda,“ segir Hallgrímur. „Maður ætti að gera meira af því að hrista næsta mann og segja hon- um að slaka á: selja jeppann og fellihýsið því það séu ekki nauðsynjar. Að aðrir hlutir skipti miklu meira máli.“ Hann rifjar upp ársdvöl sem skiptinemi í Bandaríkj- unum, 16 ára gamall. „Það var mikill mótunartími og ég kom heim gjörbreyttur einstaklingur. Lærði ýmislegt sem hafði vantað í uppeldið hér heima, þó að ég hafi átt ynd- islega foreldra. Ég fór sem sagt heljarstökk inn í fullorð- insárin og ég átta mig á því nú að það er þrennt sem hefur breytt lífi mínu stórkostlega; að fullorðnast, að hitta lífsförunaut minn og að eignast barn.“ Fullyrða má að slysið breyti lífi Hallgríms líka mikið, að minnsta kosti tímabundið. „Ég lifði af, það skiptir mestu máli. Ég var mjög kvalinn, þetta hefur verið erfitt en það að komast heim af sjúkrahúsinu, gefa pela og skipta um bleyju þurrkaði í mínum augum út öll heimsins vandamál og þar með mín eigin, á augabragði.“ * Að komast heim af sjúkra-húsinu, gefa pela og skiptaum bleyju þurrkaði í mínum aug- um út öll heimsins vandamál og þar með mín eigin, á augabragði. Hundurinn Tumi fylgdist vel með mæðgunum Þóru og Iðunni Vilborgu allan þann tíma sem húsbóndinn lá á sjúkrahúsi. Segja má að hann hafi verið vakinn og sof- inn yfir litlu dömunni; vék aldrei langt frá Iðunni, hvort sem hún var inni eða úti, sofandi eða vakandi. Tumi hreiðraði svo um sig á gólfi hjónaherbergisins á hverju einasta kvöldi. Miklir fagnaðarfundir urðu þegar Hallgrímur kom loks heim og þá fyrst sýndi hundurinn þreytumerki, eftir sex vikna „vakt“. Tumi lagðist þá til hvílu og sagði lítið annað að gera en sofa og nærast í heila viku! Tumi gladdist þegar Hallgrímur stóð loks upp eftir slysið. HUNDURINN STÓÐ VAKTINA Tumi passaði mæðgurnar 11.992 KR. FULLT VERÐ 14.900 KR. COLEMAN TRACK TJALD – FULLT HÚS ÆVINTÝRA REYKJAVÍK • Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • mánud.–föstud. 10–18 • laugard. 10–16 ellingsen.is AKUREYRI • Tryggvabraut 1-3 • Sími 460 3630 • mánud.–föstud. 8–18 • laugard. 10–16 ÖLL GRILL Á 20% AFSLÆTTI MERIDA FINSE REIÐHJÓL Hybrid 89.990 KR. FULLT VERÐ 109.990 KR. DIDRIKSONS CASCADE Dömu, 36–44. Herra, S–2XL. 13.990 KR. FULLT VERÐ 17.990 KR. COLUMBIA GÖNGUSKÓR Dömu, 7,5–12. Herra, 8,5–15. 17.990 KR. FULLT VERÐ 28.990 KR. SCOTT VÖ RUR 40% AFSLÁTTU R COLEMAN VINDVEGGUR 7.920 KR. FULLT VERÐ 9.900 KR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.