Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Blaðsíða 53
14.7. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Þungarokkshátíðin Eistna- flug í Neskaupstað nær há- punkti sínum á laugardag, með tilheyrandi drunum og hausaskaki, þegar meðal annars troða upp sveitirnar Muck, Singa- pore Sling, Sólstafir og Brain Police. 2 Tilraunaleikhús Austurlands sýnir verkið Næturlíf í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á laugardagskvöld kl. 20. Leikari, dansari, hönnuður og tónlist- armaður rannsaka samband sitt við næturlíf og gefa áhorfendum tækifæri til að ferðast á milli persónulegra minninga og upplifana tengdra þeim. 4 Hátíðin Sumartónleikar í Skálholti stendur nú yfir og á laugardag verða tvennir tón- leikar. Á laugardag kl. 15 flyt- ur Hljómeyki verk eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson og kl. 17 flytja Sigurður Halldórsson og Dean Ferr- ell tónlist fyrir tenór- og bassafiðlur. 5 Sirkuslistahátíðinni Volc- ano, sem staðið hefur yfir í Vatnsmýrinni undanfarið, lýkur nú um helgina. Því eru síðustu forvöð að skella sér á sirkus- sýningu. Um helgina má meðal annars sjá Tumble Circus frá Belfast, franska hópinn Betti Combo, Frida Odden Brinkmann og prjónainnsetningu Aino Ihanainen. 3 Sýning Örnu Óttarsdóttur, Gangi þér vel, verður opnuð í Kunstschlager, Rauðarárstíg 1, á laugardag klukkan 20. Sýnir hún meðal annars verkið Marsi- panfarsíma og aðra hluti sem „lenda mitt á milli“. MÆLT MEÐ 1 Gegnum árin höfum við eignast traust-an kjarna áheyrenda sem sækir tón-leikana okkar hér. Við höfum leikið víða um lönd en það er alltaf gott að koma heim til Íslands að spila,“ segir Kristjana Helgadóttir flautuleikari. Hún er einn með- lima kammerhópsins Adapter sem stendur fyrir hinni árlegu Frum-nútímatónlistarhátíð á Kjarvalsstöðum nú um helgina. Auk Kristjönu skipa kjarna hópsins þau Gunnhildur Ein- arsdóttir á hörpu, Ingólfur Vilhjálmsson á klarinett og Matthias Engler slagverksleikari. Þá kemur víóluleikarinn Nikolaus Schlierf einnig fram. Tvennir tónleikar verða á hátíðinni, á laug- ardags- og sunnudagskvöld, og hefjast báðir klukkan 20. Megináhersla hátíðarinnar er á að kynna meistaraverk nútímatónbókmennta fyr- ir tónlistarunnendum. Á Frum – 2013 verður tónlist eftir Helmut Lachenmann (f. 1953) í forgrunni en hann hefur haft mikil áhrif á gang tónlistarsögunnar síðustu hálfa öld. Hann er meðal annars frumkvöðull í notkun óhefðbundinnar hljóðfæratækni og eru verk hans æði krefjandi fyrir flytjendur. Þá verða einnig leikin verk eftir fjögur önnur þýsku- mælandi tónskáld, þau Klaus Huber frá Aust- urríki, Georg Friedrich Haas og Johannes Schöllhorn frá Sviss og unga upprennandi tónskáldið Sarah Nemtsov frá Þýskalandi. „Við í Adapter leikum eingöngu samtíma- tónlist, frá miðri síðustu öld og til dagsins í dag – og mikið nýja tónlist. Við höfum frum- flutt fjölda verka og mikið verið skrifað fyrir okkur,“ segir Kristjana. Hún bætir við að allt frá námárunum hafi meðlimir hópsins laðast að samtímatónlist og í dag flytja þau hana svo til eingöngu. „Við búum og störfum í Berlín og ferðumst mjög mikið til að leika á tónleikum. Berlín- arborg iðar að lífi og þar er mjög gott að starfa sem samtímatónlistarmaður – við náum að lifa af þessu. Líklega væri það ekki hægt í mörgum öðrum borgum.“ Þrjú meðlima Adapter eru íslensk og segir Kristjana að þau vilji gjarnan vera hluti af ís- lensku menningarlífi. Því riðu þau á vaðið árið 2006 með fyrstu Frum-hátíðina og síðan 2007 hefur hún verið haldin í samstarfi við Lista- safn Reykjavíkur. „Við höfum gert okkur far um að leika verk eftir stórmeistara nútímatónlistar, nú til dæm- is verk eftir Lachenmann og Huber. Og jafn- framt koma með það nýjasta að utan. Við höf- um líka leikið verk eftir íslensk tónskáld, hér og á tónleikum erlendis; til dæmis í Þýska- landi, Tyrklandi og í Kaliforníu. En Frum- hátíðin er okkar innlegg í íslenskt menningar- líf, við viljum vera partur af því og kynna áhugaverða tónlist,“ segir hún. FRUM-NÚTÍMATÓNLISTARHÁTÍÐIN Á KJARVALSSTÖÐUM Verk stórmeistara nútímatónlistar „VIÐ BÚUM OG STÖRFUM Í BERLÍN, ÞAR ER MJÖG GOTT AÐ STARFA SEM SAMTÍMATÓNLISTARMAÐUR – VIÐ NÁUM AÐ LIFA AF ÞESSU.“ Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Kammerhópurinn Adapter. Ingólfur Vilhjálms- son, Matthias Engler, Kristjana Helgadóttir og Gunnhildur Einarsdóttir. Þau búa í Berlín. ræða. „Það hljóta að vera mikil gæði að vera svona nálægt fiskimiðunum. Stundum, eins og undanfarið, skjótast stóru skipin í stutta túra rétt út fyrir hafnarmynnið.“ Þá stendur orðið Rósagarðurinn á þriðja makrílverkinu. „Það var svo gaman á opnun sýningarinnar þegar gestir voru að fræða mig um þessa staði í hafinu. Mér er sagt að þýskir sjómenn hafi gefið Rosgarten. Botninn er víst þyrnóttur. Það dýpkar verkin fyrir mér að eiga í skemmtilegum samræðum um þau við gesti.“ Markríllinn heillar Huldu og hún segist hafa verið furðu lostin fyrst þegar hún sá þennan litfagra fisk, þar sem honum var mokað upp úr Vestmannaeyjahöfn. „Hann er ótrúlega skrautlegur og fallegur. Mér finnst ég vera svolítið að helga íslensku miðin mak- rílnum í þessum verkum, að láta heiminn vita að við eigum hann líka. En makríllinn eirir víst engu þar sem hann fer um, hann er eins og rándýr og munstrið minnir mig á hlé- barða. Hann er sundmagalaus og erfitt að sjá hann í fiskleitartækjum. Fiskifræðingar þurfa að fylla fötu af sjó og byrja svo að telja makríleggin, sagði einn gesturinn; að þannig átti þeir sig betur á þessum furðufiski.“ Margir þekkja myndir Huldu Hákon af skrímslum og eitt slíkt má sjá á sýningunni, auk verka með svönum og hröfnum, og far- fuglageri. „Þessi sýning hefur létt af mér vissri pressu,“ segir Hulda. „Ég er lengi að vinna hvert verk og þess vegna er líka gott að sýn- ingin stendur lengi, í einn og hálfan mánuð. Það koma svo margir til Eyja að ég held jafnvel að hér sjá hana fleiri en myndu sjá hana ef hún væri í Reykjavík.“ „Ég bað um að fá að sýna í hráu húsnæði og þá var mér boðið þetta frábæra sýningarrými sem er salur frímúrara í Eyjum. Þetta er gamalt neta- verkstæði með hráum veggjum, góðu aðgengi og mjög fallegri birtu,“ segir Hulda. Fjórtán ný verk eru á sýningunni. Ljósmyndir/Jón Óskar Makríllinn heillar Huldu og eru þrjú makrílverk á sýningunni. Hér er vísað á fengsæl mið við Eyjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.