Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.7. 2013 Þ eir eru kunnuglegir frasarnir sem menn telja eins konar merkimiða gáfna og vits, enda virðast sumir þeirra við fyrstu sýn fela í sér speki; og geti beint umræðu á hærra plan, jafnvel vísað mönnum til vegar eða fyrir horn, ef það kemur sér betur. Gáfnamerkið góða Umsögn eða dómur um byggingalist, myndlist eða bækur eru tæpast boðleg nema að tiltekið sé að eitt- hvað þar „kallist á við“ eitthvað annað í öðru verki eða atviki. Þegar best tekst til kallast eitthvað í bók á við eitthvað í málverki, tónverki eða sögufrægu húsi eða uppákomu, sem aðeins þeir sem fróðir eru eða sérsinna hafa heyrt nefnt. Þegar þessa er getið í slíku samhengi er kolli kinkað ótt og títt til að undirstrika að allir séu með á nótunum. Því það er ekki gott til afspurnar og veit á veikari stöðu innan hópsins, ef eitthvað bendir til að maður fljóti ekki með. Og þetta sem hér hefur verið sagt fram að þessu kallast á við annað sem blómstrar núna: Það eru allir þessir ástsælu menn og konur. Það er fullyrt ótt og títt, eins og það sé vafalaust, að þessi eða hinn sé eða hafi verið einhver ástsælasta persóna þjóðarinnar. Bæði lifandi menn og látnir geta lent í slíkri útnefningu og standa hinir síðarnefndu óneit- anlega höllum fæti þegar að þessu kemur. Rannsóknarnefndir og þeir sem skila skýrslum um aðra kallast dálítið einkennilega á við þennan seinasta hóp. Því þótt vera kunni ofsagt að þessir séu í hópi ást- sælustu einstaklinga þjóðarinnar þá eru þeir í miklum hávegum hafðir og þykja eins óskeikulir og kaþólskur dýrðlingur dauður í aldir. Hvert orð sem frá slíkum rannsóknarmönnum drýpur er án skoðunar talið heil- agur sannleikur eða ígildi hans, rétt eins og fréttamiðl- arar hafi breyst í hóp trúaðra á samkomu hjá Benní Hinn. Nú er ekki hægt að útiloka að þessir, eins og Hinn, búi yfir styrk sem öðrum en kraftaverkamönn- um er hulinn, en þó bendir sumt til að í mörgum til- vikum eigi verk þeirra það helst sameiginlegt að þola illa skoðun. Þægilegri aðstaða Því miður virðist rannsóknarskýrslum fara heldur aft- ur eftir því sem þeim fjölgar. Þær telja sig helst hafa átt að skoða, hvort viðfangsefnum þeirra af holdi og blóði hafi ekki orðið mikið á, og þá að upplýsa hvort brotið hafi verið gegn bókstaf laga. Nú vill svo til að þessar rannsóknarnefndir hafa ekki þurft í störfum sínum að búa við flókna eða umfangsmikla lagaum- gjörð né þurft að taka erfiðar og jafnvel yfirþyrmandi ákvarðanir á örskotsstund, eins og fyrrnefnd viðfangs- efni þeirra komust ekki hjá. Raunverulega hin eina bindandi kvöð sem Alþingi hefur talið óhjákvæmilegt að setja nefndunum er að afmarka starfstíma þeirra með beinum fyrirmælum í lögum. Rannsóknarnefnd- irnar virðast hingað til eiga það sameiginlegt að hafa sýnt eindregin brotavilja þegar þessi lagafyrirmæli eiga í hlut. Í þeim efnum kallast þessar nefndir helst á við þá aðila eina sem telja sjálfa sig hafna yfir þau lög sem í landinu gilda. Skýrsla stóru nefndarinnar, Rannsóknarnefndar Al- þingis, var send til annarrar nefndar, að því er virðist til þess að hún mætti eiga einhvers konar innhverfa íhugun um störf fyrri nefndarinnar. Það er ekki endi- lega víst að það fyrirkomulag hafi verið hugsað til að rugla almenning enn frekar en orðið var, að seinni nefndin er líka í mæltu máli kölluð rannsóknarnefnd Alþingis. Hin fyrri var kölluð það til upphefðar og til að færa henni vigt og þar sem Alþingi hafði sett hana á laggirnar, en hin síðari vegna þess að hún var skipuð alþingismönnum og skipuð af Alþingi og var því raun- verulega einhvers konar Rannsóknarnefnd Alþingis. Það fór fram umræða í þingsalnum um störf seinni nefndarinnar og í leiðinni að einhverju leyti um störf fyrri nefndarinnar, þótt það hafi verið í skötulíki. Um- ræðan um störf seinni rannsóknarnefndar Alþingis var æði sérkennileg. Lögð var áhersla á að koma tvennu rækilega til skila. Hið fyrra var hve mikil samstaða og eindrægni hefði ríkt innan nefndarinnar og hins vegar hversu óheyrilega og óeigingjarna vinnu nefndarmenn (seinni nefndarinnar) hefðu innt af hendi. Það hlýtur að hafa farið um Steingrím J. og jafnvel Björn Val, því fram að þessu höfðu þeir bandamenn talið að „frá hruni“ hefði aðeins einn maður í landinu unnið þannig að orð væri á gerandi. Enda kom í ljós að afrakstur seinni nefndarinnar var snautlegur og þótt blaðsíðu- Lengi tekur sú holan við *Umræðan um störf seinni rann-sóknarnefndar Alþingis var æðisérkennileg. Lögð var áhersla á að koma tvennu rækilega til skila. Hið fyrra var hve mikil samstaða og eindrægni hefði ríkt innan nefndarinnar og hins vegar hversu óheyrilega og óeigingjarna vinnu nefndarmenn (seinni nefnd- arinnar) hefðu innt af hendi. Reykjavíkurbréf 12.07.13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.