Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.7. 2013 Matur og drykkir og glottir. „Maður myndi tvímælalaust spyrja um innihaldið ef maður væri boðinn í mat hjá doctor Lecter, eða bara borða grænmetið – það er að segja ef maður slyppi við það að vera aðalrétturinn“. Aðspurður hvað það segi um þau vinina að þau borði nautalundir segir Sindri að það endurspegli kjötætur með klassískan smekk. „Nautalundir henta ágætlega á rigningars- umardegi sem þessum,“ segir Sindri. Uppskriftirnar eru úr hinum og þessum áttum. Halloumi-salat káta Kýpverjans er einmitt byggt á kýpverskum osti. Mjög ferskt og sumarlegt salat. Spilar vel saman þessi gullinbrúnaði ostur og melónurnar. Ferskt og gott og létt í maga, fínt sem forréttur fyrir eitthvað þyngra. Sannkallað sumarsalat. Sindri leggur áherslu á að hann sé ekki ástríðukokkur eða djúpt sokkinn í þær djúpu pælingar sem sumir leiðast út í varðandi mat- seld og vínsmökkun. „Maður heldur alltof sjaldan matarboð og er latur við að elda, en þegar maður lætur til skarar skríða er lögð áhersla á vandað hráefni og skemmtilegar uppskriftir. Það besta við matarboð er síðan auðvitað gestirnir, að þeir séu skemmtilegir og áhugaverðir. Við Hannibal Lecter getum verið sammála um að gestirnir skipta mestu máli í vel heppnuðu matarboði,“ segir Sindri. S indri Freysson rithöfundur og Sonja Huld Guðjónsdóttir lífefnafræðingur buðu vinum í mat til sín um síðustu helgi og það var þríréttað. Aðspurður hvort Sindri ætli að færa sig út í matarbóka- útgáfu segist hann ekki stefna á það. „Það er að vísu fleira skylt með matreiðslu og bókmenntum en margir sjá við fyrstu sýn,“ segir Sindri. „Á 19. öld var franskur matgæðingur að nafni Brillat-Savarin sem sagði „segðu mér hvað þú borðar og ég skal segja þér hver þú ert“, og bókmenntir snúast auðvitað að stórum hluta um að skilgreina og skoða manneskjur. Aðalpersónan í fyrstu skáldsögu minni, Augun í bænum, er að elda í upphafi bókar ásamt því að skrifa sögu sína í matreiðslubók sem hann hafði erft eftir móður sína. Matur, matarlist og löngun í mat mótar einstaklinga og menningu okkar. Matur gegn- ir ríkulegu hlutverki í bókmenntum, eins og í Babettes Gestebud eftir Blixen, í Ódysseif hans James Joyce eru safaríkar lýsingar á mat og þá var Hemingway alltaf að borða ostrur og drekka kampavín til að örva kyn- hvötina, svo örfá dæmi séu nefnd. „Matseld er líka mikilvægur þáttur í bókunum um Hannibal Lecter. Það sagði einmitt ýmislegt um Lecter hvað hann borðaði,“ segir Sindri Sindri og Sonja gerðu forréttina og eftirréttinn inní eldhúsi. Sindri lét ekki rigninguna koma í veg fyrir að grillið væri notað. RIGNINGARSUMAR GETUR LÍKA VERIÐ GRILLSUMAR Káti Kýpverjinn borðaður í Vesturbænum SUMRIN ERU HENTUG TIL GRILLUNAR. ÞÓTT VEÐRIÐ HAFI VERIÐ SLÆMT HEFUR FÓLK EKKI MISST BARÁTTUÞREKIÐ EINS OG ÍBÚAR Á VÍÐIMELNUM Í VESTURBÆNUM SÝNDU ÞEGAR ÞAU GRILLUÐU Í GRENJANDI RIGNINGU UM SÍÐUSTU HELGI. Texti: Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Ljósmyndir: Ómar Óskarsson omar@mbl.is Eins og sjá má rigndi mikið á með- an Sindri grillaði. HALLOUMI-SALAT KÁTA KÝPVERJANS 4 pakkar Halloumi ostur, skorinn í bita ½ vatnsmelóna, skorin í þríhyrninga 3 pakkar kirsuberjatómatar 1 bolli basilíka, söxuð smátt 2/3 bolli mynta, söxuð smátt 1 heill hvítlaukur, saxaður smátt 1½ bolli ólífuolía Salt og pipar Setjið basilíku, myntu, hvítlauk og olíu í mat- vinnsluvél og blandið vel saman. Kryddið með salti og pipar. Setjið tómatana á olíuborinn bökunarpappír og penslið þá með blöndunni. Steikið tómatana síðan á pönnu eða snarpheitu grilli þangað til þeir byrja að springa, setjið þá til hliðar. Hitið olíu á pönnu við meðalhita. Veltið ostinum upp úr hveiti og setjið á heita pönnuna. Steikið ostinn þangað til hann nær gullnum blæ. Raðið vatnsmelónubitum á disk og setjið tóm- atana og steiktan ostinn yfir, skreytið með af- ganginn af basil-myntu-blöndunni. GRILLAÐ GÓMSÆTI Vænar nautalundir ólífuolía vestfirskt kristalsjávarsalt nýmalaður pipar Leyfið kjötinu að ná stofuhita, pensl- ið það þá með ólívuolíu og kryddið með pipar. Hitið grillið vel, lokið kjötinu snöggt og grillið síðan um fjórar mínútur á hvorri hlið. Látið kjötið standa í um 8-10 mín. eftir grillun. Skerið í þunnar sneiðar og kryddið með salti eftir smekk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.