Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.7. 2013 Þetta lá allt nokkuð ljóst fyrir. Við máttum ekki fara niður að á. Alls ekki nálægt stíflunni. Ekki klifra upp á þök. Vera með hatt í sól. Og aldrei með trefla. Alveg þar til tal- ið barst að treflunum var hægt að setja sig inn í þessi helstu boð og bönn, jánka og skilja hættuna. Meira að segja sólstinginn. Þetta með treflana gat hins vegar ært mann. Enda gat það gerst að þessi voðalega flík rataði inn á borð til manns. Trefillinn sem ég prjónaði í handmennt var rammaður inn í gler eins og gam- almennaföndur. Það mátti horfa á hann. Þetta var ferlega fúlt. Og það var ekki eins og allt ætti yfir einn að ganga. Börn af góðum heimilum gengu með trefla. Löngu, löngu síðar skildi ég þetta. Þetta var öryggisráðstöfun par excellence. Slysavarnir nú- tímans hafa marið það í gegn að börn séu ekki með reimar, trefla og annað laust sem þau geta flækt sig í og slasað sig á; ekki á skaut- um, ekki á skíðum, ekki í leik- grindum. Sjúkraþjálfarinn og eiginkona Hallgríms Sigurðssonar, Þóra Hlynsdóttir, tók strax fyrir það þegar þau hjónin kynntust að eig- inmaðurinn með vélsleðadelluna stigi á sleðann án ríkulegs örygg- isbúnaðar. Í viðtali við Sunnu- dagsblað Morgunblaðsins í dag segir Hallgrímur frá því að daginn sem hann stórslasaðist í vélsleða- slysi í vor hafi hann séð suma fé- laga sína sleðast á heiðinni „nán- ast á hlýrabolnum“. Hann segir það hafa verið ákaflega freistandi að skella sér á sleðann, frjáls und- an þungum öryggisbúnaði en hann setti þó á sig hálskragann, brynju sem er sérstaklega styrkt yfir hryggjarliði, nýrnabelti, sér- stakar hnéspelkur, besta hjálminn og úlnliðsteygjubönd. Það varð honum til lífs. Skiptum ekki á „óþarfa“ öryggi og lífinu. RABBIÐ Til vonar og vara Júlía Margrét Alexandersdóttir Dægradvöl mannanna er misjöfn. Sumir æða um allar trissur hlaupandi eða á hjóli, á meðan aðrir kjósa rólegheitin. Á meðan að sumir hanga yfir tölvum og símum allan daginn, eru aðrir sem vilja fremur njóta lesturs góðrar bókar. Það má alltaf finna sér griðastað frá erli hversdagslífsins til að leggjast í græna lautu og glugga í bók. Í friði og ró er gott að finna lyktina af gróðri og hlusta á suðið í hungangsflugunum. Að vera einn með sjálfum sér nærir bæði líkama og sál og ekki skemmir fyrir að lifa sig inn í heim bókmenntana. Það eru svona augnablik sem gefa lífinu gildi. Munið bara að slökkva á sím- anum í vasanum til að nútímatæknin skemmi ekki fyrir. Þessi ferðalangur var búinn að draga ferðatöskuna sína um langa leið og átti skilið að hvíla sig áð- ur en hann hélt áfram ferð sinni. Hvert förinni var heitið vitum við ekki. AUGNABLIKIÐ Morgunblaðið/Styrmir Kári Í GRÆNNI LAUTU ÞÓ AÐ VEÐURGUÐIRNIR HAFI VERIÐ Í HAM UNDANFARIÐ OG VÖKVAÐ VEL JÖRÐINA, KOMA ALLTAF ÞURRAR STUNDIR INN Á MILLI. ÞÁ ER GOTT AÐ FINNA SÉR GRÆNA LAUT, LEGGJAST ÞAR NIÐUR OG HVÍLA LÚIN BEIN. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hvað? Hríseyjarhátíð. Hvar? Hrísey. Hvenær? Laugardag, 13. júlí. Nánar: Leiktæki, sápurennibraut og sápufótbolti svo fátt eitt sé nefnt. Trúbadorar á hverju götuhorni. Hátíð í Hrísey Hvað? Rauðasandur Festival. Hvar? Gamli Gauk- urinn, Tryggvagötu. Hvenær? Laugardag 13. júlí, kl. 22. Nánar: Stjórnendur Rauðsandi Festival og listamenn bæta upp fyrir ofsaviðri há- tíðarinnar síðustu helgi með tónleikum. Rauðasandsævintýrið Í fókus VIÐBURÐIR HELGARINNAR Hvað? Glíma – Geir Ólafs vs. Rökkvi Vésteins. Hvar? Mjölni, Seljavegi 2. Hvenær? Laugardag 13. júlí, kl. 14. Nánar: Söngvarinn Geir Ólafs tekst á við grínistann Rökkva Vésteins í hörku glímu. Að- gangseyrir er 500 krónur og rennur til Barnaspítala Hringsins. Glíma til góðs Hvað? Pöddu- ganga. Hvar? Í Kjarna- skógi á Akureyri. Hvenær? Laug- ardag 13. júlí kl. 13:30. Nánar. Bjarni Guðleifsson nátt- úrufræðingur fræðir göngugarpa um hvaða skordýr leynast í jarðveginum í skóginum. Boðið upp á veitingar að göngu lokinni. Allir velkomnir. Pödduganga á Akureyri Hvað? Sumarjazz. Hvar? Jómfrúnni við Lækjargötu. Hvenær? Laug- ardag 13. júlí, kl. 15-17. Nánar: Reykjavík Swing Syndicate spil- ar jazz fyrir gesti í portinu aftan við hús- ið. Aðgangur er ókeypis. Sumarjazz á Jómfrúnni Hvað? Harmonikkuhátíð Reykjavíkur. Hvar? Árbæjarsafni. Hvenær? Sunnudag 14. júlí, kl. 13-17. Nánar: Saga Reykvíkinga rifjuð upp við undirleik ljúfra harmonikkutóna nokk- urra þekktustu harmonikkuleikara landsins. Harmonikkuhátíð * Forsíðumyndina tók Skapti Hallgrímsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.