Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Blaðsíða 45
fjöldinn sem var undirritaður af nefndarmönnum hafi verið bústinn og blásinn út, eins og jafnan er hjá slík- um nefndum, þá fólst hann aðallega í nýrri uppröðun á gömlu efni (klippt og límt) og ekki varð því séð að þing- mennirnir hefðu mikið fram að færa af sinni hálfu. Jú, ekki má gleyma því: þeirra eina raunverulega framlag var að ákæra skyldi fjóra fyrrverandi ráðherra og draga þá fyrir landsdóm. En hin mikla eindrægni sem svo mjög var gumað af, entist ekki alla leið til af- greiðslu þess máls, hvorki hjá nefndinni né þinginu og endaði með enn meiri ósköpum en til var stofnað. Og nú nýlega ákvað fín evrópsk samkoma að hirta rík- isstjórnina og þingið fyrir gjörninginn þann. Taldi hin virðulega samkoma framtak íslenska þjóðþingsins og þeirra Jóhönnu og Steingríms helst kallast á við of- sóknirnar gegn fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu, sem eru fordæmdar og fyrirlitnar víða um veröld. Fyrir tíma rannsóknarnefnda Fyrir bankafall voru ekki beinlínis talin tilefni fyrir rannsóknarnefndir. Umboðsmaður Alþingis var auð- vitað í verkum eins og lög ætla því embætti. Þar var raunar sá háttur gjarnan hafður á, að þeim eða þeim embættum, sem Umboðsmaður ákveður að rannsaka, oft í framhaldi af fyrirsögnum eða fyrstu fréttum fjöl- miðla, er gert svara spurningum innan fárra daga, hvernig sem á stendur, og svo tekur umboðsmaður sér marga mánuði, jafnvel nærri ár. Þá skilar hann frá sér skýrslu, á tugum eða hundrað blaðsíðum. Fjölmiðla- menn fjalla um skýrsluna sama dag og hún birtist, vitna í „niðurstöðu umboðsmanns“ og bæta við að skýrslan sé svona óskaplega löng. Það er sjálfsagt gert til að undirstrika þunga niðurstöðunnar. Ríkisendurskoðun birti líka einatt skýrslur, stundum beðin og stundum ekki. Gjarnan var þá verið að býsn- ast yfir því að verk sem stjórnmálamenn höfðu ákveðið hefðu farið langt fram úr öllum áætlunum. Nú er í tísku að telja fínast (og gott ef ekki lýðræð- islegast) ef „fagmenn“ taka allar meiriháttar ákvarð- anir, en ekki kjörnir fulltrúar almennings, sem gefið er í skyn að séu annaðhvort spilltir eða óhæfir, nema í þeim tilvikum þegar hvort tveggja sé. Hafa menn smám saman guggnað undan slíkri pressu og sífellt fleiri þættir ákvarðana hafa verið færðir til „fag- manna“ sem enga ábyrgð bera á einu eða neinu og al- menningur getur aldrei látið sæta neinni ábyrgð. En þetta er dálítið sérstakt í tilvikum uppnáms vegna þess að eitthvað hafi farið fram úr áætlunum. Fullyrða má að í öllum slíkum tilvikum lúti stjórnmálamenn leið- sögn „fagmanna“ í ríkari mæli en í flestum málum öðr- um, svo segja má að slíkir ráði algjörlega för. Eftir „hrun“ hér á landi hafa menn bugtað sig sér- staklega fyrir hagfræðingum. Svo ágætir sem þeir eru margir, kom ekki nokkur stétt nær því að skapa skil- yrði í aðdraganda þess sem varð um víða veröld, en sú stétt. Heimurinn hefur gengið í gegnum marga fjár- málakreppuna. En fullyrða má að sú síðasta var und- irbúin af fjölmennari hópi hámenntamanna í efnahags- og fjármálafræðum en heimurinn hefur nokkru sinni séð glitta í. Þúsundir hagfræðinga og annarra „fag- manna“ í Seðlabanka Bandaríkjanna, Seðlabanka evr- unnar og hinum risavöxnu bankastofnunum heimsins höfðu fram á síðustu stundu ekki grænan grun um hvað væri að skella á þeim. Og ekki voru íslensku snill- ingarnir síður galvaskir hér. Óþarfi væri að gera veður úr því, ef ekki væri fyrir þá sem dregið hafa upp mynd- ir af sjálfum sér í kjölfarið, sem eiga enga samsvörun í raunveruleikanum og má finna slæm dæmi þess í fyrstu rannsóknarskýrslunni. Komu ekki skattgreiðendum á krók Hinn þekkti ritstjóri og skríbent Dominic Lawson, (líka þekktur af nánum ættingjum sínum) rifjar upp eldra mál en bankakreppuna síðustu, sem hóf sigl- inguna á strandstað í sumarlok 2007. Lawson nefnir til sögunnar hina miklu framkvæmd um jarðgöng undir Ermarsund til að tryggja lestarsamgöngur við meg- inlandið. Og það var mikið í húfi og því voru snjöllustu og virtustu „fagmennirnir“ látnir leggja mat á dæmið. (This was a project for which the proposed revenue streams had been judged by the City’s sharpest ana- lysts (and recommended to their clients) as quickly worth many times the down payment). Snillingarnir vanmátu kostnaðinn um eina 17 milljarða punda en of- mátu hins vegar framtíðarumferð um göngin stórlega. Eins og Lawson nefndi í grein sinni hafði Margrét Thatcher krafist þess að breskir skattgreiðendur yrðu ekki hengdir á þennan krók: „Það voru því einstakir handhafar hlutafjár í framkvæmdinni og þeir sem keypt höfðu skuldabréf fyrirtækisins sem horft hafa eftir fé sínu ofan í holu í Ermarsundi.“ Það er illa hægt að nota það orðalag, að staðfesta Margrétar Thatcher kallist á við tilburði Jóhönnu og Steingríms J. til að hengja íslenska skattgreiðendur á Icesave-krók Breta og Hollendinga. Og það vantaði ekki að „fagmennirnir“ og hagspekingarnir og allir hinir vísu menn skrifuðu glaðbeittir upp á alla þá vit- leysu og hefur engum þeirra enn komið til hugar að biðjast afsökunar á þeim afglöpum svo vitað sé. Morgunblaðið/Ómar 14.7. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.