Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Blaðsíða 12
H in Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík eða Reykjavík International Film Festival (RIFF) heldur upp á tíu ára afmæli sitt í haust. Stofnandi hátíðarinnar er Hrönn Mar- inósdóttir og situr hún enn við stjórnvölinn og búin að koma hátíðinni í gegnum góða sem slæma tíma, því þrátt fyrir kreppu og hart árferði hefur hátíðin aldrei fallið niður, þvert á móti bara vaxið og dafnað. Aðsókn hef- ur aukist úr 13.000 gestum í 30.000 manns og veltan farið úr 6 milljónum króna árið 2004 og upp í 57 milljónir króna árið 2012. Svo er það fjölbreytnin sem hátíðin býður upp á, en í fyrra voru sýndar myndir frá 119 löndum og árið 2010 voru myndir frá 181 landi á boðstólum, en þjóðríki heimsins eru ekki mikið fleiri en það. Það eru 193 ríki hjá Sameinuðu þjóðunum og fá lönd sem eru utan þeirra samtaka, þótt þess séu dæmi eins og Vatíkanið til dæmis. Þá hafa stór nöfn í kvikmyndaheiminum komið til að taka við verðlaunum, eins og Jim Jarmush, Abbas Kiarostami og Milos Forman. Hátíðin var á síðasta ári valin ein af 15 áhugaverðustu hátíðum Evrópu af MEDIA-sjóðnum. Umfjöll- un um hana erlendis sem innanlands hefur verið afburðagóð. Ekki kom þessi árangur öllum á óvart á Íslandi eða eins og einn ónefndur kvikmyndagerðarmaður sagði í samtali við undirritaðan vakti Hrönn strax athygli þegar hún kom að spænskri kvikmyndahátíð á Íslandi. „Það sást strax að hún var fær um að gera flotta sýningu í kringum þetta, þannig að eftir var tekið,“ segir hann. Hrönn Marinósdóttir segir sjálf að það hafi verið mik- ilvægt að vinna vel með erlendum fjölmiðlum. „En lykillinn að góðri byrjun var aftur á móti tvímælalaust sá að við fór- um strax þá leið að leita til fagfólks úti í heimi til að taka þátt í þessu með okkur,“ segir Hrönn. „Við leituðum til fólks með mikla reynslu svo sem Helgu Stephenson sem á rætur að rekja til Íslands en stjórnaði lengi vel kvik- myndahátíðinni í Toronto sem er ein sú stærsta í heimi. Við bárum líka gæfu til þess að koma þegar í upphafi á sam- starfi við reyndan dagskrárstjóra sem var Dimitri Eipides. Hann vann sína vinnu vel og átti stóran þátt í að byggja upp gott orðspor fyrir hátíðina, bæði hérlendis og erlendis. Með það í farteskinu hefur okkur tekist að byggja upp gott tengslanet. Fátt er mikilvægara fyrir starfsemi eins og þessa. Á grundvelli þess hefur til dæmis orðið til mjög sterkt lið erlendra ráðgjafa og starfsmanna. Þetta fólk hefur hjálpað við að byggja upp reynslu og þekkingu hjá RIFF á rekstri svona viðburðar. Frá byrjun höfum við jafnframt fengið jákvæð viðbrögð og góðan stuðning frá íslenskum kvikmyndagerðarmönnum í fremstu röð svo sem Baltasar Kormáki, Degi Kára og Elísabetu Ronalds svo fáeinir séu nefndir.“ Ekki allir sáttir Engu að síður hafa ekki allir verið sáttir með hátíðina. Allir eru sammála um að Hrönn hafi unnið þrekvirki við að koma henni á laggirnar en sumir viðmælendur hafa viljað meina að kominn væri tími á að skipta um mann í brúnni. Í vetur var starfrækt nefnd á vegum borgarinnar sem tók viðtal við fjölda manna sem höfðu starfað við hátíðina og báru ekki allir Hrönn vel söguna. Menn komu jafnvel fram í fjöl- miðlum og gagnrýndu hana mjög fyrir samstarfið, meðal annarra Hlín Agnarsdóttir leikstjóri. Þessi nefnd sem fór yfir málin skilaði minnisblaði til Menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar en það var aldrei birt. „Við vorum að sinna eftirlitshlutverki okkar með stofnun þessarar nefndar og fara yfir starfsemina,“ segir Einar Örn Benediktsson, formaður Menningar- og ferða- málaráðs. „Þetta sneri að rekstrarfyrirkomulagi hátíðarinnar. Okkur fannst tími til að staldra við og fara vandlega yfir dæmið. Þetta er gert reglulega með hátíðir.“ Aðspurður hvort ekki hafi átt að setja hátíðina af segir hann að svo hafi alls ekki verið. „Það er hluti af eftirlits- skyldu okkar að fara yfir þau mál sem snúa að þeim sem fá styrki frá okkur,“ segir Einar Örn. „Þetta var hluti af því. Nefndin talaði við fjölda manns, hátíðin er níu ára gömul og margir hafa unnið við hana. Auðvitað eru margir sem hafa aðrar hugmyndir um svona hátíð og myndu vilja hafa hlut- ina öðruvísi, það er bara eðlilegt. Ég held að þessi yfirferð hafi verið hátíðinni til framdráttar, hollt að hafa staldrað við og skoðað málin. Grikkland í hásæti á tíundu RIFF hátíðinni Hrönn Marinósdóttir á blaðamannafundi fyrir þarsíðustu RIFF hátíð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sundbíó RIFF í Sundhöllinni er eitt af töfra uppákomum hátíðarinnar. En fleiri slík óvænt hafa vakið lukku. RIFF/hag 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.7. 2013 KVIKMYNDAHÁTÍÐIN RIFF VERÐUR HALDIN Í REYKJAVÍK Í TÍUNDA SINN Í HAUST. HRÖNN MARINÓSDÓTTIR ER STOFNANDI HÁTÍÐARINNAR OG HEFUR STÝRT HENNI ÖLL ÁRIN. ÞÓNOKKUR STYR STÓÐ UM HRÖNN Í VETUR OG HÉLDU MENN UM TÍMA AÐ HÁTÍÐIN YRÐI TEKIN AF HENNI. EN SÚ VARÐ EKKI RAUNIN OG HÁTÍÐIN VEX OG DAFNAR Í HÖNDUM HRANNAR. VELTA HÁTÍÐARINNAR HEFUR VAXIÐ ÚR 6 MILLJÓNUM Í 57 MILLJÓNIR KRÓNA. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík í tölum 200 180 160 140 120 100 80 60 40 20 0 200 4 200 5 200 6 200 7 200 8 200 9 201 0 201 1 201 2 16 70 88 83 94 153 181 142 119 Fjöldi mynda 200 4 200 5 200 6 200 7 200 8 200 9 201 0 201 1 201 2 45 40 35 30 25 20 15 10 5 0 41 6 26 30 29 30 36 30 34 Fjöldi landa 200 5 200 6 200 7 200 8 200 9 201 0 201 1 201 2 60 50 40 30 20 10 0 18 26 45 45 55 59 56 57 Velta í millj. kr.$ 30.000 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 0 200 5 200 6 200 7 200 8 200 9 201 0 201 1 201 2 13 .0 00 13 .0 00 20 .0 00 21 .0 00 22 .0 00 25 .0 00 28 .0 00 30 .0 00 Fjöldi gesta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.