Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Blaðsíða 34
*Græjur og tækniFyrirtækið Yahoo! er í stöðugri sókn þessa dagana með Marissu Mayer í broddi fylkingar »36 Samfélagsmiðillinn Twitter er skemmtilegt tól sem hefur margvíslegt notagildi, til dæmis nýt- ist hann vel í samskiptum stórstjarna og aðdáenda þeirra. Nýjustu heimsfrægu Íslendingarnir, ef svo má að orði komast, í hljómsveitinni Of Mon- sters and Men eru á meðal þeirra sem hafa nýtt sér Twitter vel til að koma tónlist sinni á framfæri og ef marka má skrif aðdáenda þeirra á miðlinum virðist sem söngkona sveit- arinnar, Nanna Bryndís, sé orðin átrúnaðargoð og ástin í lífi manna úti um alla heimskringlu. Blaðamaður tók saman tíu sérlega skemmtileg „tíst“ um Nönnu Bryndísi. elg@mbl.is EF MARKA MÁ SKRIF AÐDÁENDA OF MONSTERS AND MEN Á TWITTER ER FÓLK HVAÐANÆVA AÐ KOLFALLIÐ FYRIR NÖNNU BRYNDÍSI, SÖNGKONU SVEITARINNAR. Líkt við Björk Joseph Horton frá Bretlandi segir Nönnu Bryndísi frábæra og bætir við að hún sé eins og yngri út- gáfa af Björk. Vonbiðill í Kaliforníu Oscar Gardea frá Kaliforníu skrifar: „Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, Of Monsters and Men, þú ert falleg. Gifstu mér.“ Elska þig meira en lífið Katrina Hatton er trúlega heit- asti aðdáandi Nönnu en hún á tvö tíst sem birtast hér. Hún tekur fram að henni finnist svo skemmtilegt hvernig hún geti tjáð það sem máli skiptir (ást sína á Nönnu) með sinni takmörkuðu íslenskukunnáttu. NÖNNUÆÐI Á TWITTER Toppar Shakira Icaro Lopez, brasilískur aðdáandi, skrif- ar: „Ég segi ýmislegt um Shakira, en í raun ætla ég að gift- ast Nönnu Bryndísi.“ Tískufyrirmynd Þessi bandaríska stúlka segist vilja klæða sig eins og Nanna Bryndís. Ástarkveðja frá Mexíkó Adam Shudder nokkur skrifar einfaldlega: „Ég er ástfanginn af Nönnu Bryndísi.“ Magnaðasta kona heims? Þessi unga dama frá Banda- ríkjunum sparar hvergi stóru orðin heldur kallar Nönnu Bryndísi eina mögnuðustu konu sem er á lífi. Þokkagyðja Breski tístarinn George Chiverton segir Nönnu hafa verið „ofurkynþokkafulla“ á Reading- tónlistarhátíðinni. Skilgreining fullkomnunar Rayne Mazur, ung stúlka frá Bandaríkjunum, deilir mynd af Nönnu og segir að Nanna Bryndís sé skilgreining fullkomnunar. Heitari en Hekla? Nathan Chapman frá Englandi er ekki í nokkrum vafa um að Nanna Bryndís sé „það heit- asta sem komið hefur frá Íslandi“. „Gifstu mér, Nanna“ Morgunblaðið/Golli Spekingar og fjárfestar í tæknigeir-anum binda vonir við að með tíð ogtíma aukist áhugi neytenda á aðbera smátölvur utan á sér í stað þess að geyma þær einungis í vasanum, sbr. snjallsíma. Slíkir stafrænir fylgihlutir eru þegar farnir að láta á sér kræla, til dæmis gleraugu á borð við Google Glass auk svo- kallaðra snjallúra. Framlenging snjallsímans Í grunninn eru snjallúr einfaldlega úr sem eru fær um fleiri aðgerðir en tímamælingar, en í nútímasamhengi eru snjallúr arm- bandstölvur sem oftast virka sem e.k. framlengingar af snjallsímum. Það er að segja, úrin geta mörg hver keyrt einföld smáforrit auk þess sem „bluetooth- samband“ milli síma og úrs gerir notendum kleift að lesa t.d. tölvupósta eða SMS- skilaboð, sem annars væru lesin í snjall- auk þess sem fleiri fyrirtæki hafa lengi verið grunuð um slík áform. Ber þar hæst að nefna Apple en orðrómur hefur verið á kreiki um svokallað iWatch frá 2009 og ný- legar skrásetningar á vörumerkinu iWatch í nokkrum ríkjum hafa ýtt enn frekar undir orðróminn. Talið er líklegt að varan verði kynnt til leiks snemma á næsta ári. Erki- fjendurnir hjá Samsung hafa einnig látið skrásetja vörumerkið Gear sem þykir lík- legt til að verða nafn á vörulínu yfir hina ýmsu stafrænu fylgihluti frá fyrirtækinu þegar fram í sækir. Eigi tækni stafrænna fylgihluta á borð við snjallúrin að ná fótfestu er ljóst að fram- leiðendur verða að huga jafnvel enn frekar að útlitsþættinum heldur en þegar kemur að snjallsímunum, enda ólíklegt að neyt- endur séu tilbúnir að leggja fallegum skart- gripum fyrir klunnalegar og ljótar arm- bandstölvur. símanum, beint af skjá úrsins. Háþróaðri snjallúr eru meira að segja fær um taka á móti áframsendum hringingum úr snjall- símum, þ.e. hægt er að taka símtöl í gegn- um hátalara á úrinu. Snjallúr eru ekki glæný af nálinni, Micro- soft kynnti t.a.m. eitt slíkt árið 2004, en nú fyrst þykir tæknin nógu góð til að varan geti náð fótfestu. Nú þegar er til fjölbreytt flóra af snjallúrum sem kosta allt frá 150 upp í 4.500 bandaríkjadali. Helstu vörurnar á markaðnum eru Pebble-úrin, i’m Watch og Sony Smartwatch. Apple iWatch á leiðinni? Baráttan á umræddum markaði er þó ein- ungis nýhafin enda eru helstu tæknirisar heims allir að framleiða eigin útgáfur af snjallúrum – eða svo er í það minnsta talið. Acer, Foxconn, Sony, Samsung og Toshiba hafa öll tilkynnt að von sé á úrum frá þeim TÆKNIRISARNIR FRAMLEIÐA SNJALLÚR Snjallúratískan handan við hornið? Sony Smartwatch 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.