Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Blaðsíða 24
Nokkrar bíómyndir og kvikmyndaleikstjórar skara fram í leik-
myndahönnun þar sem heimili og vistarverur aðalpersónanna
verða ekki síður eftirminnileg en söguþráðurinn.
Meðal fremstu leikstjóra á þessu sviði eru Pedro Almodovar.
Hann er ófeiminn við að nota heita liti, rauða og appelsínugula
tóna, djörf veggfóður og notast gjarnan við miklar andstæður.
Margar bíómyndir 6. og 7. áratugarins eru þá líka skemmti-
legar en með eftirminnilegri myndum sem hægt væri að horfa
og ráðast svo í að hressa upp á heimilið eru Breakfast at Tiff-
anýs, Peter Sellers-myndin The Party og Aunte Mame. Eins og
getið er hér til hliðar eru bláir og fjólubláir, sófasnið og lampar
sem fást í verslunum þessa dagana ekkert svo ósvipaðir þeim stíl
sem er í myndinni.
Nýrri myndir hafa líka heillað smekklegar húsmæður og -feð-
ur svo sem Somethinǵs gotta give og It́s Complicated, ekki síst
sófar í eilítið amerískum stíl, háir eldhúskollar við stórar eyjur
og eldhús sem eru ekki of stílhrein en björt – með opnum hillum
og bastkörfum.
AÐ INNRÉTTA HEIMILIÐ UNDIR ÁHRIFUM
EFTIRLÆTISBÍÓMYNDARINNAR HLÝTUR AÐ
VERA STÓRSKEMMTILEGT VERKEFNI.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Húsgögn
bíómyndanna
Margir hafa hrifist af þeim innanstokksmunum sem sjást í kvik-
myndunum Somethinǵs gotta give frá árinu 2003 It́s Comp-
licated frá 2009 enda var það sami hönnuður sem sá um útlit-
ið. Húsgögnin eru hlýleg, í gráum tónum og jarðlitum. Þessi
hægindastóll frá ILVU myndi smellpassa inn í bíómyndirnar.
Spænski leikarinn Pedro Almodovar er þekktur fyrir að nota
sérstaklega fallega innanhússhönnun í kvikmyndum sínum og
þau eldhús, stofur og svefnherbergi sem sjást í kvikmyndum
eins og High heels eru litrík, mynstruð og öðruvísi. Þessi sófi
vakti feiknaathygli á sínum tíma og sniðugt ef einhvern langar
að bólstra gamla sófann og skoða þennan möguleika - að
blanda saman litum.
Meðal þekktra húsgagna í Austin Powers er svo-
kallaður Marilyn Bocca sófi, endurhannaður í
minningu Marilyn Monroe árið 1972. Það var
Studio ́65 sem átti frumkvæðið að framleiðslunni
og voru hönnuðirnir undir áhrifum sófa sem lista-
maðurinn Salvador Dali hannaði árið 1930 og
svipar um margt með Marilyn sófanum. Þá er
dönsk hönnun einnig sjáanleg, meðal annars svo-
kallaður Uxi, eða „Ox Chair“ eftir hús-
gagnahönnuðinn Hans J. Wegner. Wegner var
undir áhrifum Picasso þegar hann hannaði stólinn.Renée Zellweger átti bleika
„vömb“eða „The Womb“, eins
og hálffinnski og hálfbandaríski
hönnuðurinn Eero Saarinen
kallaði stól sinn, í kvikmyndinni
Down with love. Vömbin er ein
klassískasta stólahönnun síð-
ustu aldar og var settur á mark-
að á 5. áratug síðustu aldar.
HEIMILIN UNDIR ÁHRIFUM KVIKMYNDANNA
Kvikmyndin Auntie Mame er fyrir margt löngu
rómuð fyrir híbýlahönnunina. Ljósfjólubláir,
bláir og gráir tónar eru mest áberandi. Við
nánari skoðun má sjá að ISALA-lína IKEA er
sniðin í slíkt umhverfi ef einhvern langar að
stæla stofurnar. Bíómyndin er frá árinu 1958.
*Heimili og hönnunVið mælum með fallegum vörum til heimilisins í vel völdum verslunum utan landsteinanna »26