Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Blaðsíða 16
*Það er margt að sjá í hinni fallegu og fjölbreyttu höfuðborg Rússlands, Moskvu »18Ferðalög og flakk
Nú eru tæpar þrjár vikur liðnar frá því við vinkonurnar lögðum af stað í
ferðalagið. Í sumar dveljum við á sveitasetri rétt utan við bandaríska
smábæinn Sanford, í um 30 mínútna fjarlægð frá stærstu borg Norður-
Karólínuríkis, Raleigh. Lóðin er stór og falleg og í garðinum við aðal-
húsið má finna asna, lamadýr og hesta en einnig villta kalkúna og dádýr.
Skammt frá Raleigh eru góðir háskólar og höfum við notað tímann og
litið á þá nokkra, enda langþráður draumur að fara í frekara nám í
Bandaríkjunum. Síðastliðna viku höfum við þó dvalið í strandhúsi í
bænum Oak Island þar sem strandar- og bátamenning ræður ríkjum.
Undanfarnir dagar hafa farið í slökun á ströndinni, sundspretti í yl-
volgu Atlantshafinu ásamt skemmtiferðum
Ingibjörg Thelma Leópoldsdóttir og Guðrún Haraldsdóttir
Guðrún og Ingibjörg Thelma í Oak Island.
Guðrún gefur dýrunum að borða.
Sumarævintýri
Við sveitasetrið fagra.
PÓSTKORT F
RÁ NORÐUR
-KARÓLÍNU
S
íðastliðinn maí gaf Unnur Símonardóttir, náms- og starfs-
ráðgjafi við Fjölbrautaskólann í Garðabæ, út bók sem ber
nafnið Ferðadagbókin mín – ÍSLAND. Bókin er hugsuð sem
fræðslu- og skemmtibók fyrir börn á ferðalagi um landið,
en í bókinni er að finna ýmsar þrautir og afþreyingu sem tengist
náttúrunni og ferðalögum. „Bókin er hugsuð þannig að hún sé auð-
veld í notkun fyrir börn en foreldrar eiga ekki að þurfa að lesa
mikið upp úr bókinni fyrir börnin. Þau eiga alveg að geta gert
þetta sjálf hvort sem það er aftur í bíl eða inni í tjaldi. Ég myndi
segja að bókin henti best aldurshópnum 5-12 ára,“ segir Unnur.
Að sögn Unnar kviknaði hugmyndin að bókinni fyrir mörgum
árum, en bókin sjálf hefur verið að þróast undanfarið ár. „Upp-
runalega hugmyndin kemur úr ferð sem ég fór í þegar ég var 18
ára, en þá fór ég á interrail um Evrópu. Áður en ég lagði af stað
fjárfesti ég í korti af Evrópu og notaði svo kortið til að merkja inn
leiðina og öll þau lönd sem ég heimsótti. Ég á kortið enn þann dag
í dag og á því skemmtilegan minjagrip frá ferðinni,“ segir Unnur
en eftir að hafa tekið þátt í Gullegginu, frumkvöðlakeppni ís-
lenskra háskólanemenda og nýútskrifaðra, síðastliðinn janúar
ákvað hún að setja bókina á fullt.
Í bókinni eru m.a. landakort svo börnin geti merkt inn á
kortin hvert þau eru að fara og hvaða staði þau heimsækja
á ferð sinni um landið. Unnur telur þetta bæði gera börnin
meðvitaðri um hvernig landið liggur og að þau eignist um
leið skemmtilegan minjagrip um ferðina. „Þegar börnin
mín voru orðin stálpuð og við fórum að ferðast um landið
þá prentaði ég oft út kort af Íslandi og þau merktu á
kortið hvert þau fóru. Ég fann að þau voru mjög ómeð-
vituð um hvert við fórum hverju sinni þannig að kortið
hjálpaði þeim að fylgjast betur með og gerðu þau um
leið meiri þátttakendur í ferðinni,“ segir Unnur.
Bókin fæst í verslunum N1 um allt land, en aðspurð
hvort hún sé með aðra bók í smíðum segir Unnur: „Það
stendur nú ekki til eins og er að skrifa aðra bók. Mig
langar þó að gefa þessa bók út á erlendum tungumálum
fyrir börn erlendra ferðamanna,“ segir hún.
Morgunblaðið/Rósa Braga
FERÐABÓK FYRIR BÖRNIN
Skemmtilegur
minjagripur
UNNUR SÍMONARDÓTTIR GAF NÝLEGA ÚT BÓK SEM
HUGSUÐ ER FYRIR BÖRN Á FERÐALAGI UM ÍSLAND,
EN BÓKIN ER BÆÐI LÆRDÓMSRÍK OG SKEMMTILEG.
Páll Fannar Einarson pfe@mbl.is