Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Blaðsíða 42
*Fjármál heimilannaDóra Björg fer yfir skynsamlegar leiðir þegar kemur að því að spara Baldur Sigurðsson er 28 ára fæddur og uppal- inn í Mývatnssveit. Hann vinnur á verk- fræðistofunni VSÓ ráðgjöf í sumarvinnu og spilar knattspyrnu með KR. Hvað eruð þið mörg í heimili? Við erum fjögur. Það er heimilisfaðirinn, ásamt kærustunni Pálu Marie, Baldri Ara syni okkar og labrador veiðihundinum Skota. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Það sem er alltaf til í ísskápnum er Hámark, KEA skyr, mjólk, smjör og ostur. Morgunmat- urinn minn undanfarin ár hefur verið eitt stykki af Hámarki með súkkulaðibragði og svo upp úr kl. tíu fæ ég mér skyr. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlætisvörur á viku? Það er að sjálfsögðu misjafnt en það getur farið frá svona 20.000 kr. og allt upp í 50.000 kr. Það hefur verið lítið um sparnað undanfarin ár þar sem við höfum bæði verið í skóla. En ég nota fjármálaforritið Meniga til þess að halda utan um fjármálin. Það mun hjálpa okkur með sparnaðinn í framtíðinni. Hvað vantar helst á heimilið? Það er klárlega La-Z-Boy. Það væri reyndar hættulegt þar sem ég myndi sennilega sofa í honum. Já, og svo dreymir mig um gott grill, mikill grillmaður. Eyðir þú í sparnað? Já ég reyni það. Skothelt sparnaðarráð? Það er einfalt. Setja upp forrit eins og Meniga, setjast niður í þrjá tíma og skoða ná- kvæmlega hvernig útgjöldin hafa verið síðustu mánuði. Eftir svona innri skoðun sér maður hvernig hægt er að auka sparnað margfalt. ef það þarf að kaupa mikið af hreinlætisvörum eða ef við förum út að borða. Hvar kaupirðu helst inn? Pála sér aðallega um innkaupin, sem er gott fyrir fjárhaginn þar sem ég er alltof freist- ingagjarn. Það sem kemur yfirleitt upp úr pok- unum þegar hún kemur heim eru hlutirnir sem ég nefndi að ofan ásamt haframjöli, barnamat, brauði, ávöxtum og grænmeti, áleggi og svo að sjálfsögðu smá snikk snakk og gimsumgams. Hvað freistar helst í matvörubúðinni? Það er harðfiskurinn. Það er algjörlega óþol- andi hvað harðfiskur er dýr þar sem þetta er besti matur í heimi og svo er hann meinhollur líka. Harðfiskur með íslensku smjöri og ísköld kók er tvenna sem ætti að gera að þjóðarrétti Íslendinga. Hvernig sparar þú í heimilishaldinu? NEYTANDI VIKUNNAR Snikk snakk og gimsumgams Baldur Sigurðsson langar í La-Z-Boy og grill. Þegar þröngt er í búi og þörf á að fara varlega með peningana vill það stundum gerast að fjölskyldu- meðlimirnir eru ekki allir samstíga. Þetta getur sérstaklega átt við börnin á heimilinu, sem fást kannski ekki til að slökkva ljósin eftir sig, eða þau ganga ekki rétt frá matvælum svo þau skemmast. Það eru þó ekki bara börnin sem gerast sek um þetta. Stundum á makinn afskaplega erfitt með að fara varlega með peninga, sem kall- ar iðulega á það að sá ábyrgi þarf að draga enn meira úr sínum út- göldum, að ógleymdu öllu ergels- inu Ein lausn er að úthluta öllum fjöl- skyldumeðlimum tiltekinn vasa- pening sem inniheldur um leið kostnaðinn við ýmis heimilis- útgjöld. Ef t.d. barnið á heimilinu fær aukapening sem er eyrna- merktur rafmagnsreikningnum á það eftir að gæta þess vandlega að engin ljós logi að óþörfu. ai@mbl.is púkinn Aura- Ósamstilltar fjölskyldur Stundum gengur illa að fá unga fólkið til að taka þátt í aðhaldsaðgerðum. Táningar á Biebertónleikum. Þ egar málin eru skoðuð vandlega kemur það fólki oft á óvart hvað eiga má von á litlu þegar starfsævinni lýkur. Bæði virð- ist okkur hætta til að vanmeta hversu langt sparnaðurinn fleytir okkur og eins hve lítilla greiðslna er að vænta frá ríki eða lífeyrissjóðum. Dóra Björg Axelsdóttir, forstöðumaður einka- bankaþjónustu MP banka, segir best að byrja að huga að sparnaði og fjárfestingum sem fyrst og einnig að vissara sé að vara sig á nokkrum al- gengum mistökum. Hún bendir á að viðbót- arsparnaði sé ætlað að brúa bilið milli fyrri tekna og þess sem lífeyrissjóðirnir munu borga okkar og til mikils sé að vinna að byrja snemma að leggja fyrir. Jafnvel smáar upphæðir safnast upp furðufljótt og verða að sjóðum sem skipta sköp- um. Hvaða leið er síðan best að fara í sparnaði og fjárfestingum fer alfarið eftir markmiðum, að- stæðum og áhuga hvers og eins. „Markmiðin, sem stefnt er að, þurfa að vera bæði skýr og raunhæf. Ef t.d. ágætlega staddur einstaklingur á miðjum aldri kæmi til mín gæti ráðleggingin verið á þá leið að skipta sparnaðinum í bæði í langtíma- og skammtímafjárfestingar, dreifa áhættunni vel og loks eiga hluta af sparnaðinum í lausafé á góðum innlánsreikningi til að geta leitað í neyðarsjóð ef eitthvað skyldi koma upp á. Ekki má heldur gleyma að skoða skuldirnar og getur t.d. borgað sig að leggja áherslu á að greiða upp dýrar skammtímaskuldir eins og yfirdráttarlán áður en áherslan er lögð á sparnaðinn.“ Þeir sem það vilja geta stýrt fjárfestingum sín- um sjálfir og dundað sér við að kaupa og selja á markaði til að reyna að ná hámarksarði. „Til að ná hámarksávöxtun þá þurfa fjárfestar að sinna irtækin sem eru vanmetin. Góð hækkun á einu tímabili er alls ekki ávísun á hækkun á því næsta,“ segir Dóra. „Eins virðist Íslendingum sérstaklega hætt við að vera óþolinmóðir og treg- ir til að skuldbinda sig til langs tíma. Margir líti svo á að 6-12 mánuðir séu langtímafjárfesting á meðan aðrar þjóðir myndu segja að lang- tímaskuldbinding væri þrjú ár og uppúr. Það er mjög mikilvægt fyrir fjárfesta að gera sér grein fyrir því að það koma alltaf tímabil þar sem verð- bréf hækka eða lækka í verði. Agi er því mik- ilvægur enda ekki ástæða til að breyta um fjár- festingarstefnu þótt ávöxtun lækki á tímabili vegna sveiflna á markaði.“ Mistökin geta líka falist í því að vera of hikandi við að fjárfesta. Dóra segir æði mörg tilvik um að fólk lúri á stórum fjárhæðum, sem vegna verð- bólgu eru í raun að gefa neikvæða raunávöxtun ár eftir ár, hvort heldur inni í peningaskáp, undir dýnu eða á bankabók. „Skiljanlegt er að fjár- magnseigendur séu sumir hikandi eftir það sem á undan er gengið. Við fundum það greinilega strax eftir fjármálahrunið að óttinn var mikill hjá mörgum sparifjáreigendum og menn héldu að sér höndum. Smám saman hefur markaðurinn tekið að glæðast og traustið tekið að aukast um leið.“ heimavinnunni, þar sem það tekur tíma að byggja upp þekkingu á markaðnum,“ segir Dóra og bætir við að sú leið eigi ekki við alla, en koma einkum til greina fyrir þá sem búa yfir þekkingu á markaðnum og hafa orkuna og áhugann. Einblínt á fortíðina Fyrir hina getur verið farsælast að greiða fjár- festingarséfræðingi fyrir að halda utan um hvern- ig sparnaðinum er ráðstafað. Dóra segir marga nýta sér þjónustu eignastýringarsviða í dag og í MP banka séu t.d. einstaklingar, sveitarfélög, stéttarfélög og lífeyrissjóðir í stýringu á sínum sjóðum. Í boði er sérhæfð fjárfestingaþjónusta þar sem starfsmenn fylgjast stöðugt með á verð- bréfamarkaði og velja verðbréfin saman með ákveðnum eignastýringaraðferðum. Tekin er þóknun fyrir þjónustuna en sá kostnaður, segir hún, sé yfirleitt fljótur að borga sig upp með markvissari og árangursríkari fjárfestingastefnu. „Meðal algengra mistaka almennings þegar komið er út á markaðinn er að einblína um of í baksýnisspegilinn og elta þau bréf sem hafa verið að hækka mest, en líta framhjá þeim sem hafa hækkað minna eða jafnvel lækkað. Þannig verða margir á markaðnum af tækifærinu að finna fyr- HÆGT AÐ GERA ÝMIS MISTÖK Á MARKAÐINUM Ekki geyma peningana undir dýnunni GETUR VERIÐ SKYNSAMLEGT AÐ SKIPTA SPARNAÐINUM Í LANGTÍMA- FJÁRFESTINGAR, SKAMMTÍMAFJÁRFEST- INGAR OG LAUSAFÉ Í NEYÐARSJÓÐI EF EITTHVAÐ SKYLDI KOMA UPP Á Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Dóra segir borga sig að byrja að spara sem fyrst. Jafnvel smáar mánaðarlegar upphæðir skipta máli. Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.