Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Qupperneq 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Qupperneq 36
vildu. Og varla hefur það þótt verra að hún er í tölvunarfræðingur frá Stanford-háskóla sem sérhæfði sig í gervigreind á námsárunum. Strax á fyrstu mánuðum í starfi kynnti Mayer um breyttar áherslur í starfsemi Yahoo! sem fólust í að gera fyrirtækið framsæknara og meira skapandi. Lykillinn að þess- um breytingum var að hennar mati að kaupa ung, spennandi sprotafyr- irtæki í tæknigeiranum til að krækja í skapandi starfsmenn, í stað þess að keppa við stærri fyr- irtæki um ráðningar. Hún tilkynnti einnig að framvegis myndi Yahoo! fyrst og fremst einbeita sér að far- símalausnum og að sérsníða efni og auglýsingar fyrir einstaka notendur. U ndir lok síðustu aldar bar Yahoo! höfuð og herðar yfir önnur internet-fyrir- tæki. Það fór þó að halla undan fæti þegar líða tók á öldina með harðnandi samkeppni með til- komu fyrirtækja á borð við Google og Facebook. Síðastliðið ár hefur fyrirtækið þó vakið athygli fyrir kaup á nokkrum ungum tæknifyrir- tækjum undir stjórn nýs forstjóra og er ljóst að Yahoo! ætlar að leggja mikið í sölurnar til að komast í fremstu röð á ný. Fyrir rétt tæpu ári tók Marissa Mayer við stjórnartaumum Yahoo! fyrirtækisins. Ráðningin vakti tölu- verða athygli, enda ekki á hverjum degi sem einn af æðstu stjórnendum Google yfirgefur fyrirtækið til að fara til keppinautanna. Mayer átti að baki 13 ár hjá Google en hún var 20. starfsmaðurinn sem fyrirtækið réð á sínum tíma. Hjá Google hafði hún yfirumsjón með nokkrum af stærstu þjónustuþáttum fyrirtæk- isins, svo sem staðsetningarþjónust- unni og kortagerðinni, og átti þátt í að þróa bæði leitarvél Google sem og Gmail-tölvupóstþjónustuna. Ný dögun Þegar Mayer var ráðin var hún sjötti forstjórinn til að taka við Yahoo! á undanförnum fimm árum, en örar mannabreytingar í brúnni þóttu endurspegla vandræðagang fyrirtækisins sem hafði glímt við tæknilega stöðnun og stöðugan tekjusamdrátt á undanförnum árum. Þegar Mayer kom til sögunnar hafði röð fjármálamanna setið við stjórn- völinn, en stjórn fyrirtækisins taldi tímabært að fá manneskju sem hefði betri skilning á tæknihliðinni til að annast reksturinn. Mayer var kjörin, enda með mikla reynslu af stjórnun í framsæknu tækniumhverfi og með góðan skilning á því hvað notendur Mayer varð fljótlega alræmd fyrir að banna starfsmönnum að vinna heima, en líkt og flest tæknifyrir- tæki í Kísildal þá gerði Yahoo! ekki mikla kröfu um að starfsmenn fyr- irtækisins ynnu vinnu sína í höf- uðstöðvum fyrirtækisins. Starfs- töðvar fyrirtækisins voru því tómlegar og mórall á vinnustað ekki með besta móti. Eitt af fyrstu verk- um Mayer var að leggja þetta fyr- irkomulag niður og krefjast þess að starfsmenn mættu til vinnu á vinnu- stað. Hennar rök voru fyrst og fremst þau að til þess að lyfta mór- alnum og búa til skapandi umhverfi þar sem fólk skiptist á hugmyndum þyrfti að fá fólk á einn og sama stað og láta það umgangast hvert annað. Þessar breytingar á starfsum- hverfi vöktu athygli í Kísildal og talsverða óánægju starfsmanna í fyrstu. Þetta þóttu þó skýr skilaboð um að hún ætlaði sér að koma skikki á innviði fyrirtækisins, ólíkt fyrri forstjórum, sem einkum lögðu áherslu á ytri starfsemi. Nýleg könnun á meðal starfsmanna sýndi að 95% þeirra eru nú mjög bjart- sýnir á framtíð fyrirtækisins, og fjöldi þeirra sem sækja um störf hjá fyrirtækinu hefur tvöfaldast á milli ára. Táningurinn sem fékk $30 milljónir Eitt af fyrstu fyrirtækjunum sem Mayer keypti til Yahoo! var lítið tæknifyrirtæki sem hét Summly. Það hafði gert snjallsímaforrit sem notaði algóritma til að búa til stutta úrdrætti úr fréttum og birta not- endum. Kaupin vöktu töluverða at- hygli, ekki síst vegna þess að stofn- andi fyrirtækisins var hinn 17 ára gamli Nick D’Aloisio, en hann stofn- aði fyrirtæki einungis 15 ára gamall. Hann fékk $30 milljónir fyrir sinn snúð. Summly hafði þó vakið athygli og meðal annars unnið til við- urkenninga frá Apple fyrir nýstár- legt notendaviðmót. Það hafði hins vegar fáa notendur og engar tekjur. Margir hváðu. Fljótlega kom þó í ljós að þótt Nick D’Aloisio hafi smíðað fyrstu útgáfuna af forritinu, þá hafði hann Er risinn að ranka úr rotinu? AFP FYRIRTÆKIÐ YAHOO! HEFUR VERIÐ AÐ RYÐJA SÉR TIL RÚMS Á NÝ AÐ UNDANFÖRNU OG HAFA KAUP ÞESS Á UNGUM TÆKNIFYRIRTÆKJUM VAKIÐ ATHYGLI. MARISSA MAYER HEFUR TEKIÐ VIÐ STJÓRNARTAUMUM OG ÆTLAR FYRIRTÆKIÐ SÉR AÐ VERÐA FRAMSÆKNASTA TÆKNIFYRIRTÆKI HEIMS INNAN SKAMMS. Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com Marissa Mayer, for- stjóri Yahoo!, er að gera góða hluti fyrir fyrirtækið. 36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.7. 2013 Græjur og tækni framleiðir prýðis borðtölvur og framúrskarandi fartölvur, heldur hefur það líka látið að sér kveða í spjaldtölvum. Hingað til hefur Lenovo kynnt dýrar spjaldtölvur sem eru þá að- allega ætlaðar fyrirtækjum eða auðmönnum, en um daginn komu á markað þrjár Lenovo-spjaldtölvur í ódýrari kantinum, allar með teg- undarheitið Ideapad og svo undirflokkana A1000, A3000 og S6000. Þær keyra allar Android 4.2. A1000 er sú ódýrasta og með 7" skjá. A3000 er 7" eins og A1000, með sama skjá reyndar, en öflugri örgjörva og svo er S6000 10,1" tölva með umtalsvert betri örgjörva og meira minni. A1000 er með 1024x600 skjá, 169,55 PPI. Ekkert til að hrópa húrra fyrir, en dugir merkilega vel. Hún er líka þokkalega spræk, ekki eins hraðvirk og Nexus 7, sem er besta 7" Android-vélin, en kostar líka helmingi minna. Af ofangreindu má ráða að hér er komin prýðileg heimilisvél sem dugar vel til að spila leiki, hlusta á músík, horfa á víd- eó eða lesa bækur svo dæmi séu tekin. Hún kostar heldur meira en ódýrustu 7" spjaldtölvur á markaði í dag, 24.990 kr., en kemur vel út í sam- anburðinum og á sanngjörnu verði að mér finnst. Það hefur víða komið fram, meðal annars á þessum vettvangi, aðspjaldtölvur sækja sífellt í sig veðrið, komnar fram úr fartölvum ísölu og stefna óðfluga fram úr borðtölvunum; eftir eitt til tvö ár munu spjaldtölvur seljast meira en far- og borðtölvur samanlagt. Apple hrinti öllu af stað með iPadinum sælla minninga, en frum- kvæðið er löngu komið annað - obbinn af þeim spjaldtölvum sem selj- ast munu á næstu árum verða Android-tölvur og þá aðallega 7" tölvur, enda hafa þær flesta kosti 10" tækja eins og upp- runalega iPadsins, en eru í senn meðfærilegri og ódýrari. Sumir vilja skipa spjald- tölvum á áþekkan stað og farsíma, ekki síst eftir að þeir gerðust margir fullstórir fyrir vasa, en réttara að telja þær með tölvum almennt, enda í raun ný birtingarmynd einkatölvunnar, ekki síst eftir því sem þær verða öflugri. Kínverski tölvuframleiðandinn Le- novo er greinilega á tánum, því ekki er bara að fyrirtækið LEIKTÆKI Á SANNGJÖRNU VERÐI ÞAÐ ER EKKI ÞVERFÓTAÐ FYRIR ÓDÝRUM SPJALDTÖLVUM Í TÖLVUBÚÐUM UM ALLAN HEIM OG ÞAR Á MEÐAL HÉR Á LANDI. LENOVO SÆKIR NÚ INN Á ÞANN MARKAÐ MEÐ NÝJA ÓDÝRA 7" TÖLVU, IDEAPAD A1000. Græja vikunnar * A1000 er 19,1 12 sm aðstærð og rétt rúmur sentimetri að þykkt, 340 g að þyngd. Það er ekki í henni rauf fyrir 3G net, en stuðn- ingur við Bluetooth og b/g/n þráð- laust net. Rafhlaðan er 3500 mAh með uppgefinn biðtíma upp á allt að 336 tímum og á að duga í allt að átta tíma notkun, sem fer vit- anlega eftir notkun. * Stýrikerfið í vélinni erAndroid 4.2 eins og getið er, Jelly Bean, sem er nýjasta útgáfan (4.2.2 kom í febrúar). Sitthvað forvitnilegt er í 4.2, eins og til að mynda er hægt að hafa mismunandi notendur, ýmsar viðbætur eru í myndavéla- stýringu, hægt að fara beint í forrit (eins og myndavél) úr skjásvæfu og svo má telja. ÁRNI MATTHÍASSON * Vinnsluminni í A1000 ergígabæti, en geymsluminni 16 GB. Hægt er að auka geymsluminnið með microSD minniskorti sem get- ur verið allt að 32 GB. Örgjörvinn er tveggja kjarna MediaTek Cortex- A9 með 1,2 GHz tiftíðni. GPS er innbyggt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.