Morgunblaðið - 24.08.2013, Síða 1

Morgunblaðið - 24.08.2013, Síða 1
L A U G A R D A G U R 2 4. Á G Ú S T 2 0 1 3  196. tölublað  101. árgangur  BOÐIÐ UPP Á 600 VIÐBURÐI Í MIÐBÆNUM ÆTLAR SÉR STÓRA HLUTI MUNAR UM AÐ KRAKKAR GETI VERIÐ HEIMA SUNNUDAGUR MENNTASKÓLI BORGARFJARÐAR 26MENNINGARNÓTT 54-55 ÁRA STOFNAÐ 1913 Alþingismaðurinn Óttarr Proppé tekur hér við gjöf úr hendi Ernu Ómarsdóttur, annars af höfundum öskurdans- verksins To The Bone, sem frumsýnt var í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Gjöfin er í formi hljóðeinangr- andi öskurklefa og segir Valdimar Jóhannsson, hinn höfundur sýningarinnar, að hugmyndin sé að veita þing- mönnum tækifæri á að fá útrás og öskra í klefanum. „Við erum að vonast til þess að þetta verði eins algengt og almenningsklósett. Í klefanum hefur fólk afdrep þar sem það getur farið inn og öskrað án þess að vera talið klikk- að,“ segir Valdimar. vidar@mbl.is Öskurklefi á Alþingi Morgunblaðið/Árni Sæberg Óttarr Proppé tók við gjöf fyrir hönd Alþingis á frumsýningu í gærkvöldi Hörður Ægisson hordur@mbl.is Framtakssjóður Íslands (FSÍ) og fjárfestahópur á vegum framtakssjóðsins Burðaráss eru að ganga frá kaupum á 61% hlut í samheitalyfjafyrirtækinu Invent Farma á Spáni. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins nemur kaupverðið um 60 millj- ónum evra, jafnvirði um 10 milljarða króna, en fyr- irtækið hefur verið í eigu íslenskra fjárfesta frá árinu 2005. Stærstur hluti kaupverðsins er greidd- ur með íslenskum krónum. Hluturinn í Invent Farma verður keyptur af um tuttugu íslenskum hluthöfum. Samkvæmt heim- ildum mun Friðrik Steinn Kristjánsson, stjórn- arformaður móðurfélags Invent Farma á Íslandi, hins vegar eiga áfram um 30% hlut. Um fjögur selja fyrirtækið erlendum fjárfestum. Höft á Ís- landi og skattalöggjöf á Spáni og hérlendis voru helstu ástæður þess að slík sala hafði ekki náð fram að ganga. Seðlabankinn veitti í vikunni Burðarási og FSÍ fordæmisgefandi undanþágu frá lögum um gjald- eyrismál vegna kaupanna. Þykir það til marks um að Seðlabankinn telji að með kaupunum sé verið að tryggja áframhaldandi nettó gjaldeyrisinnflæði til landsins í tengslum við starfsemi Invent Farma. Burðarás er framtakssjóður sem Straumur fjárfestingabanki stofnaði fyrr á árinu en FSÍ er í eigu stærstu lífeyrissjóða landsins og Landsbank- ans. MFSÍ og Burðarás kaupa Invent Farma »30 10 milljarða króna kaup  Framtakssjóður Íslands og Burðarás kaupa 61% hlut í samheitalyfjafyrirtæk- inu Invent Farma á Spáni  Seljendur eru Íslendingar sem keyptu félagið 2005 hundruð manns starfa í tveimur verksmiðjum fyr- irtækisins nærri Barcelona og nam rekstrarhagn- aður síðasta árs um tuttugu milljónum evra, jafn- virði um þriggja milljarða króna. Invent Farma hefur verið í söluferli í meira en eitt ár. Heimildir herma að erfitt hafi reynst að Áfram í eigu Íslendinga » Samheitalyfjafyrirtækið Invent Farma á Spáni hefur verið í eigu Íslendinga frá 2005. » FSÍ og fjárfestahópur á vegum framtaks- sjóðsins Burðaráss eru nú að ganga frá kaupum á 61% hlut á um 10 milljarða króna. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Á hverju ári deyja um helmingi fleiri vegna sjáfsvíga á Íslandi en í um- ferðarslysum. Samt er ekkert um fyrirbyggjandi aðgerðir til að vinna gegn þessari vá. Þeir sem gera einu sinni tilraun til sjálfsvígs eru líklegir til að reyna það aftur. Samt er engin alvarleg eftirfylgni í heilbrigðiskerf- inu gagnvart fólki sem kemur á spít- ala eftir tilraun til sjálfsvígs. Fólk sem sviptir sig lífi getur ver- ið í hvaða stétt þjóðfélagsins sem er, jafnt ungir sem aldnir. Það þarf ekki að hafa átt í miklum erfiðleikum eða lent í vímuefnavanda, svo dæmi sé tekið. Það finnur til sársauka og vill losna við hann. Í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins er tekið viðtal við Guðrúnu Jónu Guðlaugsdóttur og Ómar Inga Bragason, foreldra ungs pilts sem var á fyrsta ári í MR, með meðal- einkunn nálægt 9, þegar hann svipti sig lífi fyrir þremur árum. Ekkert virtist angra hann umfram aðra á hans aldri. Sjálfsvíg taka árlega stóran toll  Sjálfsvígshugs- anir algengar Morgunblaðið/Kristinn Sorg Ómar og Guðrún Jóna misstu son sinn er hann svipti sig lífi.  Áskrifendur Sjónvarps Sím- ans fá kost á því í nóvember að horfa á sjón- varpsútsend- ingar í snjall- tækjum á borð við spjaldtölvur og snjallsíma. Innifalið til að byrja með verða tíu sjónvarpsstöðvar aðgengilegar og verður þjónustan tengd áskrift að Sjónvarpi Símans. Í framhaldinu verður stöðvunum svo fjölgað. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, segir í viðtali við Morgun- blaðið að fyrirtækið vinni nú af krafti að því að þróa áfram þjón- ustu sína á fjarskiptamarkaði. »24 Sjónvarp í snjallsím- ann og spjaldtölvur Sævar Freyr Þráinsson  Grænlendingar juku makrílkvóta sinn í 55 þúsund tonn í vikunni, en í upphafi vertíðar var miðað við 15 þúsund tonn. Karl Lyberth, sjávar- útvegsráðherra í grænlensku landsstjórninni, segir í samtali við grænlenska blaðið Sermitsiaq að hugsanlega verði makrílkvótinn 80 þúsund tonn á næsta ári. Lyberth segir í samtali við Morg- unblaðið að Grænlendingar ætli að nota næstu tvö til þrjú ár til að kom- ast að því hversu mikið gengur af makríl og síld í lögsögu þeirra. Að þeim tíma liðnum vilji Grænlend- ingar fá sæti við samningaborðið þar sem fjallað er um stjórnun veiða á síld og makríl og skiptingu afla. »22 Grænlendingar ætla að veiða 55 þúsund tonn af makríl í ár Meira en helm- ingur íslenskra fanga í fang- elsum á Íslandi telur sig glíma við þunglyndi og um þriðjungur þeirra segist hafa reynt að fremja sjálfsvíg á ævinni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í rannsókn Boga Ragn- arssonar, doktorsnema í félags- fræði við Háskóla Íslands. Geðlæknir sem starfaði á Litla- Hrauni telur að betur megi standa að geðheilbrigðisþjónustu á Litla- Hrauni þar sem stærstur hluti fanga á Íslandi er vistaður. Segir hann að skortur sé á samvinnu á milli Fangelsismálastofnunar og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands en báðar stofnanir þjónusta fang- ana. »20 Meira en helmingur fanga þunglyndur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.