Morgunblaðið - 24.08.2013, Page 6
Minntist fórnarlamba
alræðisstefnunnar
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Eistar hugsa hlýtt til Íslendinga
enda urðu þeir fyrsta þjóðin til að
viðurkenna sjálfstæði Eistlands,
nánar tiltekið í ágúst 1991, eftir hrun
Sovétríkjanna. Það er því ánægju-
efni að fá að koma hingað og halda
erindi,“ sagði Mart Nutt, þingmaður
hægriflokks í Eistlandi, um erindi
sitt á fundi í Þjóðarbókhlöðunni í
gær. Er tilefnið rakið í rammanum
hér til hliðar.
Nutt situr á eistneska þinginu fyr-
ir hægriflokkinn Isamaa ja Res Pu-
blica Liit en flokkurinn varð til við
sameiningu Pro Patria og Res Publ-
ica-flokkanna í Eistlandi.
Hann hefur starfað í eistneska
utanríkisráðuneytinu og hefur skrif-
að bækur um sjálfstæðisbaráttu
Eistlendinga á tuttugustu öld. Hann
lauk doktorsprófi 2011 í sagnfræði
frá Tækniháskólanum í Tallinn.
Hernumið í stríðinu
Nutt vék í fyrirlestri sínum að
hernámi Sovétríkjanna í Eistlandi á
árunum 1940-1941 og hernámi nas-
ista í landinu 1941-1944. Eistland
var síðan undir hæl Sovét-
ríkjanna þangað til þau liðuðust
í sundur 1991 og hefur landið
síðan verið sjálfstætt ríki. „Ég
fjallaði um ástæður þess að Eist-
land var hernumið og hvaða af-
leiðingar hernámið hafði
í Eistlandi. Ég lýsti
þannig framgöngu
kommúnista og nas-
ista og hvernig þeir
frömdu glæpi gegn
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2013
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
aslaug@mbl.is
„Við erum nú í 14 mismunandi
húsum og ríflega helmingurinn er
leiguhúsnæði til mjög mislangs
tíma,“ segir Kristján Kristjánsson,
upplýsingafulltrúi Landsbankans,
um mögulega byggingu nýrra
höfuðstöðva bankans í miðborginni.
En Landsbankinn óskaði í fyrradag
eftir viðræðum við borgina um lóð í
miðborginni.
„Það liggur fyrir að við þurfum að
færa um 200 starfsmenn þegar við
missum leiguhúsnæði, það hefur
legið fyrir í örugglega 20 ár að
Landsbankinn þurfi nýjar
höfuðstöðvar af því að starfsemin er
svo dreifð og óhagkvæm,“ segir
Kristján, sem segir bankann þó ekki
ætla að stækka við sig þegar tekst
að sameina starfsemi hans á einn
stað. „Þá verður þetta ekki jafn
stórt að fermetratali og allt
húsnæðið sem við erum í núna.“
Hann segir stefnuna vera að þetta
verði á allan hátt hagkvæmara og
mun þægilegra húsnæði að eiga við.
„Það er mikið óhagræði sem felst í
því að vera á svona mörgum stöðum
með starfsemina.“
Borgarráð vísaði ósk Lands-
bankans til Sítusar hf. sem á lóðir
á Hörpu-reitnum. „Þegar
borgarráð hefur svarað okkur með
formlegum hætti, um að það vilji
hefja viðræður, þá sjáum við hvert
það leiðir okkur,“ segir Kjartan,
en hann telur að höfuðstöðvar
Landsbankans eiga að vera í
miðbænum.
Í miðbænum frá 1885
„Bankinn er miðbæjarfyrirtæki
og hann og fyrirrennarar hans
hafa verið í miðbænum frá 1885,
það er ekki óeðlilegt að horfa til
þeirrar sögu.“
Í bréfi bankans til borgarráðs
kom fram að áætluð þörf verði
fyrir 13.500-15.000 fermetra
byggingu undir höfuðstöðvarnar.
Lögð er áhersla á að vinna við
bygginguna hefjist sem fyrst.
„Við teljum það klárlega
hagsmuni Reykjavíkur að lóðirnar
í kringum Hörpu byggist upp og
það er hagsmunir miðborgarinnar
að Landsbankinn geti verið áfram
í miðborginni,“ segir Dagur B.
Eggertsson, formaður borgarráðs,
sem telur líklegt að viðræður við
bankann hefjist fljótlega.
Landsbankinn vill
gera starfsemina
hagkvæmari
Bankinn bíður eftir svari borgarráðs
um lóð í miðbænum Tæpir 15.000 m²
Morgunblaðið/Kristinn
Höfuðstöðvar Bankinn telur nauðsynlegt að byggja nýjar höfuðstöðvar og
sameina þannig starfsemina sem nú er í fjórtán mismunandi húsum.
Erindið sem Nutt flutti í Þjóðarbókhlöðunni í gær var hluti af dagskrá
sem Varðberg, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Rannsóknarsetur
um nýsköpun og hagvöxt stóðu fyrir. Þar var jafnframt opnuð myndasýn-
ing um hina alþjóðlegu kommúnistahreyfingu og starfsemi hennar á
Íslandi. Flutti pólski sagnfræðingurinn dr. Pawel Ukielski, for-
stöðumaður Minningarsafnsins, erindi um uppreisnina í Varsjá 1944,
einnig um hina sögulegu uppreisn Pólverja árið 1944 gegn nasistum.
Evrópuþingið hefur lýst 23. ágúst Evrópudag minningarinnar um
fórnarlömb alræðisstefnunnar, jafnt kommúnisma og nasisma.
Þennan dag árið 1939 gerðu Hitler og Stalín griðasáttmála, sem
hleypti af stað heimsstyrjöldinni síðari, og skiptu jafnframt
með sér Mið- og Austur-Evrópu. Umsjónarmenn myndasýn-
ingarinnar voru dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson pró-
fessor og Ólafur Engilbertsson hönnuður fyrir Þjóðar-
bókhlöðuna.
Sagt frá uppreisninni í Varsjá
PÓLSKUR SAGNFRÆÐINGUR TÓK TIL MÁLS
Dr. Pawel
Ukielski
mannkyni,“ segir Nutt og lýsir því
m.a. hvernig Sovétríkin skipulögðu
tvisvar umfangsmikinn brottflutn-
ing fólks frá Eistlandi. Í fyrra skipt-
ið, á hernámsárinu 1941, hafi Sovét-
menn flutt um 10.000 Eista til
Síberíu. Í síðara skiptið, 25. mars
1949, voru yfir 20.000 eistneskir
ríkisborgarar fluttir nauðugir vilj-
ugir til Síberíu. Meirihlutinn átti
ekki afturkvæmt.
Bændur sem voru í betri efnum en
flestir til sveita voru álitnir hindrun í
vegi áforma Sovétmanna um sam-
yrkjubúskap í Eistlandi. Að sögn
Nutt voru margir þeirra því fluttir
brott frá Eistlandi.
Nutt segir Sovétríkin hafa leyst
upp lýðræðislegar stofnanir í Eist-
landi og þess í stað innleitt eins
flokka kerfi þar sem valdakerfi
kommúnista fór með öll völd.
Herinn tók yfir strendurnar
Iðnvæðing í anda sameignar-
skipulagsins hafi fylgt í kjölfarið,
einkaeignarétturinn verið afnumin
og landið allt hernumið. Til dæmis
hafi hermenn gætt nær allrar
strandlengjunnar við Eystrasaltið.
Spurður hvernig Eistum hafi
vegnað síðan þeir fengu sjálfstæði
segir Nutt að Eistlandi hafi gengið
hvað best af nýfrjálsum ríkjum í
Mið-Evrópu. Landið sé nær það eina
í evrusvæðinu sem búi við jafnvægi í
ríkisfjármálum. Hann segir mjög fáa
Eista sakna Sovéttímans.
Morgunblaðið/Ómar
Gjöf Að lokinni dagskrá gaf Mart Nutt Davíð Oddssyni merki Eistlands í heiðursskyni en árið 1973 þýddi Davíð bók-
ina Eistland - smáþjóð undir oki erlends valds. Nutt sagði Eistlendinga þakkláta fyrir stuðning Íslands.
Eistneskur þingmaður fór yfir ár undir oki erlends valds
Upplýsingar í síma 458 8269 eða
á ferdavagnageymsla@gmail.com
Bjóðum upp á góða ferðavagnageymslu yfir
veturinn, í upphituðu húsnæði miðsvæðis í
Reykjavík. Svæðið er girt af og vaktað.
Við geymum vagninn í vetur
María Margrét Jóhannsdóttir
Þórunn Kristjánsdóttir
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
mun hefja rannsókn á meintu harð-
ræði starfsmanna ungbarnaleikskól-
ans 101 gegn börnum. Þetta stað-
festa Halldóra Gunnarsdóttir,
framkvæmdastjóri Barnaverndar
Reykavíkur, og Friðrik Smári
Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá
lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Friðrik Smári segir að formleg rann-
sókn hefjist um leið og þeim berast
gögn. Halldóra sagði að málið færi til
lögreglu á grundvelli þeirra gagna
sem aflað hefur
verið, þar með tal-
ið myndbands
sem barst í fyrra-
kvöld, í samráði
við foreldra. Þá
sagði hún að eitt
myndskeiðanna,
auk viðtala, hefði
ráðið úrslitum um
þá ákvörðun að
leita til lögreglu.
Í tilkynningu frá Huldu Lindu
Stefánsdóttur, leikskólastjóra Leik-
skólans 101, sem barst síðdegis, seg-
ir að mikilvægt sé að fá úr því skorið
hvort um brot hafi verið að ræða og
að réttir aðilar fari yfir allan vitn-
isburð og gögn. „Svo virðist sem
framkomin gögn gefi tilefni til að
ætla að í einhverjum tilfellum hafi
ekki verið komið fram við börnin af
þeirri nærgætni og alúð sem þau
eiga skilið. Þetta hafði ég ekki
nokkra vitneskju um og harma ein-
dregið ef það hefur gerst. Ég ítreka
að ég hef ekki séð myndböndin sjálf,
en sýni þau óviðeigandi framkomu
við börn er það auðvitað á ábyrgð
mína sem leikskólastjóri og ég mun
ekki víkjast undan henni,“ segir í til-
kynningu frá Huldu.
Inn á borð lögreglunnar
Rannsaka meint harðræði starfsmanna Leikskólans 101
Myndband réð úrslitum Harmar ef það hefur gerst
Rannsókn Leik-
skóli 101 lokaður.