Morgunblaðið - 24.08.2013, Síða 14

Morgunblaðið - 24.08.2013, Síða 14
STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Nú er að pikkast upp nokkuð af stórum fiski. Á síðustu átta dögum hafa veiðst þrír sem eru 20 pund og stærri, þar af einn sem vó 21,5 pund. Við erum komin með þó nokkuð af svona stórum löxum í sumar,“ segir Einar Sigfússon, annar eigenda Haffjarðarár á Snæ- fellsnesi. Veiðin hefur að sögn hans verið afar góð, eins og sjá má á því að áin er sú áttunda aflahæsta á lista Landssambands veiðifélaga þótt aðeins sé veitt á sex stangir; á miðvikudagskvöld höfðu 1.735 laxar veiðst. Á síðustu árum hefur hún tvisvar farið yfir 1.700 laxa markið, en ekki fyrr en í byrjun september. Síðasta vika í Haffjarðará gaf 120 laxa. „Þetta hefur verið frábært og ennþá er nýr fiskur að veiðast. Það sem hamlar okkur í augnablikinu er of mikið vatn, áin er barmafull en það er betra en hitt,“ segir Ein- ar. Allmiklu er sleppt af þeim laxi sem veiðist og segir Einar endur- veiðina á liðnum sumrum hafa ver- ið 19 til 30 prósent. „Í ágúst kemur venjulega tími þegar takan dettur niður, laxinn er kominn í aðrar pælingar, en síðan hefur hún lifnað aftur. Nú höfum við komist þokkalega gegnum þetta því fiskur fór að ganga snemma og þeir fyrstu eru þá mögulega komn- ir aftur í tökustuð þegar fer að draga úr göngunum. Þetta mætist ágætlega. En þetta er frábært sumar hjá okkur, eins og víða. Eitt- hvað annað en þetta dapra tímabil í fyrra. Fiskurinn í ár er líka ein- staklega vel haldinn og fallegur.“ Þeir duglegu veiða vel Það kom að því, eins og búast mátti við, að Rangárnar ýttu Norð- urá aftur fyrir sig. Þetta er sá tími sumars, þrátt fyrir að veiðin hafi verið frábær í Borgarfirði. Að und- anförnu hafa 73 til 110 laxar verið að veiðast daglega í hvorri Rang- ánni. „Það er góður gangur í veiðinni hér,“ sagði Skúli Kristinsson, leið- sögumaður við Eystri-Rangá, í gær. „Og enn er lax að ganga og að veiðast lúsugur. Sumarið hefur líka verið óvenjulega gott hvað tveggja ára lax varðar,“ sagði hann og bætti við að tvo svæði árinnar væru frekar róleg í augnablikinu en önnur að gefa vel. Áin á það til að skolast þegar mikið rignir en Skúli sagði hana hafa verið mikið til friðs í sumar, miðað við það hvað veðrið hefur verið erfitt. „Nú er hávaðarok og má búast við erf- iðum eftirmiðdegi,“ sagði hann í hléinu í gær „En þeir sem eru dug- legir geta veitt vel hér.“ „Eins og best verður á kosið“ Áfram hefur veiðst vel í Þverá og Kjarrá og gaf síðasta vika til að mynda 225 laxa, sem er um tveir og hálfur lax á dagsstöngina. „Það er mjög fallegt vatn í án- um. Síðasta tveggja daga holl í Þverá var með 38 laxa og síðasta þriggja daga holl í Kjarrá með um 60,“ segir Ingólfur Ásgeirsson stað- arhaldari. „Talsvert hefur veiðst af vænum laxi. Í gær komu til dæmis 83 og 87 cm laxar úr Réttarkvörn í Þverá. Svo hefur nokkuð veiðst af nýjum laxi. Ekki beint göngur en nokkuð er að tínast inn og veiðast lúsugir. Við Brennu veiddust níu einn daginn núna og meira og minna ný- legur fiskur. Svo eru tveir til fjórir laxar að veiðast í holli í Litlu- Þverá, það er þó nokkuð af laxi í henni. Ég held það sé óhætt að spá því að um 3.000 laxar veiðist í Þverá og Kjarrá, það er það mikið eftir af veiðitímanum. Þetta rúllar eins og best verður á kosið,“ segir Ingólfur. Þær fregnir berast að norðan að í Svartá í Húnavatnssýslu sé laxinn heldur betur að gefa sig; 39 veidd- ust í síðasta þriggja daga holli. Boðið í Hlíðarvatn Á sunnudag, 25. ágúst, er áhuga- sömum veiðimönnum boðið að koma til veiða í Hlíðarvatni í Sel- vogi. Reyndir veiðimenn frá félög- unum sem fara með veiðina verða á staðnum og leiðbeina um veiðistaði, aðferðir og fluguval. Þegar líður á sumarið dregur venjulega úr sókn í þetta rómaða bleikjuvatn, en upp á síðkastið hafa margir veitt vel þar; allt að tuttugu bleikjur á dag. „Og enn er lax að ganga“  Rangárnar hafa ýtt Norðurá aftur fyrir sig  Óvenjumikið af stórlaxi í Eystri-Rangá  „Þetta hefur verið frábært,“ segir Einar Sigfússon við Haffjarðará  Boðið í veiði í Hlíðarvatni Ljósmynd/Vigfús Orrason Veiðigleði Stangveiðimenn í Vopnafirði eru lukkulegir enda hefur góður stígandi verið í laxveiðinni. Þessir glöddust yfir feng sínum í Selá. Aflahæstu árnar Heimild: www.angling.is Ytri-Rangá & Hólsá, V. (22) Eystri-Rangá (18) Norðurá (15) Þverá-Kjarrá (14) Miðfjarðará (10) Blanda (14) Langá (12) Haffjarðará (6) Selá í Vopnafirði (9) Grímsá og Tunguá (8) Elliðaárnar (4) Hítará (6) Laxá í Aðaldal (18) HofsámeðSunnudalsá (10) Laxá á Ásum(2) Veiðivatn (Stangafjöldi) Veiði Á sama tíma í fyrra 2588 2114 802 629 1112 829 702 955 1181 350 744 529 354 – 168 Staðan 21. ágúst 2013 3106 2890 2845 2702 2564 2421 1993 1735 1253 1174 985 890 843 837 818 - Tölur liggja ekki fyrir 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2013 Nýr fjórhjóladrifinn Mitsubishi Outlander er ríkulega búinn staðal- og þægindabúnaði sem ásamt nýrri tækni eykur öryggi og veitir þér nýja aksturs- upplifun. Má þar nefna hraðastilli með fjarlægðarskynjara, akreinavara og árekstrarvörn sem allt er staðalbúnaður í grunngerðinni Intense. Outlander kostar frá 5.590.000 kr. Intense 4x4, bensín, sjálfskiptur HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði mitsubishi.is Eyðsla aðeins frá 5,5 l/100 km. MITSUBISHI OUTLANDER Rúmbetri, sparneytnari og betur búinn Nú á enn betra verðifrá 5.590.000kr.Fjórhjóladrifinn og sjálfskiptur STUTT Sunnudagurinn 25. ágúst er dagur kær- leiksþjónust- unnar í þjóð- kirkjunni. Á þeim degi er sérstaklega horft til þess hvernig kirkjan vinnur í anda kærleika og þjónustu. Fram kemur í tilkynningu frá Kirkjunni, að djáknar séu í lykilhlut- verki þegar komi að skipulagningu og framkvæmd kærleiksþjónustu kirkjunnar. Útvarpsguðsþjónusta verður að þessu sinni frá Fella- og Hólakirkju og koma þrír djáknar að þjónustunni. Djáknar skipuleggja kærleiksþjónustu Ráðstefna um tæknifrjóvganir og staðgöngumæðrun frá alþjóðlegu sjónarhorni verður haldin í fundar- sal Þjóðminjasafnsins dagana 25. til 27. ágúst. Ráðstefnan er skipulögð af Norrænu lífsiðfræðinefndinni og er á ensku. Í hópi fyrirlesara eru þekktir fræðimenn á þessu sviði frá Bandaríkjunum og Evrópu sem fjalla um siðferðilegar, félagslegar og lögfræðilegar spurningar. Í tengslum við ráðstefnuna verður málstofa norrænna doktorsnema sem stunda rannsóknir á þessu sviði. Ráðstefna um tæknifrjóvganir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.