Morgunblaðið - 24.08.2013, Síða 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2013
VIÐTAL
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Eftir erfið ár þar sem miklar skuldir
sliguðu fyrirtækið jafnast afkoma
Símans nú á við þegar hún var sem
best árið 2007. Fyrirtækið lauk nú í
júní endurskipulagningu og endur-
fjármögnun sem á rætur allt aftur til
ársins 2008. Sævar Freyr Þráinsson,
forstjóri Símans, segir þennan tíma
hafa verið erfiðan enda hafi um 200
manns verið sagt upp en hann sé
gríðarlega stoltur af starfsfólki fyr-
irtækisins fyrir að hafa komist yfir
þennan hjalla. Síminn vinni nú að
krafti að því að þróa áfram þjónustu
sína á markaði sem tekur sífelldum
breytingum.
Vaxtaberandi skuldir Símans á síð-
asta ári námu rúmum 38 milljörðum
króna skuldir hans voru við móð-
urfélagið Skipti hf. Eiginfjárhlutfall
fyrirtækisins var 14,4%. Við fjár-
hagslega endurskipulagningu Skipta
var skuldum meðal annars breytt í
hlutafé í Símanum. Eftir endur-
fjármögnunina hafa skuldir Símans
því lækkað um rétt tæpa 25 milljarða
króna og standa nú í 13,4 milljörðum.
Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins er nú
64,3%.
Lækkun á gjaldahlið stærsti
þáttur í afkomubatanum
„Ég tel að enginn geti deilt um að
fyrirtækið hafi verið keypt og skuld-
sett með eðlilegum hætti á sínum
tíma og verðið sem ríkið fékk fyrir
Símann hafi verið hátt. Þegar hrunið
verður gerðist eins og hjá mörgum
fyrirtækjum að erlendar skuldir
rjúka upp og verðtryggðar skuldir
hækka með verðbólgu. Fyrir það réði
fyrirtækið auðveldlega við þær.
Skipti hafa greitt upp bankalán fé-
lagsins og ekki króna var afskrifuð.
Nú erum við komin á þann stað að
eigendur okkar sem voru að hluta til
skuldabréfaeigendur áður eru búnir
að breyta þeim skuldum í hlutafé sem
gerir þeim mögulegt að eiga eign
sem er mikils virði og ætti að tryggja
þeim góða afkomu og í raun betri en
að halda í þessar skuldir,“ segir Sæv-
ar Freyr sem hefur starfað hjá fyr-
irtækinu í 18 ár. Hann byrjaði sem
viðskiptastjóri árið 1995 en árið 2007
var hann ráðinn í stöðu forstjóra.
„Fyrir endurskipulagningu gerð-
um við lítið annað en að þjóna vöxtum
og kostnaði af lánunum. Nú getum
við horft lengra. Skuldsetningin nú
er nú ríflega tvöföld EBITDA sem er
bara vel viðunandi hjá fyrirtæki eins
og Símanum,“ segir hann.
Fyrir utan endurfjármögnunina
segir Sævar Freyr að kafað hafi verið
djúpt í hvernig væri hægt að efla
þjónustu við viðskiptavini en lág-
marka kostnað við hana í leiðinni.
Samið hafi verið upp á nýtt við birgja
til að lækka gjaldaliði. Tekjur hafi
aukist um 5% á milli ára en stærstur
hluti afkomubata fyrirtækisins sé
vegna þessarar lækkunar á gjalda-
hliðinni.
Ná sem mestu úr rekstrinum
Sævar Freyr segir að markaðs-
hlutdeild Símans hafi vaxið á sumum
sviðum eins og í sjónvarpsdreifingu,
á heildsölumarkaði og í upplýs-
ingatækni en minnkað á öðrum yfir
lengra tímabil eins og farsímamark-
aði hjá yngri aldurshópum.
„Markaðshlutdeild er ekki mæli-
kvarði sem við einblínum á. Ég hef í
langan tíma ákveðið að hvetja sjálfan
mig og mitt starfsfólk ekki áfram
með markaðshlutdeild einni sér. Við
einbeitum okkur fyrst og fremst að
því að ná sem mestu út úr rekstrinum
því það er það sem við sjáum að
skiptir mestu máli.“
Engin ákvörðun tekin enn
Haft var eftir forstjóra Skipta í vor
þegar endurskipulagningu félagsins
lauk að stefnt væri að því að setja það
á markað á næsta ári. Enn hefur ekki
verið ákveðið hvort Síminn verði
skráður í Kauphöllina.
„Þetta er ákvörðun sem liggur hjá
eigendum. Eftir að hafa lokið fjár-
hagslegri endurskipulagningu er
þetta bara spurning hvaða tímapunkt
eigendurnir vilja velja, kjósi þeir að
fara þessa leið. Það má segja að þetta
sé allt tilbúið eða þurfi lítið að gera til
að gera okkur tilbúin fyrir slíkt. Sú
ákvörðun bíður nýrra eigenda,“ segir
Sævar Freyr.
Samstarf við öfluga aðila
Forstjórinn segir að Síminn sé nú
að efla vöruþróun og nýsköpun í fyr-
irtækinu margfalt á við það sem hef-
ur verið áður. Fyrir utan þróun á
þjónustu innanhúss ætli Síminn að
leggja mikla áherslu á samstarf við
öfluga aðila bæði innanlands og er-
lendis. Samkomulag við Spotify sem
kynnt var í vikunni sé einn liður í því.
Sævar Freyr vill ekki nefna neitt
ákveðið í því samhengi að unnið sé að
ýmsu þessa stundina.
Dæmi um þá þróun sem er að
verða hjá fyrirtækinu eru breytingar
á Sjónvarpi Símans í haust. Not-
endur þess geta síðar á þessu ári not-
að Tímaflakksþjónustuna á meðan
dagskrárliður er enn í gangi en áður
þurfti að bíða þar til honum lyki til að
geta horft á hann frá byrjun með
þeirri þjónustu. Þá fær viðmót sjón-
varpsþjónustunnar andlitslyftingu.
Sjónvarpið í snjalltækin
Stærsta breytingin er þó sú að
sjónvarpsþjónustan verður nú að-
gengileg í snjalltæki, hvort sem þau
eru með iOS eða Android-stýrikerfi.
„Við leggjum mikla áherslu á að
þróa þessar lausnir með þeim sjón-
varpsfyrirtækjum sem eru starfandi
á íslenskum markaði. Þetta er tækni
sem er örugglega komin til að vera
og nauðsynleg viðbót svo að fólk hafi
það svigrúm að það geti tekið sjón-
varpsdagskrána og alla þá upplifun
sem það er vant heima hjá sér með
sér í sumarbústaðinn eða hvar sem
það er statt hverju sinni,“ segir hann.
Stefnt er á að þessi þjónusta verði
tekin í gagnið í nóvember.
4G-netið með haustinu
Mikið hefur verið rætt um næstu
kynslóð farsímaneta, svokallaða 4G-
tengingu en sú tækni hefur farið
hægt af stað hér á landi. Sævar
Freyr segir það ekki að ástæðulausu.
Úrval af tækjum sem styðja 4G-
tækni hafi verið það takmarkað að
Síminn hafi talið skynsamlegra að
bíða með þá þjónustu þar sem við-
skiptavinir gætu ekki notið þeirrar
upplifunar sem nýja tæknin býður
upp á nema í mjög litlum mæli.
Þess í stað hefur Síminn lagt
áherslu á að bæta 3G-kerfið sitt og
það hafi nú um helminginn af gagna-
flutningagetu 4G-kerfisins. Nýja
tæknin verði hins vegar innleidd nú í
haust.
„Það er það lítill munur á öfl-
ugustu 3G-tækninni og 4G að fólk
mun vart finna hann. Ástæðan er sú
að hraðinn miðast meðal annars við
hversu margir nota hvern sendi á
hverjum tíma. Við vildum því frekar
tryggja þessa góðu upplifun strax til
viðskiptavina okkar í gegnum öfl-
ugra 3G-net. Við erum sannfærðir
um að viðskiptavinir okkar hafi fund-
ið strax hversu mikil bæting á þjón-
ustu þetta var raunverulega. Þá vor-
um við að ná til 70-80% viðskiptavina
okkar í stað 1% þeirra, sem er það
hlutfall viðskiptavina okkar með
síma sem styðja 4G,“ segir Sævar
Freyr.
Síminn kemur með nýjungar í haust
Sjónvarp í snjalltækin, innleiðing 4G-netsins og bæting á tímaflakki á dagskránni Búið að
grynnka á skuldum fyrirtækisins um tæpa 25 milljarða króna Einblína ekki á markaðshlutdeild
Morgunblaðið/Golli
Forstjórinn Sævar Freyr hefur verið forstjóri Símans frá því haustið 2007 en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu allt frá árinu 1995.
Farsímaþjónusta hefur hækkað í
verði um 23% frá því í lok árs
2011 og netþjónusta um 16% frá
því í júlímánuði það ár. Þetta kom
fram í frétt á vef ASÍ í vikunni.
Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri
Símans, segir þetta ekki vera
rétta framsetningu á kostnaði.
„Einfalda svarið er að fólk upp-
lifir ekki þá hækkun sem þarna
var reiknuð út, einfaldlega vegna
þess að það nýtir sér aðrar
áskriftarleiðir en áður. Mjög mikið
er innifalið í þeim, ólíkt eldri leið-
um. Þetta má meðal annars sjá á
því að tekjur fyrirtækisins hafa
aukist um 5% á milli ára. Sam-
keppnin er mjög hörð á mark-
aðnum og við sjáum ekki tugpró-
senta vöxt í tekjum á milli ára,
hvað þá meira.“
Upplifa ekki hækkun á verði
ASÍ SEGIR FJARSKIPTAÞJÓNUSTU HÆKKA Í VERÐI
Spjaldtölva Í haust geta áskrifendur Sjónvarps Símans horft á dagskrána í
snjalltækjum á borð við spjaldtölvur og snjallsíma.
Rekstur símafélaganna
» Tekjur Símans voru 22,1
milljarður kr. í fyrra og juk-
ust um 5% á milli ára. Hagn-
aður fyrir afskriftir, fjár-
magnsliði og skatta (EBITDA)
nam um 5,9 milljörðum kr.
Hann jókst um 32,8% á milli
ára.
» Skuldir Símans nema nú
13,4 milljörðum kr. Hrein
skuld hans nemur 6,4 millj-
örðum.
» Tekjur Vodafone námu
13,3 milljörðum kr. í fyrra og
jukust þær um 3% á milli
ára. EBITDA fyrirtækisins var
2,8 milljarðar rúmir að teknu
tilliti til einskiptiskostnaðar.
Það var vöxtur um 19,3% á
milli ára.
» Vaxtaberandi skuldir
Vodafone voru 7,1 milljarður í
fyrra en hrein skuld fyrirtæk-
isins nam 2,5 milljörðum kr.