Morgunblaðið - 24.08.2013, Síða 29
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Okkur sem hér störfum og eins
viðskiptavinum finnst breyting-
arnar hafa tekist vel,“ segir Sig-
urður Guðmundsson, verslunar-
stjóri hjá N1. Söluskáli félagsins
í Borgarnesi, sem lengi var
nefndur Hyrnan, var opnaður
eftir umfangsmiklar breytingar í
maí. Segja má að allt hafi verið
stokkað upp og fært til og húsa-
kynnin gerð bjartari og opnari.
„Við leituðum hugmynda víða
og tókum mið af nýjustu straum-
um og efnum. Sumir hafa meira
að segja sagt að nú minni þessi
verslun þá svolítið á Leifsstöð á
Keflavíkurflugvelli. Meginávinn-
ingurinn er sá að nú er staðurinn
mun rýmri; við getum tekið á
móti fleiri gestum og afgreiðsla
gengur greiðar fyrir sig. Ávinn-
ingurinn er margþættur,“ segir
Sigurður sem verið hefur versl-
unarstjóri N1 í Borgarnesi frá
2008.
Stórar ferðahelgar er orðalag
sem gjarnan er notað í fréttum
t.d. um hvítasunnu- og versl-
unarmannahelgi. Sannarlega eru
margir á ferðinni þá, en þó síst
fleiri en aðrar helgar sumarsins.
„Þetta dreifist mjög jafnt – al-
veg frá því um miðjan júní og
langt fram í ágúst. Og hér vinn-
ur þetta hvað með öðru. Hér við
Brúartorgið eru ýmsar verslanir
og fyrirtæki og þau skapa sterkt
aðdráttarafl fyrir ferðalanga
sem öll starfsemin hér nýtur
góðs af. Og af því við erum í
þjóðbraut þá væntir fólks margs
af okkur sem er kannski utan
dagskrár,“ útskýrir Sigurður
sem segir að yfir vetrartímann
sé algengt að fólk hringi einfald-
lega í þessa fjölförnu vegasjoppu
og spyrji um færðina; hvort
hvassvirðri hamli för undir Hafn-
arfjalli eða hvort Holtavörðu-
heiðin sé fær. Telji að frekar sé
að fá svör þar en hjá Vegagerð-
inni og eftir atvikum lögregl-
unni.
„Já, hingað koma margir og
oftast getum við veitt fólki ein-
hver svör. Við gerum að minnsta
kosti okkar besta og sannarlega
er oft mikið um að vera hér t.d.
þegar eitthvað er að færð yfir
vetrartímann, eins og gerist oft,“
segir Sigurður. sbs@mbl.is
Vegasjoppa N1 í Borgarnesi er ein sú vinsælasta á landinu
Morgtunblaðið/Styrmir Kári
Framkvæmdir Verslanir og veitingastaðir í skálum N1 eru reknir undir merkjum Nestis - eins og skýrt sést.
Flugstöðin við Brúartorg
Sjoppufólk Sigurður Guðmundsson og Steinunn Einarsdóttir sem
stýrir versluninni í Borgarnesi.
Á 100. fundi sveitarstjórnar Borg-
arbyggðar, sem haldinn var í Reyk-
holti nýverið, samþykkti sveitar-
stjórn að láta gera afsteypu af
listaverki eftir Guðmund Einars-
son frá Miðdal. Verkið var upp-
haflega gjöf frá Kvenfélagi Borgar-
ness til Skallagrímsgarðs og var
sett upp árið 1952. Verkið var tekið
niður fyrir rúmum áratug, en fyr-
irhugað er að afsteypan verði sett
upp í garðinum góða næsta vor.
Þess er vænst í ljósi fyrri tíðar
að verkið muni auka prýði skrúð-
garðsins, sem er einn sá elsti á
landinu. Byrjað var að rækta garð-
inn um 1930 og í áratugi var hann í
umsjá Kvenfélags Borgarness, en
félagskonur önnuðust garðinn um
langt skeið.
Sveitarfélagið Borgarbyggð í nú-
verandi mynd varð til árið 2006
við sameiningu Borgarfjarðar-
sveitar, Borgarbyggðar, Hvítár-
síðuhrepps og Kolbeinsstaða-
hrepps – en áður höfðu Borgarnes
og sveitarfélögin í kring samein-
ast.
Afsteypa í Skallagrímsgarð
SVEITARSTJÓRNIN HELDUR 100. FUND SINN
Næsti viðkomustaður
hringferðarinnar er
Hvalfjarðarsveit.
Á mánudag
fjölskyldum þeirra á ýmsum tíma
20. aldar – sem endurspeglar vel
þær gífurlegu breytingar sem urðu á
lífi þjóðarinnar þessi hundrað ár.
Í haust verður svo opnuð sýning á
verkum úr eigu Hallsteins Sveins-
sonar. Hann sá lengi um innrömmun
mynda helstu listmálara þjóðarinnar
– og eignaðist þannig marga lista-
gripi sem fólki gefst kostur á sjá.
sbs@mbl.is
Aðalskrifstofa - Borgarbraut 74 - 310 Borgarnes
Söluskrifstofa - Vesturvör 29 - 200 Kópavogur
Netfang - sala@limtrevirnet.is
Aðalnúmer: 412 5300 | Söludeild: 412 5350
limtrevirnet.is
Landbúnaður
og hestasport
hesthús, reiðhallir, fjárhús, fjós
og fleiri gerðir landbúnaðarbygginga
vönduð hús - stuttur afgreiðslufrestur
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2013
29