Morgunblaðið - 24.08.2013, Qupperneq 30
BAKSVIÐ
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Framtakssjóðurinn Burðarás og
Framtakssjóður Íslands (FSÍ) eru að
ganga frá kaupum á 61% hlut í
spænska samheitalyfjafyrirtækinu In-
vent Farma, samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins. Kaupverðið fyrir
hlutinn nemur um 60 milljónum evra,
jafnvirði tæplega tíu milljarða ís-
lenskra króna, en fyrirtækið hefur
verið að stærstum hluta í eigu ís-
lenskra fjárfesta frá árinu 2005.
Burðarás og Framtakssjóður Ís-
lands munu hvor um sig kaupa um
30% hlut í fyrirtækinu en að baki
Burðaráss, framtakssjóðs sem var
stofnaður af Straumi fjárfestinga-
banka fyrr á árinu, er fjárfestahópur
sem samanstendur meðal annars af líf-
eyrissjóðum, einstökum fjárfestum og
mögulega tryggingafélögum. Fram-
takssjóður Íslands er í eigu stærstu líf-
eyrissjóða landsins og Landsbankans.
Í sölu í meira en ár
Fulltrúar Framtakssjóðs Íslands og
Burðaráss vildu ekki tjá sig um kaupin
á þessu stigi málsins þegar eftir því
var leitað.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins mun fjárfestahópurinn
kaupa hlutinn í Invent Farma af um
20 íslenskum hluthöfum. Friðrik
Steinn Kristjánsson, stjórnarformað-
ur Invent Farma ehf., íslensks móð-
urfélags sem heldur um hlutinn í
spænska fyrirtækinu, hyggst hins
vegar eiga áfram um 30% hlut í In-
vent Farma. Tæplega 10% hlutur
FSÍ og Burðarás
kaupa Invent Farma
Kaupa 61% hlut í spænsku lyfjafyrirtæki á um 10 milljarða
30 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2013
LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383
SPÖNGIN GRAFARVOGI - SÍMI 577 1660
Hjarta úr hvítagulli
25 punkta demantur
99.000,-
Demantssnúra
9 punkta demantur, 14K
57.000,-
Demantssnúra
30 punkta demantur, 14K
157.000,-
Fasteignafélagið Eik hefur keypt
Turninn í Kópavogi auk fleiri bygg-
inga af fasteignafélaginu SMI.
Eignasafn Eikar, sem er í hópi stærri
fasteignafélaga landsins, mun
stækka um rúmlega 70% við kaupin
en við lok fyrsta ársfjórðungs námu
eignir þess rúmlega 21 milljarði
króna. Kaupin verða fjármögnuð með
hlutafjáraukningu sem og banka- og
skuldabréfafjármögnun, segir í til-
kynningu.
Fasteignir sem um ræðir eru m.a.
Smáratorg 1, Smáratorg 3 og lóð að
Smáratorgi 5 í Kópavogi auk Glerár-
eyra 1 og fasteigna við Dalsbraut 1 á
Akureyri. Heildarstærð fasteigna er
rúmlega 52 þúsund. Leigutakar eru
um 75 talsins, þeir helstu eru
Rúmfatalagerinn, Deloitte, Alvogen,
Bónus, Nettó o.fl.
Kaupin eru liður í áformum félags-
ins um stækkun og að endingu skrán-
ingu hlutafjár í Kauphöll. Garðar
Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar,
segir í tilkynningu að fyrirtækið muni
halda áfram að skoða kauptækifæri
sem bjóðist á fasteignamarkaði.
Eik var endurskipulagt árið 2011
og eignuðust þá eigendur óverð-
tryggðra skulda þess 90% hlut í fyr-
irtækinu. Lífeyrissjóðir eiga um
helmings hlut.
Færeyingurinn Jákup Jacobsen,
stofnandi Rúmfatalagersins, fór fyrir
SMI á árunum fyrir hrun. Fram hef-
ur komið í fréttum að SMI, sem á
eignarhaldsfélagið um Korputorg og
fleiri eignir, sé að stærstum hluta í
eigu Arion banka með 39% hlut og
þrotabús Landsbankans með 35%.
Jákup á 18%.
Kaupsamningurinn er með fyrir-
vara um fjármögnun, samþykki hlut-
hafafundar Eikar fasteignafélags,
samþykki stjórnar beggja félaga,
sem og samþykki Samkeppnis-
eftirlitsins.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Verðmat Eik hefur keypt Turninn í Kópavogi. Miðað við hlutafjárútboð
Eikar í sumar nemur verðmæti þess hátt í sjö milljörðum króna.
Eignasafn Eikar
stækkar um 70%
Keypti Turninn og fleiri fasteignir
Landsvirkjun
tapaði 52,2 millj-
ónum Banda-
ríkjadala eða
sem nemur 6,3
milljörðum
króna á fyrri
helmingi ársins.
Á sama tímabili í
fyrra var hagn-
aðurinn níu millj-
ónir dala, eða
rúmlega einn milljarður. Tapið
skýrist einkum af gangvirðisbreyt-
ingum á innbyggðum álafleiðum
orkusölusamninga sem námu 169,5
milljónum dala til gjalda á tíma-
bilinu.
„ Afkoma á fyrri árshelmingi er
viðunandi í ljósi efnahagsástands í
heiminum,“ segir Hörður Arn-
arson, forstjóri Landsvirkjunar, í
tilkynningu.
Lands-
virkjun
tapar
Hörður
Arnarson
Sex milljarða tap
!"# $% " &'( )* '$*
++,-,
+./-0.
++1-20
0+-342
+,-/4.
+.-12,
+0,-4/
+-0++3
+.0-02
+45-+3
+05-+,
+./-/3
++1-.2
0+-20.
+,-.04
+.-3+1
+15-51
+-0+3,
+.0-/,
+45-2,
0+3-35/
+05-3.
+..-0
++3-+.
0+-2,+
+,-..3
+.-34/
+15-1,
+-0+.3
+.1-11
+4+-53
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
MP banki tapaði fimm milljónum
króna á öðrum ársfjórðungi. Á
sama tíma fyrir ári nam hagnaður-
inn 96 milljónum. Bankinn hagn-
aðist hins vegar vel á fyrsta árs-
fjórðungi og þess vegna nemur
hagnaðurinn fyrstu sex mánuði
ársins 460 milljónum króna eftir
skatta, samanborið við 119 millj-
óna króna hagnað á sama tímabili
árið áður.
„Eftir frábæran árangur á
fyrsta ársfjórðungi,“ segir Sig-
urður Atli Jónsson, forstjóri MP
banka, í tilkynningu „réðst bank-
inn í viðamiklar aðgerðir til að
styrkja og efla innviði og undirbúa
næstu sókn en mikill innri vöxtur
hefur einkennt starfsemina síðustu
tvö ár. Á vordögum töldu stjórn-
endur og stjórn bankans aðstæður
réttar til að stíga áhugavert skref í
átt til ytri vaxtar með kaupum á
öðru fjármálafyrirtæki. Tilboði
bankans í meirihluta hlutafjár í Ís-
lenskum verðbréfum hf. hefur ver-
ið tekið og er búist við að kaupin
verði frágengin á þriðja ársfjórð-
ungi. Kaupin munu efla starfsemi
bankans enn frekar og styrkja
reglubundna tekjumyndun,“ segir
hann.
Ljósmynd/Arnaldur
Sókn MP banki réðst í aðgerðir til að styrkja og efla innviði og undirbúa
næstu sókn en mikill innri vöxtur hefur einkennt starfsemina síðustu tvö ár.
MP banki tapaði
fimm milljónum
Það var eftir sameiningu íslensku lyfjafyrirtækjanna
Omega Farma og Delta árið 2002 sem framkvæmda-
stjóri þess fyrrnefnda, Friðrik Steinn Kristjánsson, fór
á stúfana í leit að spennandi verkefnum utan Íslands.
Niðurstaðan varð sú að hann leiddi hóp íslenskra fjár-
festa sem keyptu árið 2004 tvö fyrirtæki í eigu sama
aðila – Inke og Laboratories Lesvi – í gegnum félagið
Invest Farma ehf.
Íslenskir hluthafar eiga í dag um 87% hlut í félaginu
en auk Friðriks eru hluthafar í Invent Farma Jón Árni
Ágústsson, Ingi Guðjónsson, Frosti Bergsson, Daníel
Helgason og Ingimundur Sveinsson. Aðeins Ingimundur mun hins vegar
halda eftir hlut sínum – um 30% – eftir kaup FSÍ og Burðaráss.
Í samtali við Morgunblaðið í febrúar sl. sagðist hann hafa haft „sér-
stakan áhuga á Spáni þar sem notkun samheitalyfja var lítil og ljóst að
hún ætti eftir að aukast mikið“.
Hluti kaupanna 2004 var fjármagnaður með eigin fé og hluti með láni
frá íslenskum banka. Að sögn Friðriks hafa öll lán verið í skilum og ekk-
ert afskrifað, sem sýni að ekki hafi öll útrásarverkefni farið forgörðum.
Útrás sem fór ekki forgörðum
FRIÐRIK STEINN HELDUR EFTIR 30% HLUT Í INVENT FARMA
Friðrik Steinn
Kristjánsson