Morgunblaðið - 24.08.2013, Síða 32
32 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2013
Lækjargötu og Vesturgötu
Nýjar rannsóknir þykja sýna fram
á að land hafi verið numið í Fær-
eyjum löngu áður en víkingar sett-
ust þar að. Rannsakendur frá fær-
eyska þjóðminjasafninu og
Durham-háskóla á Bretlandi fundu
leifar af móösku og koluð byggkorn
í sandlögum við uppgröft í Sandey
og segja vísindamennirnir fundinn
sanna veru manna á eyjunni þar
sem efnin finnast ekki saman í nátt-
úrunni.
Dr. Mike Church, sem fór fyrir
rannsókninni, segir ljóst að fólk
hafi byggt Færeyjar um 300-500 ár-
um áður en víkingar námu þar land
í stórum stíl á 9. öldinni en óvíst sé
hvaða fólk það var og hvaðan það
kom. Hann segir allar líkur á að
flest ummerki um byggð þessara
landnema hafi eyðilagst við innrás
víkinga.
FÆREYJAR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Landnám Óvíst er hvaðan fólkið kom.
Víkingarnir ekki
fyrstir til að nema
land í Færeyjum
Bandaríkin. CNN. | Barack Obama
Bandaríkjaforseti sagði í viðtali sem
birt var á CNN í gær að tíminn fyrir
hugsanlegt úrslitasvar Bandaríkja-
stjórnar við meintum hermdarverk-
um Sýrlandsstjórnar og ofbeldisfull-
um aðgerðum egypskra
hermálayfirvalda nálgaðist óðum.
Hann sagði Bandaríkin „ómissandi
ríki“ í óstöðugum Mið-Austurlönd-
um og víðar en að Bandaríkjastjórn
þyrfti að íhuga hvað þjónaði hags-
munum landsins til lengri tíma litið.
Forsetinn sagði embættismenn
vinna að því að safna upplýsingum
um meinta efnavopnaárás sýrlenska
stjórnarhersins í höfuðborginni
Damaskus en allt benti til þess að um
stóran og grafalvarlegan viðburð
væri að ræða. Hann sagði Banda-
ríkjamenn hafa ýtt á eftir meiri að-
gerðum af hálfu Sameinuðu þjóð-
anna og hvatt stjórnvöld í Sýrlandi
til að heimila rannsókn á vettvangi
árásarinnar.
Inntur eftir viðbrögðum við gagn-
rýni öldungadeildarþingmannsins
John McCain, sem segir hæg við-
brögð Bandaríkjastjórnar við
ástandinu í Sýrlandi og Egyptalandi
hafa komið niður á trúverðugleika
Bandaríkjanna, sagðist Obama trúa
því að bandaríska þjóðin vænti þess
að hann hafði langtímahagsmuni
þjóðarinnar að leiðarljósi.
Hann varaði við því að „festast í af-
ar erfiðu ástandi og vera dreginn inn
í afar dýrt, erfitt og dýrkeypt inngrip
sem myndi ala á meiri gremju á
svæðinu“. Ár er liðið síðan forsetinn
sagði að notkun efnavopna í Sýrlandi
myndi kalla á hörð viðbrögð Banda-
ríkjanna en forsetinn sagði að mörgu
að hyggja, m.a. hvort nægjanleg
samstaða ríkti um aðgerðir.
„Ef Bandaríkin fara inn og ráðast
á annað ríki án umboðs frá Samein-
uðu þjóðunum og án þess að hægt sé
að leggja fram skýr sönnunargögn,
þá vakna spurningar um hvort það
eigi sér stoð í alþjóðalögum,“ sagði
Obama.
Tillögur um að Bandaríkin láti af
1,2 milljarða dollara neyðaraðstoð
við Egyptaland njóta vaxandi fylgis
innan bandaríska þingsins en forset-
inn sagði það líklega ekki myndu
hafa áhrif á aðgerðir þarlendra
stjórnvalda. Hann sagði Bandaríkja-
menn hins vegar ekki vilja virðast
vitorðsmenn aðgerða sem stríddu
gegn hugsjónum þeirra og gildum.
Bandaríkin „ómissandi“
Tíminn nálgast
fyrir úrslitasvar,
segir Obama
AFP
Forsetinn Obama bíða mörg krefjandi verkefni á komandi vetri, m.a. slagur um hækkun skuldaþaksins.
Kennarar í Mexíkóborg freistuðu þess á fimmtudag
að trufla þingfund efri deildar mexíkóska þingsins
til að mótmæla nýrri löggjöf sem löggjafinn hefur
til umræðu. Löggjöfin, sem runnin er undan rifjum
forsetans Enrique Pena Nieto, færir menntamálin,
sem hafa verið á höndum valdamikilla verkalýðs-
félaga, aftur til hins opinbera. Lögin skylda einnig
kennara til að gangast undir frammistöðupróf en
kennararnir vilja að tryggt verði að prófin verði að-
eins notuð til að hjálpa þeim að bæta sig en ekki til
þess að ákveða uppsagnir eða stöðuhækkanir.
holmfridur@mbl.is
AFP
Mótmæla nýrri menntalöggjöf
Hundruð íbúa Gaza-svæðisins mót-
mæltu í gær friðarviðræðum Ísraela
og Palestínumanna í fjöldagöngum
sem skipulagðar voru af Hamas og
Islamic Jihad. Mótmælendur gengu
frá moskum víðsvegar á svæðinu og
söfnuðust saman á torgi í miðri
Gaza-borg og héldu á lofti baráttu-
skiltum þar sem m.a. stóð „Nei við
viðræðum“.
Mótmælendur sökuðu forseta Pal-
estínu, Mahmud Abbas, um embætt-
isglöp en Ismail Ridwan, trúmála-
ráðherra Hamas, ávarpaði forsetann
í ræðu sinni.
„Öll palestínsku flokksbrotin
segja að þú hafir ekki rétt til þess að
láta af hendi landið okkar né til að
gefa eftir palestínsk réttindi,“ sagði
hann. Hamas-samtökin segja
ákvörðun Abbas um að setjast aftur
að samningaborðinu með Ísraels-
mönnum ekki endurspegla vilja pal-
estínsku þjóðarinnar.
„Að taka aftur upp viðræður er
áfall fyrir hið heilaga stríð og fyrir
fórnir þjóðar okkar, blóð píslavotta
okkar og fyrir fangana á bak við lás
og slá í Ísrael,“ sagði Ridwan.
Ísraelar hyggjast byggja 2.129
íbúðir til viðbótar á landnáms-
svæðum í austurhluta Jerúsalem og
á Vesturbakkanum.
Segja ákvörðun forsetans ekki
endurspegla vilja þjóðarinnar
Hundruð mótmæltu friðarviðræðum í Gaza-borg
AFP
Gaza Fólkið mótmælti í Gaza-borg.