Morgunblaðið - 24.08.2013, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 24.08.2013, Qupperneq 37
UMRÆÐAN 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2013 „Allt of margir frí- dagar kennara“ er titill greinarinnar sem birtist 22. ágúst sl. á mbl.is og er tilefni þess að ég skrifa hér og nú. Þar lýsir móðir grunn- skólanemanda í Reykja- vík hneykslan sinni yfir því að á hverju ári séu 55 dagar sem ekki sé kennt. Hún „kallar eftir aukinni viðveru barna í grunnskólum og telur óæskilegt að þau séu ein heima heilu og hálfu dagana“. Ég veit ekki hvaða dagar felast nákvæmlega í þessari tölu, enda kemur það hvergi fram í fréttinni, en mig langar að varpa svolitlu ljósi á skipulag starfs kennara í grunnskólum borgarinnar. Í fyrsta lagi vinna flestir kennarar 100% vinnu, sérstaklega umsjón- arkennarar. Í 100% starfshlutfalli felst almennt 40 klst. vinnuvika. Kennarar í 100% starfi vinna hins vegar 42,86 stundir á viku skv. kjara- samningum og vinna því 2,86 stund- um meira en aðrir sem vinna 100% starf. Það eru 11,44 klst. á hverjum fjórum vikum sem kennarar vinna umfram það sem almennt tíðkast fyr- ir 100% starfshlutfall. Þetta þýðir í stuttu máli að kennarar vinna á vet- urna af sér þá frídaga sem þeir fá um- fram það sem almennt tíðkast fyrir fólk í 100% starfshlutfalli. Kennarar fá því í raun ekki meira frí en annað fólk, þó það virðist vera svo fyrir þeim sem hafa ekki kannað málið nógu vel. Í öðru lagi eru nokkrir frídagar nemenda inni á kennslualmanakinu. Athugið: frídagar nemenda. Á starfs- dögum fara nemendur í frí, en það gera kennarar ekki. Slíkir dagar eru nýttir í undirbúning kennslu og ýmiss konar faglegt þróunarstarf svo dæmi séu nefnd. Vetrarfrí eru vissulega frídagar kennara, en skýringar á þeim eru fyrrnefndar 42,86 stunda vinnuvik- ur. Í þriðja lagi eru nokkrir dagar í ágúst, fyrir kennslu, og í júní, eftir skólaslit, sem kennarar vinna ýmis verkefni sem tengjast skólastarfinu en nemendur tengjast ekki beint. Þessa daga ganga þeir frá námsmati, skýrslum og ýmiss konar skipulagsatriðum eft- ir skólaárið (að vori) og undirbúa komu nemenda í skólann á ný (að hausti). Þessa daga sækja þeir jafn- framt endurmenntun, en hún hlýtur að teljast mikilvægur þáttur í starfi kennara þar sem kennslu-, uppeldis- og menntunarfræði er suðupottur nýrra hugmynda og rannsókna fræði- manna um allan heim og menntamál eru í sífelldri þróun. Í fjórða lagi er mikilvægt að átta sig á því að skólar eru ekki barna- gæsla. Vissulega þjóna þeir slíkum tilgangi samhliða menntunarhlut- verki sínu að vissu leyti, en það þýðir ekki að hlutverk skólans sé að gæta barna. Íslensk börn ganga í skóla til að fá menntun. Til að menntun sé góð þurfa kennarar svigrúm til að skipu- leggja gott skólastarf. Það gerist ekki af sjálfu sér. Þeir þurfa tíma til und- irbúnings og endurmenntunar. Það er bara svo einfalt. Í fimmta lagi leyfi ég mér að efast, og það stórlega, um að sumarfrídagar í skólastarfi hafi nokkuð með kenn- arana að gera. Það kostar peninga að reka skóla og að loka þeim hreinlega í tvo mánuði á ári hlýtur að spara um- talsverðar fjárhæðir. Umræða um menntamál hefur ver- ið af skornum skammti, því miður, þar til nú. Ég fagna auknum áhuga síðastliðna mánuði á þessu málefni og veit að það gera flestir innan mennta- kerfisins. Umræðunni þarf þó að lyfta á hærra plan svo hún skili okkur ár- angri. Að flagga fölskum fyrirsögnum og ýktum fullyrðingum í fjölmiðlum er ekki vænleg leið til árangurs, enda er umræðan með því afvegaleidd og missir marks. Við skulum muna að kenn- arastéttin er fjölmenn og hana skipar fagfólk með háskólagráður, núorðið af meistarastigi. Þetta fólk á skilið sömu virðingu og aðrir í íslensku at- vinnulífi. Þannig verður að teljast lág- mark að fólk kynni sér kjarasamn- inga kennara áður en það tjáir sig um þá opinberlega. Samningana má finna á heimasíðu Kennarasambands Íslands,www.ki.is. Að lokum vil ég bjóða alla kennara og nemendur velkomna aftur til starfa og óska þeim velfarnaðar á komandi skólaári. Kennarar og frí Eftir Ingu Kristínu Skúladóttur »Kennarar í 100% starfi vinna hins vegar 42,86 stundir á viku skv. kjarasamn- ingum og vinna því 2,86 stundum meira en aðrir sem vinna 100% starf. Inga Kristín Skúladóttir Höfundur er fv.grunnskólakennari og trúnaðarmaður. Á síðustu árum hef- ur rutt sér til rúms hér hreint furðuleg ónátt- úra sem felst í því að veiða lax og sleppa honum svo aftur. Nú er svo komið að reglur margra laxveiðiáa eru þannig að það er mjög takmarkað hvað má drepa af því sem veitt er, ef þá eitthvað. Hverslags ónáttúra er það að hafa áhuga á að eyða tugum eða hundr- uðum þúsunda króna og mörgum klukkutímum í að veiða fisk í þeim eina tilgangi að kvelja hann? Eru dýraverndunarsamtök sátt við þetta? Þetta er jafn tilgangslaust eins og að fara á gæsa- eða rjúpna- skytterí með „paintball“ byssu. Þessi ónáttúra er nú þess valdandi að fjöldi veiðimanna er hættur að komast til veiða í uppáhalds ánum sínum, því hvaða veiðimaður með reisn lætur bjóða sér þessi niðurlægjandi býti? Ég hef flaggað þessu viðhorfi við nokkra og margir eru sammála. Aðrir benda á að mig vanti ekki neinn mat og þess vegna sé óþarfi hjá mér að drepa fiskinn. Þessi rök eru fáránleg. Það vita það allir sem hafa yfirleitt einhvern snefil af veiðináttúru að sá lokahnykkur sem fylgir veiðum sem felst í því að drepa bráðina að viðureign lokinni, koma með hana heim til að geta borið á borð fyrir fjölskyldu og vini, er jafn mikilvægur og veiðin sjálf, und- irbúningur að henni og tilhlökkunin í aðdragandanum. Einhverjir telja að þessi veiði- aðferð muni tryggja betur sjálf- bærni laxveiðiánna en það er ekki rétt. Það veiðist ekkert meira í ám sem nú gera kröfu um að fiski sé sleppt en veiddist þar áður en sú regla var upp tekin. Svo segja a.m.k. fræðimenn sem skoðað hafa þessi mál. Ég skora á veiðiréttareigendur, veiðifélög og leigutaka að snúa þess- ari öfugþróun við. Við státum okkur af því að vera harðgerð veiðimanna- þjóð norður í höfum. Stöndum þá við það og veiðum eins og menn og ber- um þannig heilbrigða og eðlilega virðingu fyrir náttúrunni. Látum það a.m.k. vera valkvætt hvort menn sleppa fiskinum eða ekki. Eftir Helga Jóhannesson Helgi Jóhannesson »Hverslags ónáttúra er það að hafa áhuga á að eyða tugum eða hundruðum þúsunda króna og mörgum klukkutímum í að veiða fisk í þeim eina tilgangi að kvelja hann? Höfundur er náttúruunnandi. Ónáttúra náttúruunnandans Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér • Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er • Hnoðar deig • Býr til heita súpu og ís • Uppskriftarbók og DVD diskur fylgja með Lífstíðareign! Tilboðsverð kr. 106.900 Með fylgir Vitamix sleif drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 125.765 Meira en bara blandari! ÓÐINSGÖTU 4 - 101 REYKJAVÍK - SÍMI 570 4500 fastmark@fastmark.is - www.fastmark.is Jón Guðmundsson, lögg. fastsali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fastsali. FASTEIGNA- MARKAÐURINN Funkishús í Þingholtunum 400 fm. einbýlishús/atvinnuhúsnæði á þessum eftirsótta stað við Sóleyjargötu. Húsið er steinsteypt, byggt árið 1933 og er teiknað af Einari Sveinssyni arkitekt. Upprunalegur stíll er enn til staðar s.s. fiska- parket á stofum, innbyggðar bókahillur og arinn. Fyrir liggja teikningar með örfáum breytingum sem skipta þó sköpum með tilliti til nútímaþarfa. Stór gróinn garður. Stórkostlegt útsýni. Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning. Sjón er sögu ríkari. Sverrir Kristinsson, lögg. fastsali Skelfing er nú alltaf skemmtilegt og ánægjulegt að ganga Laugaveginn. Alltaf eitthvað skemmtilegt að sjá þar, fullt af fal- legum og vel við- höldnum húsum svo ég tali nú ekki um þá miklu fjölbreytni sem er í mannfólkinu sem labbar þennan góða veg. Í dag var sérlega skemmtilegt að sjá allar þær flottu „drossíur“ sem óku Laugaveginn. Ég hefði til dæm- is þorað að sverja fyrir það að á Ís- landi öllu væru ekki svona margir „kátiljákar“ eins og raun ber vitni. Það var ekki bara ég sem stóð, nærri slefandi af hrifningu, og dáðist að þessum fína flota, heldur stóð allur fjöldinn af fólki og horfði á þessa dá- semd. Ég hefði haldið að hér væri um meðlimi Fornbílaklúbbsins að ræða og hafi þeir þökk fyrir. Mín klukkutíma ganga upp á Hlemm og til baka tók 90 mínútur í stað venju- lega 60 mínútna og var aukatím- anum vel varið. Ég hef oft verið á Kúbu og dáðst að því hversu lengi þeir geta haldið þessum gömlu amerísku „drossíum“ sínum gangandi og oft talið að það væri þjóðráð að flytja nokkra bifvélavirkja þaðan til Íslands til að lappa upp á okkar gömlu bíla, en nú veit ég að við höfum enga þörf fyrir þá því okkar fínu drossíur bera þess vitni að við erum fær um að passa þessi djásn hjálparlaust. Það olli mér hins- vegar miklum von- brigðum að ekkert er farið að laga til í kringum gosbrunn- inn á Ingólfstorgi, eins og þetta gæti verið falleg perla í miðbænum. Eina gáfulega skýringin sem ég get gefið mér á þessu er að forráðamenn borgarinnar lesi ekki Moggann og hafi þess vegna ekki hugmynd um ástandið þarna. Væri nú ekki hægt að senda þeim nokkur eintök svo þeir átti sig betur á því sem er að gerast í borginni? Með bestu kveðju. Laugavegurinn og fleira Eftir Heiðar Róbert Ástvaldsson Heiðar Ástvaldsson » Alltaf eitthvað skemmtilegt að sjá þar, fullt af fallegum og vel viðhöldnum húsum og fjölbreytt mannfólk. Höfundur er danskennari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.