Morgunblaðið - 24.08.2013, Side 42
42 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2013
✝ Freysteinn V.Hjaltalín fædd-
ist í Narfeyrarhús-
inu í Stykkishólmi
11. janúar 1942.
Hann lést á
Sjúkrahúsinu í
Stykkishólmi 5.
ágúst 2013.
Foreldrar hans
voru Jóhanna Guð-
jónsdóttir Hjalta-
lín, f. 22. sept-
ember 1918, d. 30. apríl 2012,
og Vilhjálmur V. Hjaltalín, f.
31. desember 1905, d. 16. maí
2000, bóndi í Brokey. Systkini
hans eru: Friðgeir V. Hjaltalín,
f. 1943, kvæntur Salbjörgu
þeim Vigfúsi Hjaltalín, f. 1942,
Páli Hjaltalín, f. 1946, og Bergi
Hjaltalín, f. 1951.
Vilhjálmur og Jóhanna
bjuggu félagsbúi ásamt Jóni
Hjaltalín og konu hans, Ingi-
björgu Pálsdóttur Hjaltalín, en
hún var frænka Jóhönnu.
Steini fór ungur á vertíðir í
Stykkishólmi og var lengst á
Þórsnesi SH 108 með Kristni Ó.
Jónssyni en þeir voru vinir alla
tíð og gerðu út Sigrúnu SH 212
og síðan Sif SH 212, sem Steini
keypti svo einn og gerði út.
Hann var við nám í Héraðsskól-
anum í Reykholti, tók vél-
stjórnarpróf í Stykkishólmi og
starfaði sem vélstjóri á Þórs-
nesi þar til það var selt.
Útför Freysteins fer fram
frá Stykkishólmskirkju í dag,
24. ágúst 2013, og hefst athöfn-
in kl. 14. Jarðsett verður í
Narfeyrarkirkjugarði.
Nóadóttur og eiga
þau þrjár dætur:
Jóhönnu, Eydísi og
Jófríði, barnabörn-
in eru fimm. Lauf-
ey V. Hjaltalín, f.
1949, gift Þorsteini
Sigurðssyni og
eiga þau tvo syni:
Vilhjálm og Stein-
dór, barnabörnin
eru fjögur. Guðjón
V. Hjaltalín, f.
1953, kvæntur Ástu Sigurðar-
dóttur og eiga þau eina dóttur,
Jóhönnu, en fyrir átti Ásta þrjú
börn. Barnabörnin eru fjögur.
Steini ólst upp í Brokey með
systkinum sínum og frændum,
Elskulegur bróðir minn Frey-
steinn Hjaltalín er fallinn frá
langt um aldur fram. Það er erfitt
að lýsa sorg okkar Þorsteins, því
Steini bróðir var líka einn af okk-
ar bestu vinum, við ferðuðumst
mikið saman, bæði utan- og inn-
anlands, og var hann daglegur
gestur á heimili okkar.
Steini ólst upp í Brokey á
Breiðafirði og átti heima þar nán-
ast alla tíð, það var oft kátt hjá
okkur og margt að ske eins og
gengur. Steini var elstur af okkur
systkinum og leit ég alltaf mikið
upp til hans enda fann ég að hon-
um þótti vænt um litlu systur sína
og bræður. Að alast upp í Brokey
hefur sjálfsagt fundist mörgum
vera afskekkt á þessum tíma, en
það var ekki fyrir okkur, Pabbi og
mamma bjuggu sambýli með föð-
urbróður mínum Jóni Hjaltalín og
Ingibjörgu Pálsdóttur Hjaltalín
en hún og mamma voru systkina-
börn. Áttu þau þrjá syni sem voru
eins og bræður okkar.
Steini fór ungur að stunda sjó
og keypti sér bát ásamt Vigfúsi
frænda okkar, Sigrúnu SH 212
sem mér þótti afar stór. Þeir
gerðu hann út saman þar til Vig-
fús flutti til Akureyrar. Eftir það
átti Steini hann í mörg ár einn eða
þar til að hann seldi vini sínum
Kristni Ó. Jónssyni (Kiddó) helm-
ing í honum. Þeir seldu hann svo
og keyptu sér Sómabát frá
Bakkafirði Siv SH 212 og gerðu
þeir hann út saman í nokkur ár
þar til Kiddó seldi Steina sinn
hlut. Þá stofnaði Steini Útgerðar-
félagið Brokey ehf. og rak það til
dauðadags.
Á veturna var hann vélstjóri á
Þórsnesi SH 108, lengst með
Kiddó sem reyndist Steina alltaf
vel og leit hann á Steina sem einn
úr fjölskyldu sinni enda þótti
börnum Kiddós og Þórhildar afar
vænt um hann og sakna nú vinar
síns.
Það er svo margt sem ég vildi
segja en tárin taka alltaf yfir, Villi
og Steindór sakna nú frænda síns
og Þorsteinn vinar og mágs. Þá er
best að hætta nú og kveðja bróður
minn elskulegan og senda Geira
og Guðjóni bræðrum mínum og
fjölskyldum þeirra, svo og öllum
sem þótti vænt um Steina innileg-
ustu samúðarkveðjur. En ég mun
alltaf minnast hans fyrir þá ást og
vináttu sem hann sýndi mér ætíð.
Þín elskandi systir,
Laufey.
Mig langar til að minnast
frænda míns Freysteins V. Hjal-
talín sem lést á sjúkrahúsinu í
Stykkishólmi 5. ágúst sl.
Fyrir stuttu hringdi ég í sím-
ann hans eins og svo oft áður en
þá hafði einmitt strandað fiski-
skip rétt við Skoreyjar og vildi ég
heyra í honum um það og um
fleira fréttnæmt. Freysteinn
svaraði og sagðist vera á sjúkra-
húsinu á Akranesi því búið væri
að loka spítalanum í Stykkishólmi
vegna sumarleyfa. Við spjölluðum
dágóða stund um strandið, lífið og
tilveruna.
Mér var ljóst að Steini, eins og
hann var oftast kallaður, var al-
varlega veikur þótt hann kvartaði
ekki. Stuttu síðar fór ég ásamt
Önnu systur minni í heimsókn til
hans á sjúkrahúsið á Akranesi og
áttum við með honum góða stund.
Með Freysteini er horfinn á
braut einstakur heiðursmaður,
hæglátur, fróður, víðlesinn og víð-
förull. Sjómennska á Breiðafirði
var hans ævistarf. Ýmist var hann
á Þórsnesinu SH eða á sinni eigin
trillu. Hann þekkti því Breiða-
fjörðinn vel, einkum Suðureyj-
arnar enda alinn upp í Brokey og
þekkti allar aðstæður, kennileiti,
strauma og sker.
Þegar ég var ungur fór ég í
sveit til afa og ömmu í Brokey,
Vigfúsar J. Hjaltalín og Kristjönu
Kristjánsdóttur. Það var dásam-
legur tími fyrir ungan dreng.
Þetta var á þeim tíma sem bræð-
urnir í Brokey voru í tilhugalífinu
en þeir Jón og Vilhjálmur giftust
frábærum myndarkonum sem
ásamt bændum sínum héldu uppi
reisn Brokeyjarheimilisins í ára-
tugi eða þar til ellin fór að segja til
sín. Þá fluttu fjölskyldurnar til
Stykkishólms en nýttu hlunnindi
eyjanna og gera enn því börn
Jóns og Vilhjálms hugsa vel um
eyjarnar fögru og nýta hlunnindi
og eiga þar frábært afdrep.
Í Brokey hefur ávallt verið vel
tekið á móti gestum og það var
fyrir réttum tveimur árum að ég
bað Steina að fara með mig og
hluta fjölskyldu minnar út í Bro-
key. Hann tók vel í þá bón og á
fallegum sumardegi sigldi hann
með okkur út í Brokey þar sem
við undum dagpart og síðan sigldi
hann með okkur um eyjarnar.
Þetta var ógleymanleg ferð þar
sem Brokey og Breiðafjörðurinn
skartaði sínu fegursta.
Ég þakka Freysteini sam-
fylgdina og votta systkinum og
öðrum aðstandendum samúð.
Óskar H. Gunnarsson.
Lífið fer sínar undarlegu leiðir.
Þó vorið kæmi með sínum yl og
fuglasöng í vor bar skugga á vor-
gleðina. Steini mætti okkur ekki
lengur á bryggjunni tilbúinn að
flytja þessa skrítnu farfugla útí
Galtarey. Þegar vinir hverfa héð-
an úr heimi leitar hugurinn aftur í
tímann með söknuði. Nú er fallinn
frá góður vinur sem borið hefur
hag margra kynslóða fyrir
brjósti. Hann hefur verið okkar
tryggasti vinur á Breiðafirði, fyrir
Jónas langafa, Guðrúnu ömmu í
Galtarey, pabba og mömmu, mig
og mína bræður og mín börn og
frænkur og frændur. Hæglætið
eitt, hugsunin meitluð, hugljúfur
drengur og traustari en orð fá
lýst. Já stundum hugsar maður að
guð viti hverjir séu bestir og kalli
þá til sín fyrr en okkur finnst
sanngjarnt hér á jörð. Við ráðum
þessu ekki en eftir sitjum við með
minninguna og vissuna um að lífið
er dýrmætt og það verður að lifa
því með gleði og trú á hið góða.
Aðeins þannig verða dagarnir
góðir fyrir okkur og fyrir aðra í
kringum okkur. En Steini hafði
alveg einstakt lag á því að bjarga
öllu sem hægt var að bjarga fyrir
bátlausa Öxneyinga og reyndar
líka þá sem eiga bát. Og í veik-
indum hans var umhyggjan enn í
fyrirrúmi þegar sumarþokuna
lagði inn fjörðinn og enn eina
ferðina ætluðu ættkvistir í eyja-
ferð hvað sem öðru leið. Já, þá gaf
hann skýr fyrirmæli til frænda
síns Steindórs sem flutti okkur í
svarta þoku út í Galtarey. Já, þá
var bara keyrt á GPS-inu eftir
innskrifuðum leiðunum hans
Steina sem voru nú ekki af verri
endanum. En það var nú ekki nóg
heldur bað hann Steindór líka um
að ganga úr skugga um hvar aðrir
Galtareyingar væru niðurkomnir
í þokunni áður en haldið væri af
stað. Já, það var eins og við vær-
um börnin hans, svo mikil var um-
hyggjan. Eyjafólk hefur alltaf
haft umhyggju hvert fyrir öðru en
við stöndum í mikilli þakkarskuld
við Brokeyinga fyrir þeirra ein-
stöku umhyggju og tryggð í
meira en hundrað ár. Þegar
amma lifði og var að skælast á
Gelti sínum yfir sundið komin á
níræðisaldur var okkur nú ekki
rótt í höfuðborginni nema af því
að við vissum af Brokeyjar-
bræðrunum sem alltaf fylgdust
með þeirri gömlu. Það er því með
trega og miklu þakklæti að við
kveðjum Steina í Brokey. Hann
var eins og klettur í hafinu, hæg-
látur, traustur með skarpan hug,
fróður og glettinn. Við höfum
misst mikið en hugur okkar er hjá
hans nánustu sem hafa misst enn
meir.
Þegar regnið og tárin væta vangann,
að vitum færist gras og blóma angan.
Lífið það virðist ósköp agnar lítið,
allt í heimi fremur smátt og skrítið.
Þá vaknar upp í dýpi önnur vitund,
að verðir þú að lifa enn um stund.
Já, vita að lífið ýmsar lykkjur tekur,
og ljósið sólar þig á morgun vekur
Guðrún Hreinsdóttir
og fjölskylda.
Freysteinn V.
Hjaltalín
Með perlum úr
minningum kveð ég kæra vin-
konu mína, Kristbjörgu Gunn-
laugsdóttur er lést eftir erfið
veikindi. Didda naut þess að
vera heima nánast til hinsta
dags hjá þeim sem henni voru
kærir.
Á lengsta degi ársins lagðirðu upp í
hinstu för
ljós þér frá himni sendu hlýju og
föður þel.
Lausn frá líkama þjáðum, leiftur í
ljóssins för
Á kveðjustund bið þér bata í bæn al-
mættinu fel.
(Jóna Ó.)
Útförin fór fram frá Egils-
staðakirkju í sólríkum sunnan
þey, í kyrrðinni lagði inn gullna
birtu.
Við finnum svo oft þegar klukkurnar
kalla
að klökkva um huga manns fer.
Bið ég Guð föður og englana alla
að annast og vaka yfir þér.
(Árni Helgason.)
Ég kynntist Diddu fyrst
1979, og með árunum efldist
vináttan. Frá þessum árum rifj-
ast upp góðar minningar og
gullnar perlur. Didda var hress
og hláturmild með sítt, þykkt,
brúnt hár sem flaksaðist til á
hlaupum, með Atla sér við hlið.
Hratt liðu stundir við spjall og
hlátur en ótal margt stendur
upp úr. Fyrrum unnum við á
Dyngju og ávallt mátti sjá
Diddu vinna hratt við að rekja
sundur voðir, alltaf kapp, mikið
spilað og hlegið. Didda var
smávaxin, nett og sterkleg. Á
annan áratug unnum við saman
á Sambýlinu á Stekkjartröð af
kappi, léttleika og hlýju. Á
jafningjagrunni nutum við líð-
andi stundar með heimilisfólki.
Didda hafði unun af dansi og
söng og gladdist á góðri stund.
Á sl. ári rifjaðist margt upp í
samtölum, þar má nefna Hús-
stjórnarskólann á Hallorms-
Kristbjörg
Gunnlaugsdóttir
✝ KristbjörgGunnlaugs-
dóttir fæddist á Eg-
ilsstöðum 16. sept-
ember 1952. Hún
lést á Sjúkrahúsinu
á Egilsstöðum 21.
júní 2013.
Útför Krist-
bjargar hefur farið
fram í kyrrþey.
stað, uppeldisárin
á Tókastöðum
ásamt fimm eldri
systkinum, hlýjar
hjúkrandi hendur
móður hennar og
dýrin í sveitinni
sem hún lærði að
umgangast af
virðingu.
Er Didda var á
leið í heiminn var
fátt bíla í Eiða-
þinghá og leitaði faðir hennar
til Bergs Ólasonar bílstjóra á
Egilsstöðum að sækja konu
sína, hann kom torfarna leið á
Kaiser bifreið sinni og flutti
Kristínu móður hennar til
sjúkrahússins en síðar varð
Bergur tengdafaðir Diddu og
henni einkar kær sem og Svana
tengdamóðir hennar. Heima
beið hennar lítil kommóðu-
skúffa uppbúin sem hennar
fyrsta rúm. Eftir að Kristín lést
voru feðginin í daglegu sam-
bandi og héldu samfloti í hesta-
mennsku. Didda og Dóri glöddu
aldnar kempur og fóru m.a.
tveggja daga reið úti í Húsey
með föður hennar og Ármanni
mági hans. Sérstök dagstund
stendur upp úr er Didda og
Dóri hófu búskap, móðir henn-
ar og ég við eldhúsvaskinn,
Didda að stilla upp húsgögnum,
beðið eftir að Dóri kæmi heim.
Hann kom í hlaðið, ekki á hvít-
um hesti heldur á bíl með ryðg-
aða skel, og ánægja Kristínar
líður mér ekki úr minni.
Hjónin stunduðu hesta-
mennsku í góðum félagskap í
Fossgerði. Nýlega byggðu þau
þar hesthús og vildu njóta kom-
andi ára. Fram á vor var riðið
út og létti það stundir. Þau
kunnu að njóta sumarsins og
fóru fjölda húsbílaferða á forn-
ar og nýjar slóðir, nutu lands-
lags og náttúru með hundunum
Ponsu og Skugga. Mér er efst í
huga það traust og tryggð sem
Didda sýndi mér. Takk fyrir
allt elsku Didda mín.
Að leiðarlokum þakka allar stundir
okkar hér.
Ég bið þess að með blænum berist
kveðja þér.
Fuglar himins hæða syngi þér
söngva sína, beri með sér birtu og
hjartans kveðju mína.
(Jóna Ó.)
Ástvinum öllum votta ég
samúð mína og bið guðs bless-
unar.
Jóna Óskarsdóttir.
Lífið er ekki alltaf dans á rós-
um. Það vissi (tengda)pabbi okk-
ar sennilega manna best. Piet
starfaði framan af sem forritari
og var ákafur keppnishjólreiða-
maður. Árið 1989 slasaðist hann
alvarlega, þegar ekið var á hann
við þjálfun í Frakklandi, og
hafnaði í hjólastól. Vegna slyss-
Piet van der Feest
✝ Piet van derFeest fæddist í
’s-Gravendeel í
Hollandi 24. ágúst
1951. Hann lést á
heimili sínu í ’s-
Gravendeel 30. maí
2013.
Piet kvæntist
eftirlifandi eig-
inkonu sinni, Mar-
rie van der Feest-
Nootenboom, 22.
nóvember 1979 og saman áttu
þau eina dóttur, Jolöndu, f. 12.
janúar 1986. Jolanda giftist
Heimi Frey Viðarssyni 12. júní
2009.
Útför Piets fór fram í Hol-
landi 5. júní 2013.
ins varð Piet að láta
af störfum sem for-
ritari en beindi
kröftum sínum að
fræðslu um íþrótta-
iðkun fyrir fólk með
fötlun.
Sjálfur var hann
alltaf virkur í
íþróttum og eftir að
hafa keppt um langt
árabil í flokki
handknúinna reið-
hjóla kynntist hann köfun, sem
varð hans helsta áhugamál. Piet
vildi að komið yrði á framfæri
sérstöku þakklæti til Dive.is fyr-
ir að hafa gert sér kleift að kafa í
Silfru í tvígang þrátt fyrir fötlun
sína.
Allt í fari Piets var aðdáun-
arvert, æðruleysið, óbilandi
viljastyrkur og þrautseigja, allt
til hinsta dags. Hann var fyr-
irmynd fyrir okkur öll að láta
ekki hugfallast og að reyna alltaf
að ná því út úr lífinu sem mögu-
legt er.
„Nei, ég get það ekki“ var
hvergi að finna í hans orðabók.
Fjölskyldan var Piet alltaf mik-
ilvæg og alltaf hægt að reiða sig
á hann. Hann var besti faðir sem
hægt var að hugsa sér.
Aldrei hefði okkur grunað að
leitin að norðurljósum sl. áramót
yrði okkar síðasta. Þrátt fyrir
áralanga baráttu við krabbamein
héldum við ekki að við ættum
svona stutt eftir saman. Leitin
bar því miður ekki árangur en
við munum héðan í frá alltaf
hugsa til þín þegar norðurljósin
verða á vegi okkar.
Elsku pabbi, elsku tengda-
pabbi, við söknum þín meira en
orð fá lýst. Þú verður alltaf í
hjarta okkar.
Jolanda og Heimir Freyr.
Hinn 5. júní var Piet van der
Feest til grafar borinn í ’s-Gra-
vendeel í Hollandi. Okkur langar
til að minnast hans í nokkrum
orðum. Piet og Marrie kona
hans komu til Íslands stuttu eft-
ir að Jolanda dóttir þeirra og
Heimir Freyr (sonur/dótturson-
ur) höfðu kynnst og Jolanda
stödd á Íslandi til að stunda nám
við Háskóla Íslands í eina önn.
Piet og Marrie reyndust Heimi
síðan mjög vel þegar hann kom
til Hollands til náms og æ síðan.
Við dvöldum á heimili þeirra
hjóna í Hollandi sumarið 2009 til
að vera viðstaddar brúðkaup
Heimis Freys og unnustu hans
Jolöndu dóttur þeirra. Þar átt-
um við yndislegar samveru-
stundir með fjölskyldunni.
Örlögin gripu oftar en einu
sinni harkalega inn í líf Piets.
Hann slasaðist mikið sem ungur
maður og þurfti að takast á við
lífið með skerta hreyfigetu til
frambúðar og að mestu bundinn
við hjólastól utan dyra. Síðan
veiktist Piet alvarlega af krabba-
meini árið 2005. Hann barðist
hetjulega við meinið sem tók sig
upp aftur og aftur þar til hann
varð undan að láta.
Piet hafði lengi haft áhuga á
Íslandi og varð strax mikill Ís-
landsvinur. Hann hafði hrifist af
landinu, náttúrunni og ýmsum
venjum þjóðar okkar sem komu
til af smæð hennar t.d. þess að
minnast látinna vina og ættingja
með minningargreinum.
Hann hafði mikla ánægju af
köfun, sem hann gat stundað
þrátt fyrir fötlun sína. Tæra,
kalda vatnið í gjánni Silfru á
Þingvöllum heillaði hann mjög.
Einnig nálægðin við náttúruna
og þau sterku öfl sem mynduðu
Þingvelli. Ánægjunnar að kafa í
Silfru fékk hann að njóta í síð-
asta sinn í desembermánuði síð-
astliðnum. Þá kom Piet ásamt
Heimi og Jolöndu til Íslands í
sína síðustu Íslandsheimsókn.
Auk þess að heimsækja fjöl-
skylduna á Íslandi langaði hann
að upplifa íslensk jól og að
freista þess að sjá norðurljósin.
Þetta voru síðustu samveru-
stundirnar með vini okkar Piet,
mikið hefðum við óskað þess að
þær hefðu orðið fleiri.
Piet var ljúfur, einlægur og
glaðlyndur maður sem hafði
mjög góða nærveru. Missir
Marriar, Jolöndu og Heimis er
mikill. Piet var mikill fjölskyldu-
maður og þau hafa misst traust-
an hlekk úr fjölskyldunni. Við
munum varðveita minninguna
um góðan vin.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Bryndís Karen Borgedóttir,
Helga Brynjúlfsdóttir
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna
upplýsingar um innsendingarmáta
og skilafrest. Einnig má smella á
Morgunblaðslógóið efst í hægra
horninu og velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birt-
ingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, jafnvel þótt grein
hafi borist innan skilafrests.
Lengd | Hámarkslengd minning-
argreina er 3.000 slög. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á vefn-
um. Hægt er að senda stutta
kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem aðstandendur
senda inn. Þar kemur fram hvar og
hvenær sá sem fjallað er um fædd-
ist, hvar og hvenær hann lést og
loks hvaðan og hvenær útförin fer
fram.
Minningargreinar